Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ég á ekki bræðslumiða.....

........en ég á heitan pott, ligga, ligga lá. Vorum að fá okkur einn með diskóljósum - ómissandi í heita pottinn.

Litla systir SMSaði frá Fuertoventura, 26° hiti. Vona að þeim leiðist ekki.

Kv. Fjóla


Bræðslutónleikar

Eru ALLIR nema ég búnir að kaupa miða?

kv, Fjóla


Fyrir amatör-kokka

Sæl.

Var að taka skoða grilluppskriftirnar í hádeginu og datt í hug að leka þessari einföldu og mjög svo góðu marineringu til ykkar.

1 dl BBQ sósa, 1 dl soja, 1 dl ananassafi, 1 dl ólivuolía (sérlega gott á grísalundir)

Kv. Fjóla


06.06.06

Við Brekkuarmurinn (systkyni, konur, börn að hluta) vorum á Bubbatónleikum. Það var alveg ferlega gaman. Voru mínir fyrstu tónleikar með kappanum en örugglega þeir hundruðustu hjá bræðrum mínum. Mér líður eiginlega eins og ég hafi verið á einhverskonar "þjóðartónleikum" held þetta gerist ekki íslenskara. Gamli var ótrúlega flottur og pólitískur að mínu skapi. Okkur Ástu fannst reyndar hann hefði átt að fara fyrr úr þessari skyrtudruslu sem hann var í og koma sér á hlýrabolinn - en það slapp.

Ása Björk


Myndir úr fermingu Ídu

Nýtt myndaalbúm komið inn - bætið endilega við myndum!Svalur

Kv. Guðný.


Jörfakokkurinn á Skagann og -þjónninn á Pronto!

Óli Gústa verður að kokka á Akranesi um helgina! Foreldrarnir eru ekki alveg vissi hvar...Lions veisla hefur verið nefnd. En allavega verður hann þarna um helgina, tvö kvöld sennilega. Allir Jörfaliðar af Skaganum verða auðvitað á Dalvík í fermingaveislu og foreldrar Óla auðvitað líka! Þetta verður samt að fréttast! Svo var fyrsta kvöld Steinars Pálma á nýjum veitingastað í kvöld. Pronto heitir hann, ítalskur veitingastaður hjá Fosshótel á Egilsstöðum. Þar verður Steinar þjónn í sumar. Eitthvað veitingagen í þeim bræðrum! Sumarvinnan hjá Bjarka Rafni verður í Bónus. Hljómar kunnuglega, enda hafa þeir bræður allir unnið þar með grunnskólanum. Voðalega er þetta eitthvað líkt alltsaman!     

Bestu kveðjur, Gústi. 


Engar fréttir eru góðar fréttir.......eða hvað?

Halló allir!

Ekkert að frétta, sakna þess bara að sjá ekki meira lífsmark á okkar frábæru bloggsíðu! 

Styttist í skólalok, skólaslit í Dalvíkurskóla á föstudaginn, Ída Guðrún kemst í tölu fullorðinna á sunnudaginn og allt í plús Koss

Eruð þið búin að sjá fréttatilkynninguna frá Kjarvalsstofu varðandi 29. júlí í sumar? http://www.borgarfjordureystri.is/index.php?pid=2  Veit ekki um ykkur, en við hjónakornin ætlum að tryggja okkur miða í Bræðsluna strax og sala hefst og tel ég víst að Ólafur Ágúst og hjónaleysin Hjölli og Anna láti sig ekki vanta!  Reyndar spurning um hvernig staðan verður hjá hjónaleysunum - fjölgunin, þið vitið....Glottandi 

Kv. Guðný.

Ps. Óli, ef maður ætlar að setja inn mynd í bloggið, verður hún að vera á netinu? Bara að spegúlera......


Fermingardagurinn hans Tómasar.

Fermingardagurinn hefur verið alveg frábær.  Við fórum í kirkjuna kl. 09:30 og þar sáum við allar útgáfur af norska þjóðbúningnum.  Amma Begga hélt heiðri Íslands á lofti með því að skarta upphlut.  Eftir ferminguna var haldið heim til Helgu þar sem gestir gæddu sér á frábærum mat, sem Einar hafði útbúið, og kökum og bakkelsi sem Helga og Begga amma hristu fram úr vinstri erminni.  Gestir komu víða að.  Hérna voru danir, norðmenn og íslendingar við gott yfirlæti í frábæru veðri.  

Nú er dagur að kveldi kominn og ró að komast yfir Bakkeli 15.  Dagurinn var ógleymanelgur fyrir Tómas og fjölskyldu og alla gestina.  Það fer að styttast í að gestir úr Akraseli fari út á flugvöll haldi heim á leið.  Begga amma verður hér til 9. júní.

Kveðja frá Noregi. 


Ecuadorfarinn

Ég er fyrir þá sem að ekki vissu að fara til Ecuador sem skiptinemi þann 24. ágúst næstkomandi og verð í heilt ár þar úti og er farinn að hlakka mikið til enda ekki mjög langt þangað til. En núna um helgina hef ég verið á kynningarnámskeiði og verð restina af helginni á þessu námskeiði. Og það sem að er búið að segja okkur um menninginuna í landinu er svo allt öðruvísi heldur en íslensk menning og held ég að þetta verði stærsta lífsreynsla sem að ég hef upplifað og sennilega líka það sem að ég á eftir að upplifa. Þetta legst allt vel í okkur familíuna enda ekki óvön þessari reynslu!

Kv. Stefán Bjartur


Akraselir birtast óvænt í Noregi.

Í tilefni af fermingu Tómasar á morgun þá tóku Óli, Sigrún, Skúli og Ýmir sig til og skelltu sér í dagsferð til Noregs, öllum að óvörum.  Helgu varð svo mikið um að hún fékk sandkorn í augun og var nokkuð lengi að ná þeim úr sér.

Í Bakkeli er fermingarundirbúningur á fullu, Begga og Heiðrún föðursystir eru mættar og eru að snúast í kringum Helgu.  Tómas heldur sínu striki - er á fótboltaæfingu og Jóhann þvælist fyrir.  Einar og hans kona eru mætt og sér hann um matinn. 

Hér hefur víst rignt mikið undanfarið en dagurinn í dag er eins og sumardagar gerast bestir á Íslandi; glampandi sólskin og gola.  Það verður fylgst með kosningasjónvarpi á netinu í kvöld.

 Kveðjur á klakann.

ÓA. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband