Fyrst...og síðast:)

Sælt veri fólkið.

Best að bregða sér hér inn til þess að þakka Ými Ólafssyni og fjölskyldu betur fyrir sig. Góður og skemmtilegur dagur með þeim og hluta af ,,Jörfaliðinu" í tilefni af fermingu Ýmis í dag.

Ég greip með mér elsta barnabarnið. Hún velti fólkinu talsvert fyrir sér, finnst skemmtilegra að vita hver heitir hvað og hverjir eru mömmur, pabbar, afar, ömmur, systur, bræður...æ, þið vitiðWink Að lokum var hún búin að fá nóg og spurði hvenær við færum heim. Þá fékk hún að vita það að þetta fólk sem hún hefði hitt færi oftast síðast heim, jafnvel þó að það hafi mætt fyrstGrin Þetta væri nefnilega ,,Jörfaliðið". Þá vildi hún fá að vita hvað hin liðin hétu. Óli gat leyst úr því að einhverju leiti.

En þetta varð til þess - þó að maður kæmi snemma og færi seint, að nú telur maður niður til sjöunda september!

Lifið heil, Fjóla Ásg - enn pakksöddSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Sendi Ými og fjölskyldunni hamingjuóskir með sunnudaginn og JÁ.. ég er búin að fá að heyra hvað ég missti af miklu

Það verður mikið gaman að hitta ykkur öll þann 7. sept, af því missi ég ekki.

Kv. Magga (sem missir af....)

________________________________________________________, 17.4.2012 kl. 15:11

2 Smámynd: ________________________________________________________

Við misstum líka af fermingunni hans Ýmis. Okkur skilst að þetta hafi verið hið besta Jörfaliðsmót. Lýsingin hennar Fjólu staðfestir það! Sjáumst í næsta partýi!

Kv. Gústi og Magga.

________________________________________________________, 17.4.2012 kl. 21:14

3 Smámynd: ________________________________________________________

Verst að fá ekkert að kássast í þessari prúðu dömu sem mætti sem fulltrúi barnabarna Gunnu systur, var eindregið ráðlagt að halda mig frá henni - vegna bráðrar smithættu! En takk fyrir mig allesammen, það var virkilega gaman að hitta ykkur og ég tek undir með Fjólu, það er bara tilhlökkun í gangi til 7. september.

Aumingja þeir sem misstu af! ;)

Kv. Guðný.

________________________________________________________, 18.4.2012 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband