Fyrst...og síðast:)

Sælt veri fólkið.

Best að bregða sér hér inn til þess að þakka Ými Ólafssyni og fjölskyldu betur fyrir sig. Góður og skemmtilegur dagur með þeim og hluta af ,,Jörfaliðinu" í tilefni af fermingu Ýmis í dag.

Ég greip með mér elsta barnabarnið. Hún velti fólkinu talsvert fyrir sér, finnst skemmtilegra að vita hver heitir hvað og hverjir eru mömmur, pabbar, afar, ömmur, systur, bræður...æ, þið vitiðWink Að lokum var hún búin að fá nóg og spurði hvenær við færum heim. Þá fékk hún að vita það að þetta fólk sem hún hefði hitt færi oftast síðast heim, jafnvel þó að það hafi mætt fyrstGrin Þetta væri nefnilega ,,Jörfaliðið". Þá vildi hún fá að vita hvað hin liðin hétu. Óli gat leyst úr því að einhverju leiti.

En þetta varð til þess - þó að maður kæmi snemma og færi seint, að nú telur maður niður til sjöunda september!

Lifið heil, Fjóla Ásg - enn pakksöddSmile


Góð mæting

Hvað er þetta með að geta ekki sett inn komment eftir ákveðin tíma á færslu. Ég of sein svo ég set bara á forsíðuna að ég mæti með allt mitt Smile

Meira af hátíðarhöldum.

Ágætu Jörfaliðar. Jörfungar?

Frændi okkar ágætur býður upp á Jörfaliðspakka á hótel Álfheimum, 4000 kr nóttin í uppábúnu rúmi. Það er ári vel boðið svo ekki sé meira sagt. Þess utan ætlar hann að leigja okkur matsalinn á laugardagskveldinu til að halda þar kvöldvöku ef okkur sýnist svo, sem ég held að okkur sýnist. Það sýnist mér. Hver bókar fyrir sig hjá Vidda, tóm hamingja.

Fyrir hönd nefndar, Hjörleifur Helgi Stefánsson, nefndarmaður.


100 ár í haust!

Allgóðu jörfaliðar.

Nú í haust stendur til, eins og liðsmenn vonandi vita, að halda með pomp og prakt upp á 100 árin sem liðin eru frá fæðingu Óla í Jörfa, þess merkis og heiðursmanns. Nefndin (lunginn af henni, Helga, viltu snáfa á feisbúkk) hefur tekið þá gerræðislegu ákvörðun að halda upp á herlegheitin á Borgarfirði helgina 7. - 9. september næstkomandi, enda hvergi hægt, finnst okkur, að minnast afa heitins jafn vel og á sjálfum höfuðstaðnum okkar. Nefndin er samansett af óvenju skemmtilegu fólki og því er nokkuð sennilegt að skemmtilegt verði þessa helgina á Borgarfirði, einnig vegna þess hve skemmtilegt fólk er væntanlegt til hátíðahaldanna. Takið því helgina þessa frá ágætu jörfaliðsmenn og fjölmennum nú austur til að minnast og fagna lífshlaupi gömlu hjónanna sem gerðu okkur öllum kleift að vera jafn ágæt og við erum.

Nánar auglýst síðar,

Nefndin.


Austurátt.

Gott fólk !

Við hjúin hér á bæ erum að hugsa um að skreppa í "Gamlann" nokkra daga. Sennilega verður þar hlýtt hús um helgina Happy 

K.v. Gunna.


Áramót Norðurlandsdeildarinnar

ÁramótaskaupiðHér á Dalvíkinni draumabláu var veðrið til mikillar fyrirmyndar um áramótin. Eins og síðastliðin 23 ár vorum við í Sunnubrautinni á gamlárskvöld og var óvenju fjölmennt í ár og veislan fjölbreytt og maturinn afar ljúffengur að vanda. Matargestir voru 23 Jörfaliðar, aldursforsetinn amma Lilja og Björn Snær Atlason frá Hóli. Flestir lögðu eitthvað til veislunnar og hljómaði matseðillinn eitthvað á þessa lund:

Forréttir:  Grafin gæsabringa með Cumberlandsósu úr Þrastarhóli og sushi ala Dagný og Óli.

Aðalréttir: Hreindýr, villigæs, aligæs, aliendur (og smá hamborgarahryggur og kjúklingur fyrir þá sem ekki eru hrifnir af villibráð, gæs eða öndum;). Meðlæti voru waldorfsalat, Beggusalat, heimalagað rauðkál ala Lilja, maísbaunir og fleira.

Eftirréttir: Sherrydeserinn hennar Guju, ísterta og rjómi.

Miðnætur"snarl":  Grafin bleikja ala Úlfar Eysteinsson, grafinn lax ala Óli Gústa, ristað brauð og tilheyrandi sósur ásamt forréttaafgöngum.

Með þessu öllu voru borin fram eðalvín fyrir fullorðna og gos fyrir bílstjóra og börn.

Eftir matinn og áramótaskaupið færðu flestir sig út á tröppur og fylgdust með flugeldum og tertum fyrir marga tugi þúsunda springa í loft upp, en í Sunnubrautinni er alltaf sérstaklega mikið skotið upp, enda margar fjölskyldur samankomnar í mörgum húsanna í götunni. Páll Hlíðar stóð sig með sérstakri prýði þar sem hann tók að sér hlutverk Hjörvars Óla og aðstoðaði Sigga við að kveikja í sprengiþræðinum og fannst það ekki leiðinlegt. Rögnvaldur húsbóndi og annar karlpeningur sáu um sprengingar á meðan við stelpurnar dáðust að þeim, yngsta fólkinu fannst bara þægilegra að fylgjast með í gegnum gluggann Joyful.

Ég var dulítið upptekin við myndatökur eins og stundum áður og smellti einu myndbandi á youtube fyrir Hjörvar Óla, það gefur smá innsýn í ástandið í götunni á þessum árstíma: http://www.youtube.com/watch?v=TV0jJa5Rl-M.

 Eftir miðnættið fjölgaði í partíinu þegar systkini Ragga, þau Dúdda og Atli ásamt afkomendum kíktu inn. Dregin voru fram spil og var afar erfitt að slíta sig lausan þegar skynsemin sagði að nú væri kannski ráð að fara að koma sér í bólið, http://spilavinir.is/islensk-spil-1/island-opoly.html er sniðugt spil sem auðvelt er að gleyma sér í. Whistling

Að loknum þessum pistli vil ég óska öllum Jörfaliðum og öðrum vinum og ættingjum nær og fjær gleðilegs nýs árs með von um að það verði  hamingjuríkt í alla staði. Margt spennandi í farvatninu hjá okkur; utanlandsferð, námsleyfi, háskólanám o.fl.  

Ég skora á aðrar "deildir" Jörfaliðsins að skella inn smá bloggi og myndum - t.d. Skagafólk, Brekkuliðar, Hólmarar...koma svo!!

Guðný.


Jólakveðja

Jólakveðja frá fjölskyldunni í Ásvegi 1 á Dalvík Grin

http://sendables.jibjab.com/view/fiseNL0dfWGJCKUF?cmpid=jj_fb_self_holidays

 


Og svo er kominn desember!!

Timage00012_1125679.jpgíminn bókstaflega æðir áfram - "time flies when you are having fun"! Ég looofaði Helgu frænku "norsku" að setja inn myndir frá skírn og lubba, er ekki bara bráðnauðsynlegt að henda hér inn myndum og fréttum annað slagið - svona uppá heimildagildið? 

Bríet Jökla Ólafsdóttir Ágústssonar var sumsé skírð í Minjasafnskirkjunni á Akureyri laugardaginn 3. desember og daginn eftir hittist Norðurlandsdeildin í laufabrauði í Þrastarhóli.   Alltaf gaman þegar Jörfaliðar hittast, sama hver "deildin" er. Halo

Nýtt myndaalbúm, Desember 2011.  Svo má gjarnan bæta í albúmið myndum frá fleiri uppákomum í öðrum deildum Jörfaliðsins Wink


Sómahjónin og Eiríkshús

Datt í hug að setja þessa mynd líka hérna.

steini.jpg


Athugun.

Sæl veri þið!

Ég var bara að athuga hvort ég kynni ekki að koma mér hér inn. Ég sé að svo er W00t 

Jörfaliðar !....Bestu kveðjur, Gunna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband