Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
20.8.2006 | 20:58
Mynd ársins!
Þekkir einhver þetta barn sem stendur þarna glaðbeitt með forsetahjónunum? Og, afhverju er Dorrit með plástur á nefinu??
Kv. G.Ól.
20.8.2006 | 10:58
Ferðalag
Sæl og blessuð. Ég ætla að deila með ykkur gærdeginum - hann var öðruvísi!
Við Magga brunuðum austur í Hólabrekku í fyrrakvöld til að stytta okkur aksturinn í gær. Hólabrekkuhjónin voru í harmonikkuferðalagi - rútuferð, þannig að við höfðum jeppann þeirra til afnota, enda bíllinn minn bilaður (Subaru sem aldrei bilar!!) og Atli á þeirra bíl í Reykjavík. Nú, við skriðum undir dúninn og sváfum eins og englar til morguns, tókum svo daginn snemma og brunuðum austur í Egilsstaði. Begga var vöknuð og búin að hita kaffi handa okkur, svo við stoppuðum þar og tókum hana svo með okkur til Fáskrúðsfjarðar, þangað sem ferðinni var heitið, á jarðarför Skafta Atlasonar, tengdasonar Þóru og Eika. Jarðarförin var afar fjölmenn, okkur sýndist nánast hver einasti Borgfirðingur mættur ásamt fjölda vina og ættingja, alls eitthvað á þriðja hundrað manns! Erfidrykkja á eftir, síðan var aðeins tekið hús á tengdó áður en við brunuðum í Egilsstaði. Við ákváðum að notfæra okkur að vera fararstjórar - kallalausar - og fara gömlu leiðina um Möðrudalsöræfin og kíkja í Fjallakaffi á heimleiðinni. Begga kom með, enda var hún með miða á tónleika (með Möggu Stínu) sem voru þar í gærkvöldi. Í Möðrudal duttum við inní rosalegustu veislu sem haldin hefur verið lengi austan heiða, hluti af Ormsteiti. Fullt, fullt af fólki mætt, mörg tjöld og margir bílar. Í boði var alls kyns heimagerður matur, hangikjöt af misgömlu fé, steikt lamb af öllum stærðum og gerðum ásamt flatbrauði og og og..........VÁ! Begga bauð okkur í mat, dásamleg kona hún Begga! Eftir að hafa kýlt vömbina héldum við áfram í Hólabrekku, renndum við í Jarðböðunum í Mývatnssveit og ákváðum að drífa kallana með okkur þangað fljótlega! Siggi og Hjörvar sóttu mig svo í Hólabrekku um tíuleytið, en við skildum Möggu eftir eina enda Atli og Dagur væntanlegir fljótlega.
Svo mörg voru þau orð.
Hvað segið þið annars? Hvernig voru Danskir dagar í Hólminum? Danskir?? En Írskir dagar á Akranesi? Spænskir?
Kv. Guðný
15.8.2006 | 12:27
Magga með svuntu....
....á Vísir.is Tekur sig voðalega vel út
Kv Ása Björk
10.8.2006 | 13:24
Jóhannes Þór hefur litið dagsins ljós !
Víkingurinn þeirra Hjörleifs og Önnu er kominn í heiminn. Það gerðist kl 7 í morgun. Að sögn förðursins snéri hann rassinum í heiminn og var því tekinn með keisaraskurði. Anna er hress og drengurinn fílhraustur. Hann hefur fengið nafnið Jóhannes Þór í höfuðið á langafa sínum. Stærð Jóhannesar er ein sú mesta sem heyrst hefur um í Brekkufjölskyldunni. Hann er 18 merkur og 55 sentimetrar, sem sagt næstum því jafn stór og mamma sín.
Kveðja
Ása Björk
10.8.2006 | 01:10
Er ekkert að gerast?
Langar í fréttir!
Bara eitthvað........bakstur skírnartertu.........verslunarmannahelgin........nýjir Jörfaliðir..........ferðalög...
Hér á bæ er undirbúningur villibráðarveislu í algleymi, gestakokkurinn Skúli Pé að útbúa "carpaccio" úr rjúpu og hreindýri o.fl. o.fl. Fjölmenn veisla hér á bæ annað kvöld, árleg upphitun fyrir fiskidaginn mikla!
Kv. Guðný
4.8.2006 | 09:21
Ríkisstarfsmenn
Ríkisstarfsmenn eru margir hverjir óánægðir með nýtt netfangakerfi hjá
ríkinu. Það er víst þannig að notaðir eru 9 stafir, svo att-merkið og nafn
viðeigandi stofnunar. Stafirnir 9 eru:
Þrír fyrstu úr fornafni starfsmanns,
svo þrír fyrstu úr föðurnafni/eftirnafni
og svo þrír fyrstu stafirnir úr starfsheiti.
Heyrst hefur að Rúnar Karlsson, sérfræðingur sé hættur.
-----------
G.Ól. (guðólakenn....)
ps. Helga mín, til hamingju með ömmutitilinn - er komin heimasíða?
31.7.2006 | 00:27
Tónleikar í Bræðslunni
Tónleikarnir í Bræðslunni á Borgó voru frábærir. Guðný, Magga og fleiri fóru þangað rétt áður en dyrnar voru opnar og hlupu í átt að sviðinu til að fá besta útsýnið. Þegar þær höfðu kastað mæðinni þá tóku þær eftir því að það voru um 6-7 hræður mættar fyrir utan þær. En þær náðu góðu plássi sem þær geymdu fyrir hina jörfalingana.´
Heiðar byrjaði sýninguna með hópefli fyrir Magna bróður sinn, allir hrópuðu "áfram Magni", eða eitthvað álíka, og félagi Heiðars tók það upp á myndband, ágætis framtak það. Emilianna Torrini kom næst og stóð sig með stakri prýði, söng eins og engill og heillaði alla upp úr skónum. Hún hafði svo mikið aðdráttarafl að hún náði að draga þokuna inn fjörðinn, sennilega til að "paparazzi" ljósmyndararnir næðu ekki myndum af henni úr þyrlunum. Hún fór einnig með gamanmál á milli laga og fór með falleg orð um allt og alla.
Næst tók við 30 mínútna spunaleikrit hjá róturum Belle and Sebastian, það heppnaðist ekkert sérstaklega vel en í því mátti sjá 4-5 karlmenn labba um sviðið, taka burtu hljóðfæri, setja ný í staðinn, tengja snúrur, segja "one, two" í hljóðnemana og stilla gítarana.
Belle and Sebastian tróðu svo upp með miklu fjöri og frábærri tónlist. Þau tóku einna helst lög af nýjasta disknum sínum "The Life Pursuit" en einnig gamla slagara. Gleðin skein úr andlitum þerra og þau voru dugleg að skipta um hljóðfæri, taka skosk dansspor og þau tóku ekkert aukalega fyrir það. Þau hrósuðu öllum og öllu í hástert og þau skemmtu sér svo vel þessa daga á Borgó að þau voru næstum því búin að gleyma því að þau ættu að spila þarna um kvöldið.
Tónleikunum lauk um eittleytið og þá gengu allir út í þokuna. Sumir fóru að sofa en langflestir kíktu á lífið utandyra.
Óli Helgi.
31.7.2006 | 00:20
Gaman, gaman
Fjóla mín, þessi er sérstaklega til þín frá okkur
Hörkustemmning á tónleikum, fleiri myndir síðar!
Guðný - húsráðandinn!
26.7.2006 | 19:05
Vantar far....
23.7.2006 | 12:23
Brúðkaup Lilju og Svavars
Maður er enn í hálfgerðri sæluvímu eftir yndislegt brúðkaup í gær. Gifting í Húsavíkurkirkju (nyrðri) og veisla að Breiðumýri á eftir. Fullkominn dagur - athöfnin...brúðhjónin...börnin...maturinn...ballið.... allt í toppi.
Ballið varð pínu "lókal" um tíma, við fengum hljómsveitina (þ.e.a.s. Magga!) meira að segja til að spila dararamm diririrí
Skagasystur þurftu engar verkjatöflur í gær, veit ekki um daginn í dag......
Erum á austurleið aftur í fyrramálið - hlakka rosalega til þegar Jörfaliðar flykkjast í fjörðinn fagra á tónleika um næstu helgi!!
Kv. Guðný.