Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jólakveðja úr Skerjafirði

Flug til Borgarfjarðar Eystri 2006 014 Gleðileg jól gott fólk og hafið það nú gott yfir hátíðarnar.

Myndin sem fylgir er tekin síðasta sumar á flugi til Borgarfjarðar Eystri. Myndin sýnir yfirflugstjórann Stefán Óla í smá pásu.

Kær kveðja, Óli Stef, Tedda og Stefán Óli.


Jólakveðja 2006

JólakveðjaKæru vinir, við sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur til ykkar allra, nær og fjær.  Þökkum allar góðar stundir á árinu sem er að líða. 

Akraselirnir


Lýst er eftir fyrriparti.

Kannast einhver jörfungur við þennan seinnipart og lumar á þeim fyrri?

 

Liggur flatur lífs á braut

líkt og skata hrá og blaut.

 

Hjálp.

HHS 


Jólarjúpan

Jæja, nú er jólarjúpan komin í hús og bíður þess í frystinum að verða afklædd og hanteruð eftir uppskrift frá kokknum.  En hvaða kokki?  Það eru margir misgóðir "meistarakokkar" í Jörfaliðinu, enda matur og mikil matarlyst í genunum okkar.  Nú langar mig til að fá uppástungur um hvernig best væri að matreiða jólarjúpuna í ár. Við erum afar opin fyrir nýjungum og langar að prófa eitthvað nýtt, ég er löngu búin að uppgötva að rjúpa er alltaf rjúpa þótt við notum ekki alltaf uppskriftina hennar mömmu (sem er nú samt best!Wink)

Hvað er annars í jólamatinn hjá ykkur? 

Óli Gústa, hvað myndir þú t.d. gera við rjúpuna?

Kveðja úr kortastöflunum,

Guðný.


Sjáið þið hvað ég fann!

Var að vafra á netinu....og rakst á þennan fjallmyndarlega jólasvein. Mér fannst ég kannast við manninn, en vissi ekki að viðkomandi væri svona listfengurCool. Konuna kannast ég hinsvegar ekkert við!

Kv. G. Ól.

steini


Aðventuljósið okkar allra!

adventuljos

Sæl öllsömul!

Aðventuljósið í stofuglugganum í Gamla-Jörfa skipar alltaf fastan sess á meðal jólaljósanna á Borgarfirði. Enda er mynd af því á Borgarfjarðarvefnum eins og venjulega.

Hlýjar manni óneitanlega um hjartaræturnar!

Kv. Gústi.     


Byrjuð að baka - en hver ákvað þetta með seríurnar??

W00t  jújú, þannig er það nú. Ég er byrjuð að baka, búin að gera hina sívinsælu lakkrístoppa... þvílík andsk. uppfinning maður lefandi, en þeir tókust og börnunum finnast þeir góðir á bragðið og það er víst tilgangurinn. Svo slengdi ég í engiferkökur (held að þær heiti það) og amerískar súkkulaðibitakökur.. voða góðar, smjörkökur (sígildar) mömmukökur (enn meira sígildar) og svo er brúnkökudegið inni í ísskáp og bíður spennt eftir því að ég missi geðheilsuna við að breiða það út Devil

Ástæðan fyrir þessum gríðarlega baksturs dugðnaði er sá að ég byrjaði á því í gær að hengja upp jólaseríur og ég varð svo gríðarlega orðljót og geðstirð við þá iðju að ég fór bara að baka... og ég er ekki nærri því eins orðljót og geðvond við það og jólaseríurnar hanga hálflafandi hér niður úr gluggunum og bíða þessað Atli klári prófin og skúbbi þeim upp. Hann fær ekki þessa blótuveiki þegar hann setur upp seríur Blush ég bara skil þetta ekki alveg. Ég sem er í eðli mínu alls ekki orðljót kona, en bara missi það alveg þegar kemur að þessu seríudæmi... er til eitthvað við þessu? ha..? Ætli ég fari svo ekki bara að skrifa á jólakort á eftir.... skal lofa að missa ekki eitt blótsyrði á kortin.

Kær kveðja, Magga InLove 

 


Gústi vann !

gustiTil hamingju með myndagetraunina, Gústi minn!

Gústi var sumsé dreginn út í myndagetrauninni á Borgarfjarðarvefnum, fékk göngukort Whistling....

 Hvenær skyldu þeir frændur og félagar leggja í hann með kortin sín?

 

Kv. Guðný - held baráttunni ótrauð áfram, á ekki nýju útgáfuna af kortunum!


Afmælisdrengir...

Sindri Már átti afmæli í gær og Stefán Bjartur í dag.  Til hamingju strákar.

Kv. Fjóla og kó


Laufabrauðsumskurðurinn......

heitt laufabrauð!......hjá Norðurlandsdeild Jörfaliðsins fór fram í Þrastarhóli hjá Þresti, Bíbí og börnum í ár.

Þónokkur forföll voru á mannskap í ár, t.d. vantaði alfarið Húsavíkurarminn og Jörfaliðar á aldrinum 18-19 ára sáust ekki, en "smáfólkið" í hópnum, Dagur, Hjörvar og Ída Guðrún stóðu sig betur en nokkru sinni og settu þau persónuleg met í útskurði, hvort sem litið er á fagurfræðina eða afköstin. Dagur átti köku ársins, hann hannaði grímu sem sést á einni myndinni.

Afköstin í ár voru sem aldrei fyrr og munaði þar mestu um byltingarkennda hugmynd kennarans í hópnum sem sá fram á afkastaaukningu með því að fækka sporum umskurðarmeistaranna fram í búr, með því að hafa kökulagerinn í seilingarfjarlægð, sem og veitingarnar. Þó máttu menn stíga á fætur til að nálgast aðventudrykkinn góða og stollenbrauðið vinsæla og gátu menn fengið að tæma blöðruna í sömu ferðinni. 

Vaktaskipti voru síðan við steikinguna. Þótti áberandi hvursu viðkvæmur Rögnvaldur var fyrir hitanum á kökunum þegar þær komu úr pottinum eins og sést á einni myndinni í nýju albúmi, "laufabrauðsumskurður 06".  Wink

Að lokum voru hinar hefðbundnu flatbökur snæddar í boðinu.

Kveðja úr jólasnjónum á Dalvík,

Guðný.

P.s. Siggi og Hjörvar Óli brunuðu austur á land í morgunsárið í fertugsafmæli Elvars mágs míns, dagurinn frátekinn í aðferðafræðiverkefni hjá minni - og obbolitla auka netnotkun....

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband