Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Helga systir

Komið þið sæl.

Ég ætlaði bara að segja ykkur frá því að eftir að Helga Sesselja leit út um gluggann í morgun þá tók hún verkjatöflu og setti á sig brúnkukrem. Mér datt í hug að deila þessu því að ég er að hugsa um að gera þetta líka. Maður verður minnsta kosti að gera eitthvað.

Sumarkveðja, Fjóla fúla.


Á austurleið....

c_documents_and_settings_gu_ny_my_documents_my_pictures_sumar_2005_husavik_-_the_little_hut_with_the_flag_is_for_th.jpg

Jæja, nú er skessan komin að skellihurðinni, búin að pakka og að leggja af stað í draumalandið.Glottandi

Bein útsending í Fjarðarborg kl. 1 í nótt frá Rockstar-Supernova, ekki amalegt að slást í hópinn með hinum Borgfirðingunum og hvetja Magna! Öskrandi Hlakka til að hitta tónleikagesti og hina Jörfaliðana.

Bið að heilsa í bili, verð næst í tölvusambandi einhverntíma um mánaðamótin!

Guðný.


Nýkomin heim

Heil og sæl

Brekkufjölskyldan er lent eftir ævintýralega ferð til Króatíu og London. Mikið gaman og mikið skemmtilegt. Amma var í broddi fylkingar (sagðist stundum vera eins og gamalær - skil það nú ekki hún sem er bara 84) Stebbi og Ragna þoldu börn og buru með bravör allan tímann, Óli og Tedda á kortinu í London, Jói og Ásta sáu um myndatökuna (held að Ásta hafi tekið um 1000 myndir) Ása Björk og Stefán Bjartur sáu um að halda heilbrigðiskerfi Króatíu gangandi (Stefán meiddist á auga) yngri deild barnanna skemmtu sér konunglega og síðast en ekki síst voru  stóru unglingarnir okkar til mikillar fyrirmyndar. Sem sagt mjög vel heppnuð ferð og við mælum hiklaust með Króatíu sem sumarleyfisstað.

Kveðja, Ása pjása


Löngu komin heim...

Sælt veri fólkið. Nú er rúm vika síðan að við komum heim frá Fuerteventura - alltaf gott að koma heim en þetta var hin fínasta reisa. Við tók heyskapur á lóðinni (enginn kom og sló á meðan við vorum í burtu) og þvottur og þvottur... meira hvað maður kom heim með mikið magn af óhreinum þvotti. Næst þegar ég fer í ferðalag ætla ég bara að taka með mér svona einnota málningargalla sem verður svo bara hent eftir notkun, þeir voru einu sinni í tísku. Ég man að ég og vinkona mín fórum í svona flík á ball! Best að endurvekja þessa tísku. Og svo er maður bara farinn að vinna aftur - gaman að því - og svo verður farið aftur í frí um mánaðarmótin og þá er stefnan tekin á Borgarfjörð á tónleika og jafnvel verið þar fram yfir verslunarmannahelgi. Hlakka til að hitta allt skemmtilega Jörfaliðið sem ætlar að mæta á tónleikana. Sjáumst! Kv. Magga Á.

Rannsóknir sýna...

Smvmkaæt rsónunkanm eknss hsókláa sipkitr röð sftaa í oðri egnu mlái, það enia sem mlái stkpiir er að fsrtyi og saðítsi sfaitunrn í hjevru oðri eru á rtéutm satð. Aagfgni snaftana er hgæt að vxlía og smat hgæt að lsea txaetnn án eireiðfkla.


Bryggjuball á Dalvík

Fyrir þá sem áhuga hafa - trúlega frekar eldri kynslóðin...Svalur þá var stórskemmtilegur þáttur á Rás 1 á sunnudaginn var, sem var tekinn upp í Svarfaðardal og á Dalvík. Þátturinn er á þessari slóð: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4300132

Bara svona til gamans!

Kv. Guðný.


Hvernig verður sumarfríið hjá ykkur - og hvenær verðið þið á Borgarfirði ??

Ég hef séð í færslum að nokkrar framsýnar fjölskyldur hafa skipulagt sumarfríið, og jafnvel hvenær þær verða á Borgarfirðið.  Eigum við að safna upplýsingum saman hér ?  Ég byrja.

Við Akraselir byrjum fríið okkar 21. júlí og verðum komin á Borgarfjörð ekki síðar en 29. júlí.  Verðum a.m.k. yfir þá helgi.  

Kv./ÓA. 


Sumarið komið í Hólminn!

Jæja, loksins látum við heyra í okkur hér í Hólminum. Héðan er allt gott að frétta, sumarið kom akkúrat daginn eftir sumarsólstöður ;) Af okkur í Pjeturshúsi er það helst að frétta að við foreldrarnir erum um það bil að "losa okkur við" afkvæmin! Bryndís Inga er að fara í viku sveitardvöl í Flóanum á morgun og Dagný Elísa fer á sunnudaginn (ef hún kemst vegna setuverkfalls)í 5 vikna vist til Vigga og Jóhönnu. Hún ætlar að blogga ef það er netsamband í nýja húsinu hans Vigga og sendum við slóðina þegar það er komið á hreint. Það er því frekar "tens" andrúmsloftið heima, verið að pakka niður í tvær ferðatöskur og svaka spenna í loftinu. Við foreldrarnir erum þó frekar slök, sjáum fram á rólegt sumar, með hæfilegri vinnu (Steini aðra hvora viku á Baldri og Bogga fyrir hádegi í ritgerðarvinnu), gluggaskiptum og stuttum ferðalögum innanlands. Auðvitað er stefnt á eitt lengra eða til Borgó í ágúst þegar fjölskyldan er sameinuð á ný!

Sundabakka"hlekkurinn" segir líka allt gott, Sigurður Grétar fetar í fótspor pabba síns og stóra bróður og er að vinna á Baldri og Inga og Jónas eru alveg að komast í langþráð sumarfrí!!

Sumarkveðja, Bogga, Steini og börnin.


Eftir þjóðhátíð

Kæru vinir

Það ber helst til tíðinda héðan úr Garðarstrætinu eftir þjóðhátíðardag  að verkefni sem ég hef haft eilítið undir höndum undanfarnar vikur lauk í fyrradag17. Júní  með 600 manna fundi í Austurbæ (Óli bróðir hjálpaði smá til).

Er búin að vinna að undirbúingi stofnun félgas um framtíð Íslands, maður má ekki hugsa smátt, sem endaði svona glimrandi vel. Kíkið á slóðina.http://www.framtidarlandid.is/ og tékkið á hvernig ykkur lýst á. Geri ráð fyrir skiptum skoðunum J

En annað skemmtilegt. Óli bróðir vann áhorfendaverðlaun Grímunnar fyrir leikritið Hafið bláa í Austurbæ. Allir að sjá Hafið bláa í haust. Flottasta sýning “ever” tilnefnd til þrennra Grímuverðlauna og fékk ein !!!!  Jónsi og Selma og Matti í Pöpunum og ég veit ekki hvað með í leiknum………

 

Kveðja

Ása pjása


Þjóðhátíðardagur

Jæja.

Þá er hann á morgun, blessaður 17. júní. Hér á Akranesi verða hefðbundið hátíðarhöld. Fánahylling, kökuhlaðborð, messa, sirkus, Kaffibrúsakarlarnir (veiii) 

Ég verð ekki fjallkonan í ár, röðin hlýtur samt alveg að fara að koma að mér. Ég myndi bara fara með; Nú er frost á fróni...ákaflega vel viðeigandi (þið greinið kannski örlitla veðurgremju þarna). Liðið á samt fulltrúa þar sem Eyrún Jónsdóttir sýnir dans í félagi við sinn danshóp. Þær eru frábærar. Nylon-stelpurnar koma svo í skugganum af þeim....o.fl.

Magni (bráðum ofboðslega frægi) og félagar spila á inniballi um kvöldið.

Gleðilegan 17. júní.

Kv. Fjóla, verðandi fjallkona - eða fjallmyndarlega


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband