7.7.2010 | 17:11
9. - 11. júlí
Hæ og hó.
Hverjir verða í Gamla Jörfa um þessa helgi ?
Kærar kveðjur úr rigningunni á Húsavík
Lilja og co.
25.6.2010 | 16:03
Heyskapur
Millilenti í Gamlanum á leið í Lommann. Yndislegt sem aldrei fyrr að koma í húsið okkar, en lóðin var orðin mjög loðin og veitti ekki af slætti. Þungbúið og blautt á þegar ég kom í gærkvöldi, léttskýjað í morgun og þurrt, svo ég náði að slá.
Réði mér kaupakonu til að raka, heimasætan í Nýja-Jörfa leysti það verkefni með glæsibrag, mikil myndarstúlka þar á ferð.
Smelli inn nokkrum myndum eingöngu til að magna upp heimþrána í einhverjum
20.6.2010 | 15:52
Ljúfa lífið :o)
Fórum í unaðslega ferð suður á bóginn í síðustu viku. Fyrst íbúð í Sandavaði í þrjá daga á meðan tveir golfvellir á höfuðborgarsvæðinu voru teknir út og nokkrar búðir og bílasölur skannaðar og "fjárfest" í nýjum bíl. Síðan var það boð í sumarbústað á Suðurlandi, skammt frá Hellu. Meira golf spilað, heitur pottur reddaði aumum vöðvum eftir "golfbarninginn" og auðvitað mikið látið ofan í sig af guðaveigum og dýrðlegum mat.
Framundan er síðan austurferð hjá minni, fer í Gamlann á fimmtudag 24., og til Loðmundarfjarðar föstudag 25. og verð þar í eina viku. Mikil tilhlökkun í gangi!!
14.6.2010 | 14:04
18.-20. júní?
Verða einhverjir í Gamla-Jörfa dagana 18.-20. júní? Mig langar að panta gistingu þá daga og sýna Karítas draumastaðinn og flottasta hús á landinu! Svo spáir líka 27 stiga hita fyrir austan um helgina;)
Sólarkveðjur, Steinar Pálmi.
7.6.2010 | 11:36
Ekkert í fréttum ????


16.5.2010 | 21:45
Hittingur
Jæja kæra fólk.
Nú hefur nefndin setið sveitt að störfum frá í september. Mikið hefur verið fundað og skeggrætt fram og til baka. Það er komin niðurstaða.... við ætlum að efna til Jörfahittings.
Eftir rosalega miklar pælingar og ígrundanir fundum við helgi, helgin er sú fyrsta í september. Eftir enn meiri pælingar og ígrundanir fundum við stað, hann er við Ensku húsin. Það komast 20 - 30 manns í gistingu (segir Jói) og svo er upplagt að vera með fellihýsi og þesslags græjur fyrir utan.
Eftir þessar flóknu pælingar gátum við ekki ákveðið meira í bili - þurfum að funda enn um sinn til að ákveða eitthvað meira. Enda eru þetta nú aldeilis nóg í bili.
Erum við ekki dugleg og æðisleg??!!
kv. nefndin.
3.5.2010 | 15:08
Hipp hipp húrra

23.4.2010 | 12:12
Gleðilegt sumar elskurnar!!!
3.4.2010 | 22:37
Mía.
Fyrir viku síðan kom til okkar í Akraselið tveggja og hálfs mánaðar gamall hvolpur, hún Mía. Hún er af Chihuahua kyni og er því frekar stutt til klofsins, svona eins og kelling úr Fljótsdalnum. Hún er mjög gáfuð og er strax farin að hlýða kalli. Til dæmis kemur hún strax þegar sagt er: "Koooommmmmmduuuu til möööööömmmmmuuu / pppppaaaaaaaaaaabbbbbba". Aðal vandamálið er það að henni finnst asnalegt að hanga úti í kuldanum og gerir þarfir sínar þar sem henni hentar. Það leysist sennilega á morgun, a.m.k. ef miðað er við hversu vel gefin hún er. En falleg er hún greyið, eins og sá má af myndinni sem fylgir. Fleiri myndir eru á Fasbókarsíðunni hans Ýmis (Ymir Bond).
Akraselir.
30.3.2010 | 16:28
Öðruvísi yndislegt
Það er alltaf yndislegt að vera í Gamla-Jörfa, hvort sem er sumar, vetur, vor eða haust. Nú dormum við í Gamlanum, Guðný, Hjörvar Óli, Stebbi og Ragna, úti hamast norðaustanáttin á gluggunum, brimið berst í fjörunni og veðrið ekki mjög fýsilegt til útivistar. Þó látum við það ekki stöðva okkur, viðrum okkur reglulega til þess að geta skriðið undir teppið aftur með góða bók. Búið að labba út í Brekkubæ, niður í Ós, á Álfaborgina og víðar.
Siggi kemur á morgun(ef veður leyfir) að sækja það sem honum tilheyrir, framundan ferming hjá systur hans á Fáskrúðsfirði og er meiningin að mæta þar. Gústi, Magga og Óli eru væntanleg á fimmtudaginn svo Stebba og Rögnu leiðist ekki.
Bara eintóm sæla!
Kveðja, Guðný syss.