Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
24.11.2006 | 13:29
Jólahlaðborðin
Jæja.
Þá er það fyrsta jólahlaðborð ársins í kvöld (á ekki von á nema einu til viðbótar). Á matseðlinum sá ég m.a. "sleðadregið hreindýr". Haldið þið að það sé óhætt að bragða á því? Ég er að reyna að ímynda mér hvers konar hreindýr það muni vera.
Kv. Fjóla Ásg - með vatnið í munninum
21.11.2006 | 22:44
Matreitt í Lúxemborg
Jörfaliðið á sinn fulltrúa á Heimsbikarmóti matreiðslumanna sem nú stendur yfir í Lúxemborg. Óli fór með íslenska landsliðinu sem annar af tveimur aðstoðarmönnum.
Meira hér: www.chef.is
Kv. Gústi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.11.2006 | 10:24
Stefán í Ekvador
Sæl öll.
Hann Stefán Bjartur er með fjölda heimsókna inná bloggið sitt á hverjum degi og er ánægður með það. Honum finnst hinsvegar mjög leitt hve fáir kommentera og láta vita af sér á ferðinni á síðunni. Hann er langt í burtu og það að fá kveðju að heiman er ómetanlegt.
Kveðja til ykkar allra, Ása Björk
20.11.2006 | 17:47
Helga Ara er úti í kuldanum þótt það sé sól í Noregi
Takk fyrir ljúfar afmæliskveðjur, grjónin mín.
Ólara, kíktu í gestabókina, þú verður að reyna að hjálpa stóru systur að komast aftur inn í hlýjuna til okkar!
Og greyin mín - skellið nú inn smá bloggi. Hvað á að baka margar sortir í ár? Er búið að hanna jólakortin í ár? Ég veit að Magga er komin vel á veg í hönnuninni. Laufabrauð hjá Norð-austurdeildinni um helgina, fréttir og myndir af því eftir helgi.
Anna og Hjölli - er ekki alveg að koma blogg frá ykkur?
Verið ekki svona feimin, það fer ykkur ekki vel!!
Kv. Guðný ráðríka (enda orðin eldri)!!
Ps. Haldið þið ekki að hann Lauji (Laugi......Laui.....eða bara Guðlaugur!) í Odda sé dáinn, þið vitið Lauji og Laufey í Odda, fyrir aftan Ingibjörgu og Dóra í Odda. Pabbi Baldurs í Sólgarði.....
19.11.2006 | 14:34
Hún á ammælídag......
Yngsta barnið í Jörfa á afmæli í dag!
Hún er fædd 1960, ber aldurinn vel, er ern og hress og hefur góða fótaferð.
Sjónin svolítið farin að daprast en hún heyrir vel!
Til hamingju með daginn Guðný mín!
Kv. Gústi.
Nýleg mynd af afmælisbarninu......
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2006 | 20:34
Kveðja frá Stebbý


Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2006 | 16:20
Í dag, mánudaginn 13. nóvember, hefði hann pabbi orðið sjötugur, hefði hann lifað.
Á þessum tímamótum langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum.
Óli Ara.
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.12.2006 kl. 17:43 | Slóð | Facebook
9.11.2006 | 20:03
Hún mamma mín...


7.11.2006 | 19:59
Einu sinni var - á Borgarfirði
Ég var að horfa á þá skemmtilegustu bíómynd sem ég hef séð lengi! Stuttmynd eftir Hafþór Snjólf Helgason með myndefni Helga Arngrímssonar og Guðlaugs Ingasonar. Gamlar myndir frá Borgarfirði, alveg frábærar!
Mamma að versla í Kaupfélaginu, Pabbi að koma af sjónum, Diddi á gamla Scout jeppanum, Grímur að selja egg í Árnabúð, Alli á Grund í heyskap, Fjarðarborg í byggingu, frystihúsið á fullu, síldarsöltun o.fl.
Kv. Gústi.
--------------------
Fréttin á borgarfjordureystri.is:
http://www.borgarfjordureystri.is/index.php?pid=3&cid=345
Slóðin á myndina:
http://hi.is/~hsh2/svipmyndirBGF.wmv
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.10.2006 | 21:58
Danmörkin!
Jæja, þá er ég búinn að vera hér í rúma 2 mánuði og kann bara rosalega vel við mig hérna! Skóinn er frábær, og ég hef verið í kór, hljóðstúdíói, hljómsveitum, matreiðslu, jóka, dönsku, og mörgu fleyra.
Eftir 2 vikur fer ég svo til Fraklands í skólaferð og hlakkar rosalega til þess!
SVO er það aðal spennan! þegar ég kem aftur hingað eftir jólin verður farið beint í flug aftur með 18. vinum mínum, og þá til Kenýa, þar sem til stendur að halda áfram til Tanzaníu í 18 daga, og þar verður farið í landsbæ, þar sem við verðum að kenna ensku og fl. Jafnvel förum við í fjallgöngu á Kilimanjaro og jafnvel líka til Zanzibar! Þetta er allt saman rosalega spennandi og hlakkar mig svakalega til! :D
Eftir Tanzaníuna fer ég aftur til Uldum og verð þar til mars og skrifa nú örugglega aftur fyrir þann tíma! :D