Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
24.9.2006 | 11:20
Afmælisbörn mánaðarins
Til hamingju með afmælin ykkar, elsku frændur og frænkur:
Helga Öra 21., Helga Sess í dag og svo Ýmir og Lára Hlín á fimmtudaginn!
Vonandi eruð þið öll hress og kát sem aldrei fyrr
Verum dugleg að hugsa upphátt á blogginu,
Guðný.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2006 | 13:54
Magni á leiðinni út í "Singstar"
Vinir og fjölskylda | Breytt 18.9.2006 kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2006 | 00:02
Berjaljós eða berja ljós?
Eftir veðurspána í fyrrakvöldi hentist ég út í garð á bleikum gúmmítúttum, í neongrænni flíspeysu og með skærappelsínugula flíshúfu á höfðinu. Með risastórt plastsigti og skærin að vopni réðist ég á rifsberjarunnann minn sem stendur lengst inni horni á garðinum, bak við risastór grenitré. Hann er eiginlega svo afskekktur þessi runni að við uppgötvuðum hann ekki fyrr en í fyrrahaust, rúmu hálfu ári eftir að við fluttum.
Í þessari múnderingu klippti ég rifsberjastilka með fagurrauðum berjum eins og ég ætti lífið að leysa. Skaust svo aðeins inn að fá mér snæðing en þegar ég kom út aftur var bara komið myrkur og ekki hægt að sjá handa sinna skil. Nú voru góð ráð dýr því ekki var hægt að láta verðmætin fara til spillis.
Mundi ég þá eftir litla ljósinu sem ég keypti í London... http://www.hannyrdir.is/netverslun/scripts/prodView.asp?idproduct=194 húkkaði ljósið í úlpuna mína og paufaðist aftur út í runna. Þetta gekk ágætlega en svo fann ég út að miklu sniðugra var að festa ljósið í sigtið, hafa sigtið á jörðinni og láta ljósið lýsa undir runnana, svo stilkarnir sæjust betur. Ég tók reyndar bara auðveldustu greinarnar (hætti mér ekki alveg inn í frumskóginn) en með þessu móti gat ég tínt ber til kl. 22 (RockStar byrjaði þá).
Ég er nú ekki alveg klár á hvað nágrönnunum hefur dottið í hug, hafi þeir litið út í garð, en afraksturinn var alveg þokkalegur... 2,7 kíló af rifsberjum og ballið bara rétt að byrja. Tíndi svo fjögur kíló af sólberjum eftir vinnu í dag og hófst því kóngahlaupsframleiðslan fyrir alvöru í kvöld.
með berjakveðju í bili
Sigrún
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.9.2006 | 09:18
Í höfðuborginni
Hæ
Horfði á Magna í gær og fannst hann vera algert æði. Drengurinn er ótrúlega flottur. Svo er líka alltaf gaman að sjá að það eru til fleiri og meiri dramadrottningar en ég sbr dverginn sem er með honum. Held að hún sé líka meira að segja minni en ég. Alla vega.... það gengur vel hjá okkur drengjum hér í höfuðstaðnum. Ég er byrjuð í vinnu í HÍ sem mér líkar mjög vel í. Er að vinna á kennslumiðstöð Háskólans með mjög ljúfu fólki. Er í marþættum verkefnum s.s. halda námskeið um vefumhverfið og annað tengt upplýsingatækni, vinn að þróun fjarnámsins, reikna úr krossaprófum o.fl. Tempóið hér er ansi ólíkt því sem ég á að venjast frá fyrri vinnustað þar sem allt átti að gerast í gær, hér gerast hlutir svona meira í fyrradag og enginn að stressa sig á því. Hjóla til og frá (samt ekki í spandexgalla) og finnst það frábær ferðamáti. Eyvindur er í Vesturbæjarskóla og líkar mjög vel. Hann er búinn að eignast vini og leikur sér úti eins og hver annar vesturbæingur eftir skóla. Hringir samt ennþá stundum í mig og biður mig að sækja sig þar sem hann rati ekki heim. Frekar fyndið þegar hann hringir úr næstu götu. En þetta kemur allt saman. Hann þrætir fyrir það að vera vesturbæingur en segist vera miðbæingur. Skarphéðinn er ennþá að bjarga heiminum - hefur þó snúið sér meira að landsmálunum og ætlar að hasla sér völl á sviði rokksins eins og Magni frændi hvar hann er farinn að spila á bassa í einhverri hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir (eins gott að hann lesi þetta ekki). Um æðrulausa miðbarnið mitt getið þið lesið hér í bloggi á síðunni. Hann er ótrúlega duglegur og lætur vel af sér þarna í langtíburtistan. Ég er semsagt á hjóli hér í miðbænum þannig að ef þið eruð á ferðinni og langar að skella ykkur á kaffihús eða bara koma í gamaldags heimsókn þá látið okkur miðbæjarrotturnar vita.
Kveðja, Ása pjása
7.9.2006 | 00:57
Onei, ekki að ræða það!!
Jörfavefurinn er sko ekkert á leið í gröfina. Ég var að horfa á hann Magna okkar í Brekkubæ fara á kostum - kominn í úrslitaþáttinn þessi elska!! Einn af fjórum bestu í heiminum (getum við ekki sagt það?)
Mér leiðist ekkert að segja frá því að hann sé nú frændi minn! Rosalega væri nú gaman að fá frí í vinnunni næsta miðvikudag, renna austur eftir vinnu á þriðjudag og vera með í partýinu í Fjarðarborg! Einhver með?
Einn léttur svona í tilefni dagsins:
Langferðabíll er á leiðinni til Akureyrar með fullan bíl af eldri dömum.
Það er slegið létt á öxl bílstjórans af lítilli, gamalli konu sem spyr hann
að því hvort hann vilji fá handfylli af hnetum.
Þar sem bílstjóranum þóttu hnetur ekkert vondar, tók hann glaður á móti
þeim, og hakkar í sig hneturnar.
Eftir um það bil korter er slegið á öxl bílstjórans og er það aftur litla,
gamla konan og spyr hann hvort hann vilji fá eina handfylli af hnetum í
viðbót.
Hann tekur tilboðinu og nýtur þess að borða hneturnar sínar.
Þetta endurtekur sig fimm sinnum þangað til bílstjórinn spyr litlu,gömlu
konuna að því hvort að hún og hinar eldri dömurnar vilji ekki heldur
sjálfar borða hneturnar sínar.
"Við getum ekki borðað þær, því við höfum ekki tennur til þess" svarar hún.
"En afhverju kaupið þið þær þá???" spyr bílstjórinn forviða.
"Jú sjáðu til; við elskum nefnilega súkkulaðið sem þær eru húðaðar með"
svarar litla, gamla konan.
híhíhíhí
Kv. Guðný
5.9.2006 | 22:22
Jörfavefurinn látinn ?
29.8.2006 | 13:16
Óli Gústa gerir það ekki endasleppt !!
Óli Gústa verður í þættinum 6 til sjö, á Skjá einum í kvöld, nýjum sjónvarpsþætti í umsjón Felix Bergssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur.
Hann kemur frá París í dag kl. 15:30 og á að vera mættur í Skjá einn kl. 17:00 !!
Í þættinum eldar hann lamb frá Brekkubæ og verður Brekkubæjarfjölskyldan gestir þáttarins.
Hægt er að kaupa kjöt beint frá Brekkubæ: http://austurlamb.is/tmp.php?sida=103
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2006 | 11:22
Einn af Danmerkurförunum
Jæj, þá er ég mættr til Danmerkur - nánar tiltekið Uldum, þar sem ég mun vera í vetur.
Skólinn sem ég er í heitir Uldum-Hojskole og er á norður jótlandi. Þetta er 1100 manna bær og kann ég bara mjög vel við það sem ég hef séð!
Hérna eru 7 íslendingar, þar á meðal Eyrún Hrefna, borgfirðingur og kærastinn hennar, þannig að maður þekir allavega eitthvern hérna!
Skrifa kanski meira þegar líður á dvölina...
Kv. Sigurður Grétar
24.8.2006 | 21:28
Kokkurinn í Frans....
Alltaf gaman að fá fréttir af heimshornaflökkurum Jörfaliðsins. Óli Gústa var í viðtali í Svæðisútvarpinu í kvöld en hann vinnur þessa dagana á frönskum veitingastað, eins og sum ykkar kannski vita. Þokkalegasti staður að sjá! Það skal tekið fram að ég ber enga ábyrgð á þessu viðtali......er í sumarfríi!
Viðtalið er hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/egilsstadir/?file=4289465/12
Kv. Gústi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2006 | 09:24
Ecuadorfarinn
Jæja þá er það að bresta á að ég fari frá landi og vildi ég bara benda á að ég verð með smá blogg frá útlandinu á http://www.blog.central.is/stebbibjartur þannig að hægt sé að fylgjast aðeins með hvað er að gerast hja mér og vona ég að allir eigi eftir að hafa það gott á klakanum meðan að ég verð úti að spóka mig í sólinni.
Kv. Stefán Bjartur