Vill einhver elska fjörutíuogníu ára gamlan mann???

Sælinú allir Jörfaliðar, nær og fjær.

Nú styttist í Stór-Afmæli hjá Stór-Óla (miðvikudaginn 16. maí) og Jörfaliðar eru boðnir í partí.

Þar sem hefð hefur skapast fyrir því hjá Akraselum að senda út stórafmælispartíboð á bloggið í bundnu máli þá fylgir hér boðsljóð fyrir þetta tilefni.

Lesist/syngjist undir lagi Þursaflokksins:
http://www.youtube.com/watch?v=-PMhO_koV_4

Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann
- sem verður fimmtugur (þann 16. maí).

Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann
sem er reglusamur og voða mjúkur.
- Hann er reglusamur og drekkur súpu.

Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann.
- Hann á læðu og tík.

Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann
sem er misskilinn og safnar bróderuðum dúkum.
- Hann er misskilinn og safnar trompetum og túbum.

Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann.
- Svar óskast sent - merkt "fimmtugur"
- Svar óskast sent - merkt "fimmtugur"

Oriroriojororo...

... Óli býður í partý heima...
... á miðvikudaginn ekki gleyma...
... og tjaldið opnar klukkan átta...
... gleðskapur þar til mál er að hátta...

Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann.
Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann.

... og Óli býður í partý heima...
... á miðvikudaginn ekki gleyma...
... og tjaldið opnar klukkan átta...
... gleðskapur þar til mál er að hátta...

...... Vill - einhver - elska???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Óli, þið Akraselir eruð meistaraskáld! Mér þykir afar leitt að þurfa að afþakka þetta góða boð en við komumst því miður ekki. Ég veit gleðin verður aldrei sú sama þegar okkur vantar, en vonandi gerið þið gott úr þessu öllu ;0)

Guðný & co

________________________________________________________, 11.5.2012 kl. 15:44

2 identicon

Takk elsku Guðný fyrir að láta okkur vita og já, við skulum reyna að gera það besta úr þessu samt :)

Sjáumst um helgina.

kv/Sigrún

Akraselir (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 17:25

3 identicon

Og bara fyrir þig Guðný... þar sem þú minnist á meistaraskáld.

Hér fyrir neðan er smá hluti af upprunalega boðsljóðinu sem reyndar fékk ekki náð hjá hæstvirtu afmælisbarni (skil ekkert í þessu):

Afþakkar bæði blóm og kransa,

báglega mun hann svoleiðis ansa.

Vegna almennra leiðinda' og "lima" spakra

leggjumst í samskot fyrir eina viag... - (fánastöng)

kv/Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 17:47

4 Smámynd: ________________________________________________________

Við viljum elska fjörutíuogníuára gamlan mann

við viljum elska fjörutíuogníuára gamlan mann

og ætlum suður....

Af því við elskum fjörutíuogníuára gamlan mann

og ætlumaðhitta fjörutíuogníuára gamlan mann

16 maííííí....

Orirorioooojororo...

Spegillinn sagði obbobbobbb

og vogin svaraði "farðu af mér"

Sigrún sagði ómægoood

en Óli svaraði ekki neinu.

________________________________________________________, 11.5.2012 kl. 23:41

5 Smámynd: ________________________________________________________

.....semsagt Gústi og Magga ýttu of snemma á Enter!

________________________________________________________, 11.5.2012 kl. 23:42

6 Smámynd: ________________________________________________________

Hér er ,,við mætum" tilkynning frá Fjólu og Helgu.
Mjög líklega koma þær með lifandi sannanir þess að þær elski fjörutíuogníuáraplús menn

kv. F

________________________________________________________, 14.5.2012 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband