Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
27.10.2006 | 22:46
Ecuadorbúinn
Jaeja thá er madur búinn ad vera hérna í Machala í 2 mánudi í dag og er búinn ad hafa thad alveg aedislega gaman, eg er búinn ad gera marga skritna hluti og flestum hlutum segji ég frá á bloggsídunni minni ( http://www.blog.central.is/stebbibjartur ). En eitt mjog undarlegt upplifdi ég í gaer thegar ad ég var á rollti med vinkonu minni, gengum vid framhjá manni sem ad lá sofandi á gotunni og er thad mjog algengt hérna ad fátaekt fólk geri thetta hérna nema thad sem ad var óvenjulegt í thetta skiptid var thad ad thessi madur var med buxurnar nidrum sig og skaufann úti, fannst okkur thetta frekar ógirnilegt en hlógum nú samt af thessu.
Kaerar kvedjur til allra Stefán eda Estefan eins og ad ég er kalladur hérna.
23.10.2006 | 22:40
Söngur og sæla
Við Bjarki vorum í Gamla Jörfa um helgina. Fórum á Borgarfjörð á laugardagsmorgun og til baka á sunnudag. Snjóföl á Vatnsskarði og norðaustan áttin á sínum stað!
Við karlakórsmenn héldum tónleika í Fjarðarborg á laugardagskvöld og árshátíð/ball á eftir. Nokkrir eldhressir Borgfirðingar kíktu á ballið, aldeilis ljómandi gaman. Og alveg yndislegt að gista í Gamla um nóttina.
Hér er hvít jörð og 3ja stiga frost.....
Kv. Gústi.
18.10.2006 | 10:09
Haustferðin mikla
Eg er voða mikið að reyna að setja inn myndaalbúm frá Borgarfjarðarferðinni miklu í síðustu viku. Það gengur bara ekki vel. En, reynum áfram....
Kveðja - Óli Stef.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.10.2006 | 11:37
Til hamingju með afmælið Gúsi.
Ertu byrjaður að undirbúa fimmtugs (50 !!) (fimmtíu ár)afmælið þitt ?? Ekki seinna vænna.
Kv./ÓA
13.10.2006 | 23:01
Gestir í Jörfa.
10.10.2006 | 22:39
Sir Cliff...
Ég á líka miða liggaliggalá (loksins). Verð upptekin þann 28. mars nk.
Allt mömmu á kenna. Hún lét mig horfa á hann í Júróvíson nítjánhundruðogeitthvað. Því væri mátulegt á hana að koma með mér.
Frumburðurinn þarf sennilega áfallahjálp. Var gerður út til að ná í miðana og sölumaðurinn sagði: "góða skemmtun" og drengurinn er búinn að vera í losti síðan.....:"hann trúði virkilega að ÉG væri að fara" .
Kv. Fjóla Ásg
8.10.2006 | 20:07
Ég skal blogga.....
Góða kvöldið kæru ættingjar. Nú skal ég henda inn nokkrum línum - við fjölskyldan hér í Þrastarhóli vorum að koma heim eftir ánægjulega dvöl á Akranesi. Fórum þangað til að líta eftir frumburðinum sem virðist vera að pluma sig vel þrátt fyrir sáran aðskilnað frá fjölskyldu sinni Hann er sem sagt " a live and well" Fjóla systir sér um að gefa honum að borða og er hann að sjálfsögðu komin með matarást á henni - ekki skrýtið!! Er að fara að sækja um skólavist í fjölbraut á Akranesi eftir áramótin, þannig að líklega er hann ekkert á heimleið alveg á næstunni. Nú í þessari ferð lentum við í gríðarlegri afmælisveislu þar sem verið var að halda upp á 1. árs afmæli Katrínar Fjólu Ásgeirsdóttur, þetta var svona smá boð.... líklega voru þarna mættir á milli 30 og 40 manns og veitingar ekki af lakara taginu. En afmælisbarnið tók þessu af stóískri ró eins og hennar er von og vísa, virkilega kosturlegur krakki hún Katrín Fjóla. Í veisluna mætti líka Arnbjörn Ingi Grétarsson - hann er nú með meiri krúttum sem fæðst hafa held ég bara - lítill vökustaur sem hjalar og brosir út að eyrum. Endilega kíkið á þessa yndislegu og krúttlegu ættingja okkar á Barnalandi, þau eru náttúrulega óhemju lík mér í allastaði, sæt - góð- skemmtileg og indæl...
Annars gengur lífið hér sinn vanagang, Ída og Dagur í sínum skóla og gengur bara vel, Dagur heldur áfram í sínu harmónikkunámi og hefur bara náð góðum tökum á því - eflaust endar hann sem mikill harmónikkusnillingur Nú og svo stöndum við hjónin ... ja.. eða kannski aðallega Atli... í því að byggja við - erum að reisa sólskála hér við húsið sem á að hýsa heitan pott og eitthvað fleira. Potturinn reyndar kominn upp og búið að prufukeyra hann... hitt kemur svo með kalda vatninu. Við erum svo á leið til Dublinar innan tíðar, höfum nú reyndar komið þangað 2x áður - en þá rötum við bara betur á pöbbana. Jæja.. læt þetta gott heita í bili. Tek undir með Guðnýju - verum dugleg að henda inn nokkrum línum hér - það er svo gaman að fá að vita hvað þið eruð að brasa. Kveðjur góðar úr Þrasthóli - Magga Á.
8.10.2006 | 17:25
Hvernig væri að "blanda geði"?

Jæja........177 heimsóknir á síðuna í vikunni, eitt blogg og tvö komment?
Við vorum MIKLU duglegri að blanda geði þegar kerið var og hét - ekki vera feimin við að smella inn einhverju bulli . Vita ekki örugglega allir hvernig á að logga sig inn?
Ég sakna ykkar!!
Kv. Guðný.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2006 | 10:11
Er enginn á austurleið?
Er enginn á leiðinni austur á næstunni? Vetrarfrí í skólum eru t.d. dásamlegt tækifæri til að nýta sér þá dýrð sem við höfum aðgang að í Gamla-Jörfa. Ég lendi í því sama og í fyrrahaust að vetrarfríið mitt er á sama tíma og staðlota í KHÍ, 23. til 25. október. Er að vinna í því að ná Sigga og Hjörvari með suður, veit ekki hver niðurstaðan verður úr því. En við erum staðráðin í því að reyna að ná "langri helgi" í Gamlanum einhverntíma í haust/vetur, þótt það verði ekki í vetrarfríinu.
Svo ég vitni enn og aftur í StórÓla þá skrifaði hann 8. nóvember í fyrra:
"Við fórum og gistum í Jörfa í tvær nætur. Það
var yndislegt að hlusta á suðið í Sóló og vaggið í öldunum. Við skiptum um
gír, hjartað hægði á sér og blóðið rann hægar en venjulega. Það er
mannbætandi að dvelja þar."
Það er yndislegt að skreppa austur á veturna "þegar enginn er", öðruvísi yndislegt en þegar maður hittir alla skemmtilegu ættingjana. Kyrrðin og rólegheitin eru með eindæmum!
Jæja, best að reyna að snúa sér að blessuðum bókunum, þetta er ekki sniðugt lengur
Kv. G.Ól.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2006 | 10:04
Kóngahlaup - vegna fjölda áskorana
Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að gefa ykkur örlitla hlutdeild í móðurarfinum mínum, en það er uppskriftin af Kóngahlaupinu sem ég lýsti svo fjálglega hér fyrr í september. Vegna fyrirferðar uppskriftarinnar og hæversku og lítillætis undirritaðrar ætla ég að bara að pota henni í athugasemdirnar svo forsíðan verði ekki alveg undirlögð af dönsku gúmmulaði
kv/Sigrún