Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
24.5.2006 | 15:54
Suðrænt og seiðandi
Góðan og blessaðan daginn.
Við Helga Sess erum að fara í loka-saumó. Þemað er (í tilefni dagsins) "suðrænt og seiðandi". Haldið þið ekki að norðanáttin gefi eftir þegar við veifum strápilsunum og marglitu kokteilunum?
kv. Fjóla
23.5.2006 | 21:22
Hvað er í gangi með þetta veður??
Greip Möggu á hnjánum á eintali við Guð í dag og heyrði þetta:
"Ræður þú þessu, góði Guð?
Gerir þú þennan ófögnuð?
Að fylla heiminn af frosti og hríð,
finnst þér þetta ekki bölvuð tíð?
Í MAÍ!! "
Nei, ég var að grínast, þessi vísa er víst eftir Þuru í Garði - en jafngóð samt. Það hefur heyrst að það standi til að slá þessa Dalbæinga af, þeir séu hvort sem er orðnir svo gamlir.........spá ekki sumri fyrr en eftir sjómannadag!!
Kv. Guðný í sumarskapi.