Sómahjónin og Eiríkshús

Datt í hug að setja þessa mynd líka hérna.

steini.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: ________________________________________________________

Æ, það er svo gaman þegar er eitthvað að gerast hér. Er þetta ekki Eiríkshús? kv, Fjóla Ásg

________________________________________________________, 22.11.2011 kl. 23:55

3 Smámynd: ________________________________________________________

Gamanað sjá þessa mynd Steini minn, og jú Fjóla þetta er Eiríkshús,öðru nafni Bergstaður. Það setur nú að mér dálítinn hroll þegar ég sé mynd af Eiríkshúsinu. Mér fannst það alltaf svo dulúðugt og draugalegt, sérlega þó fyrir tíð rafmagsljósa, svo ég tali nú ekki um Eiríkshúsfjósið, þar voru sko draugar.... ég held hauslausir.

Hvað segi þið systkini mín sem munið tímana tvenna?

k.v. sú elsta.  

________________________________________________________, 23.11.2011 kl. 18:08

4 Smámynd: ________________________________________________________

Eiríkshúsið var ákaflega spennandi hús í dagsbirtu og þar lékum við okkur krakkarnir á neðribyggðinni heilu dagana í "löggu- og bófa." Og mest var spennandi að vera þar inni eftir að Alli á Grund keypti húsið og bannaði okkur að vera þar!

En þetta var hræðilegt draugahús í myrkrinu á kvöldin. Ég hljóp alltaf eins og fætur toguðu framhjá því þegar ég var að koma neðan úr Sólgarði á kvöldin. Og stundum ímyndaði ég mér að það kæmi hendi út úr einhverjum glugganum!

Þessi mynd er hinsvegar alveg dásamleg!

Kv. Gústi.

________________________________________________________, 24.11.2011 kl. 23:36

5 Smámynd: ________________________________________________________

Dásamleg mynd, Steini minn.  Sjáið þið hvað pabbi er í flottum jakka. 

Ég man nú varla eftir því að ég hafi komið inn í Eiríkshús, -  Ég man bara hvað það var ótrúlega draugalegt að labba (mátti ekki hlaupa, því þá var allt búið ) fram hjá því á kvöldin á leiðinni heim af neðri byggðinni.  Sérstaklega var sundið milli Eiríkshúss og fjóssins fullt af draugum, ég sá það með  eigin augum !!  Kv. Guja litla.

________________________________________________________, 25.11.2011 kl. 22:45

6 Smámynd: ________________________________________________________

Þetta er frábær mynd.  Ég er með spurningu til systkinanna:

Er það Jörfi sem sést yst til vinstri á myndinni?

Var hægt að fara út um gluggann á Frissó og út á þakið á fjósinu?

Var fjósið byggt um leið og Jörfi, sem hluti af Jörfa upphaflega?

Var gengt á milli fjóssins og Eiríkshússins, þ.e. um sundið?

Hvenær var fjósið rifið?

Hvenær var Eiríkshúsið sjálft rifið?

Af hverju voru húsin rifin?

Hvað gerði Alli á Grund við húsin?

Af hverju er himininn blár?

Hefði verið betra fyrir mig að hringja í eitthvert ykkar?

Hvernig fara saman rísandi sól í meyjunni og minnkandi tungl í vatnsberanum?

Kv/ÓA

P.s.

Hvað lesið þið úr skriftinni?

________________________________________________________, 26.11.2011 kl. 14:17

7 Smámynd: ________________________________________________________

Já, Óli, það sést aðeins í Jörfa.  En það er einhver misskilningur í gangi með húsaskipan, ég held að það sé best að Stebbi, stóri bróðir minn, skrifi hér smá pistil um hvernig Eiríkshúsið var, hvaða hluti hússins tengdist Jörfa og hvaða hluti var með hærra þakinu.  Eins og ég sagði áður þá kom ég aldrei inn í þetta hús, svo ég muni, og er því ekki í stakk búin til að svara þessum mikilvægu spurningum Óla   Jú, ég get svarað spurningunni um sundið, það var enginn inngangur í húsin í þessu  sundi, það var bara ógeðslega kolsvart og fullt af draugum   Yfir til þín, Stebbi.  Kv. Guja.

________________________________________________________, 26.11.2011 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband