Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
4.4.2007 | 23:26
Smá nostalgía í Firðinum fagra
Fór austur á Borgarfjörð föstudaginn 30. mars, strax og við sluppum í páskafríið. Húsbóndinn ekki á lausu þannig að ég fór við þriðja mann, Hjörvar Óli og besti vinurinn, Björgvin Theodór fóru með. Já, og Ída Guðrún fékk far í Egilsstaði. Kíktum við hjá Beggu á leiðinni á Boggann. Það hefur greinilega verið MIKIÐ líf í Gamla Jörfa meðan "enginn" var þar í vetur, reyndar engin mús í gildrum en ógrynni af flugum á loftinu!! Eftir ryksugun og viðringu var Gamlinn eins og nýr - yndislegur, Þóra hafði kveikt upp í Sóló fyrr um daginn. Veðrið var ótrúlegt; hitinn rauk upp í 20° á laugardaginn, bálhvasst, en ótrúlega heitt. Sunnudagurinn var svipaður, hlýtt og hvasst en lægði svo á mánudaginn. Það er alltaf erfitt að yfirgefa Gamlann, en aldrei eins og núna; veðrið yndislegt og húsið dásamlegt. Þvældist mikið um, hitti fullt af fólki og tók fuuuullt af myndum og ætla að smella nokkrum hérna inn ef einhver hefur áhuga - ég veit að Fjóla vill allavega sjá þær
Mikið að gerast, m.a. verið að rífa tankana við bræðsluna, tveir farnir og sá síðasti á leiðinni. Einn afkomandi Döbbu í Sólvangi, Bjarnþór sonur Önnu Alla er byrjaður að gera upp gamla húsið innan við bræðsluna (Úraníu), við Sætún, rosa áhugasamur. Helga Björg fékk loksins sitt kaffi og gaf mér dásamlegan bútung með kartöflum og hangifloti í matinn í staðinn!
Ég finn það betur og betur hvað það er yndislegt að eiga athvarf þarna í þessari paradís sem Borgarfjörður er. Maður dinglar sér frameftir nóttu við "ekki neitt", sefur frameftir og eftir smá næringu og kaffisopa er farið út að labba; Álfaborgin/Björgin eða Fjarðarárbrúin verður gjarnan fyrir valinu, kíki aðeins í kirkjugarðinn og í kaffi hingað og þangað. Engin pressa af neinu tagi - afstressun og slökun í hæsta gæðaflokki. Nú, ekki spillir nýja sjónvarpið með DVD spilaranum fyrir, ekki slæmt að geta smellt Simpson eða einhverju öðru í spilarann þegar veðrið lætur leiðinlega eða lítið í sjónvarpinu og lesefnið búið....og enginn nennir að spila....
Fór til Fáskrúðsfjarðar á þriðjudaginn, kíkti í kaffi til tengdó og sótti Ídu. Brunuðum svo norður, pissustopp og kaffi hjá Gunnu eins og lög gera ráð fyrir, komin til Dalvíkur um hálftíu, þá var ég búin að keyra um 470 kílómetra þann daginn!
Sóló malaði þegar ég fór - bíður eftir Gústa og Möggu sem ætluðu á Boggann í dag - kannski verða einhverjir fleiri?
Kv. Guðný
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2007 | 15:30
Páskalambið
Sæl.
Núna eru mestar líkur á því að ég verði heima hjá mér um páskana amk í aðalatriðum. Fann 3 kg af Machintos óétin frá jólum þannig að það er til með kaffinu.
Eftir því sem ég best veit er allt í góðum gír, yngri deildin bíður eftir balli með "Á móti sól" á páskadagskvöld. Réttast væri að skella sér líka.
Annars ætla ég aðallega að liggja í leti.
Gleðilega páska,
Fjóla Ásg
27.3.2007 | 14:23
Auglýsing, afbragðsgóð leiksýning.
Austfirðingurinn Halldóra Malin Pétursdóttir sýnir í Austurbæ við Snorrabraut einleikinn sinn "Power of love". Frábært gamanleikrit eftir hana sjálfa. Hún er nýkominn heim úr leikferð um austur evropu, og gerði svona líka stormandi lukku.
Halldóra er trúlega frægust fyrir að trylla Borgfirðinga eystri með leikriti sínu "Úti bíður andlit á glugga" og hún er einnig stofnandi leikfélagsinns "Frú Norma" á Egilsstöðum.
Hörku leikhús fyrir 1500 kall, upplýsingar á midi.is og miðasölu Austurbæjar s-5514700
Kær kveðja - Óli the producer.
23.3.2007 | 23:15
Tólf stiga hitamunur!
Góðar stundir, Gústi.
19.3.2007 | 21:35
Hvernig er í Gamlanum um páskana?
Er pláss fyrir eina 3ja manna fjölskyldu af Mýrunum yfir hátíðarnar? Gústi og Magga verða þar, ekki satt? Fleiri?
Hjörleifur.
18.3.2007 | 14:32
Í dag....

17.3.2007 | 17:29
Hjá lækninum

14.3.2007 | 19:57
Jörfi á páskum
Sæl öll!
Miðgarðsfólkið langar til að dvelja í Gamla-Jörfa yfir páskana. Var einhver búinn að bóka?
Annars er komið vor, sól og blíða og ég heyri hávellukvakið úr Kerlingarfjörunni alla leið í Egilsstaði. Er það kallað heimþrá?
Kv. Gústi.
Ps. Það er kalt í Köben í febrúar!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.3.2007 | 15:27
Einbeitingarskortur...
...og athyglisbrestur hefur heltekið mig, þar sem ég sit og Á að vera að vinna verkefni um samfélags- og náttúrufræðikennslu !! Bogga, hvernig fórstu eiginlega að þessu?
---------------------------
11. mars í dag. Sigurjón Guðni Ólason frá Sólgarði/Melgerði á afmæli í dag. Sigurjón fæddist á 11 ára afmælisdegi Ella bróður síns þann 11. mars 1969 og var 11. barn foreldra sinna!! Þetta fannst mér alveg óskaplega merkilegt á sínum tíma. Useless information? Ég veit ekki......... Sendi allavega afmæliskveðju til þeirra bræðra, svona ef þið skylduð hitta þá eða heyra í þeim
------------------------------------------------
Að lokum smá grín fyrir okkur konurnar:
Q: Why do men whistle when they are sitting on the toilet?
A: It helps them remember which end they need to wipe.
Með kveðju, Guðný.