Sjö - tugur

Maður eldist eins og óð fluga.

Það sem áður virtist svo órafjarri og henti, að manni fannst, bara gamalt fólk er nú að verða staðreynd lífs míns. - Sjötugsafmæli yfirvofandi.  - Reyndar finnst mér ég vera nokkru yngri en árin segja en líklega á það við um flesta sem lenda í þessu.

 Af þessu tilefni ætlum við Ragna mín og fjölskylda að efna til veislu hér heima á Litlu Brekku, laugardaginn 14. júlí næstkomandi. 

Ég hef verið svo gæfusamur á lífsins leið að eignast stóran hóp góðra ættingja, vina, kunningja, nágranna, vinnufélaga og svo mætti lengi telja.

Vonumst við til að sem flestir geti komið og glaðst með okkur þennan dag.

Bestu kveðjur, Stebbi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já takk Stebbi minn !  Við gömlu hér mætum.

K.v. Gunna. 

Gunna (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 15:24

2 Smámynd: ________________________________________________________

Takk fyrir boðið kæri bróðir! Við Magga mætum, vorum auðvitað búin að melda okkur svona óformlega.

Kv. Gústi bró....

________________________________________________________, 11.6.2012 kl. 18:49

3 Smámynd: ________________________________________________________

Akraselir mæta.

Kv/ÓA

________________________________________________________, 13.6.2012 kl. 00:05

4 Smámynd: ________________________________________________________

Ójá, Stebbi minn, það er eins og sumir eldist miklu hægar en árin segja til um.  Það á sko örugglega við um þig, þvílíkur unglingur sem þú ert   Takk fyrir boðið, elsku bróðir, við Raggi munum örugglega mæta.  Kveðja frá Guju systur, sem finnst hún vera miklu yngri.........

________________________________________________________, 13.6.2012 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband