Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
8.3.2007 | 13:20
Smá vesen
Sæl
Ég er búin að vera í einhverju smábrasi að innskrá mig en nú dett ég hér inn eins og ekkert hafi í skorist. Gúrkutíð í fréttamálum þannig að....
Ég er að fara á árshátíð hjá Pennanum um helgina. Búin að kaupa mér kjól. Á von á því að vera kosin árshátíðardrottningin, þ.e. ef það verður svoleiðis kosning....já, ég keypti mér víst líka skó...og skinn (enginn búinn að fara og skjóta skinn handa mér). Svo er ég að fara í klippingu, lit og ljós. Sem sagt ekkert eftir nema skurðaðgerðir.
Kv. Fjóla Ásg
3.3.2007 | 12:38
Óli Jó
Hann gamli frændi, Óli í Melgerði, er áttræður í dag.
Óli er á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum og ekki alveg sáttur við það, vill auðvitað komast heim á Borgarfjörð, enda ekki líkt honum að hanga svona lengi aðgerðarlaus!
Hamingjuóskir til Óla frænda,
Guðný.
Ég tók þessa mynd af Óla í október 2004, heima í Melgerði.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2007 | 10:18
Dásamleg mynd
Sjáiði hvað ég fann á Borgarfjarðarvefnum! Frábær mynd, afar efnilegir og myndarlegir ungir menn. Gvöööð hvað ég hlakka til næsta ættarmóts - er það ekki næsta sumar? Þ.e. 2008?
2.3.2007 | 11:36
Pabbi 68.
Sko, ekki 68-kynslóðin heldur 68 ára afmæli í dag.
Ég heyrði í honum fyrir kl. 10 í morgun og þá var hann að skúra eldhúsgólfið. Svona er nú komið fyrir honum.
Kv. Fjóla Ásg
25.2.2007 | 22:19
Tímabært....
....að blogga smá.
Við hjónakornin ásamt Þresti og Bíbí úr Þrastarhóli vorum í matarklúbb á laugardagskvöldið. Á matseðlinum var eitthvað dularfullt: "Transmettað, reykt, steikt, andaði að sér svifryki í sveit, synti í menguðum sjó,lenti í síðan í höndum á fólki sem stráði allskonar menguðum kryddum yfir. Eldað með ósoneyðandi efni." Þetta reyndist vera áll, og fengum við hann bæði heitreyktan og einnig ferskan, steiktan á pönnu. Mjög sérstakur matur.....
Ída Guðrún er að fara á kostum þessa dagana í Leikhúsinu á Dalvík. Hún er í leiklistarvali í 10. bekk og eru þau búin að æfa og eru að sýna "Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt!" eftir Davíð Þór Jónsson. Ída leikur hana Lillu sem allt snýst um og er að standa sig rosaleg vel í þessu....sem og öðru sem hún tekur sér fyrir hendur!
Það er gaman að skoða snjómyndirnar frá Danmörku á síðunni hans Daníels Skíða. Þetta er greinilega alvöru, held þetta sé meiri snjór en hefur komið hér í allan vetur!
Að lokum smá vísnagáta - svar óskast!
Boðar mönnum messugjörð
mælir daga og stundir.
Vex um heiðar holt og börð,
höfð er pilsum undir.
höf. Ólöf Ó. Briem
Kveðja, Guðný.
20.2.2007 | 12:34
Ekkert hreindýr fyrir mig.
Mikið er veröldin grimm. Við pabbi vorum búnir að plana mikinn leiðangur í hreindýraveiði í haust, en nei nei, ekkert dýr.
Heimska lotto kerfi hjá umhverfisstofnun, það væri nær að láta menn kveðast á um veiðileyfin, eða glíma.
Kveðja - Óli Stef.
15.2.2007 | 10:13
Jörfaliðar rata víða.
Hann Ari Berg velur ekki alltaf auðveldustu leiðirnar í lífinu. Þegar hann var sextán ára þá ákvað hann að fara einn til Noregs og taka stúdentsprófið við norskan skíðaskóla. Núna er hann fluttur til Ástralíu þar sem hann mun búa næstu árin og stunda viðskiptalögfræði við Bond háskólann í Brisbane á austurströndinni (www.bond.edu.au). Við sendum honum okkar bestu kveðjur og óskir um gott gengi .
Tölvupóstur Ara og MSN er aberg2@hotmail.com
Síminn hjá Ara í neðra er +61 40 6583885
ÓA
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2007 | 15:15
Amma á Akranesi
Mig langar að senda Skagasystrum, mökum og afkomendum samúðarkveðju vegna fráfalls "Ömmu á Akranesi", hennar Siggu Steins sem kvaddi heiminn hægt og hljótt á föstudaginn (fimmtudag?), 92ja ára að aldri. Amma á Akranesi var líka amma allra í Melgerði, mamma Erlu, ef einhver veit ekki, Erla er semsagt móðursystir Viðars og Nonna Kalla. Sigga Steins var systir Sveinu á Hjallhól, mömmu Þóru.
Við hjónakornin vorum að koma heim úr Ytri-Vík, þar sem við erum búin að morra í sumarbústað um helgina. Afskaplega notalegt, mikil slökun í gangi, tölvan og námsbækurnar reyndar með í ferð. Erum á leið í afmæliskaffi til Guju, hún átti afmæli á fimmtudaginn 8. febrúar - til hamingju með það, Guja mín.
Kv. Guðný.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2007 | 11:51
Tómas er 16 ára í dag.
Til hamingju með 16 ára afmælið Tómas.
Síminn hjá honum er 00 47 93813538
ef þið viljið slá á þráðinn til hans.
Tómas í Tyrklandi um sl. áramót
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2007 | 14:56
Til hamingju Guðný.
Flott hjá þér Guðný. Við sópum að okkur verðlaununum í myndagetrauninni.
http://www.borgarfjordureystri.is/index.php?pid=62
Einnig til hamingju með nýja útlitið (á blogginu sko, Guðný hefur ekki farið í Extrím óverhalningu - ennþá). Takk Gústi.
Kv./ÓA.
P.s.
Steini, ég er búinn að finna stormjárnin. Þú verður að koma í Akrasel og ná í þau.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)