29.10.2010 | 14:43
Hústöku"fólk" í Gamlanum
Fundum engar mýs í Gamla Jörfa, Eiríkur er greinilega að standa sig. Hins vegar var innrásarher í húsinu, mest á loftinu. Mikið flugnager var búið að yfirtaka kotið, þvílíkt líf og fjör! Þurftum að beita lymskufullum ráðum til að losna við herinn, kveikja ljós í forstofu og úti, slökkva öll önnur og tæla þannig flugnagerið úr húsi.
Það er hreinn unaður að sitja í eldhúsinu í Gamla þegar norðaustanáttin lemur á glugganum, hlusta á malið í Sóló þar sem lambalærið mallar við vægan hita, spjalla saman, spila, prjóna eða lesa...slökunin er algjör. Verðum hér fram á sunnudag; hjónakornin úr Ásveginum, Magga og Atli, Linda rækjudrottning og Skúli Pé villibráðarmeistari. Smá séns á að verða veðurteppt.....
Guðný.
Vinir og fjölskylda | Breytt 31.10.2010 kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2010 | 14:06
Músaveiðar í Gamla-Jörfa
Eiríkur húsvörður fékk þrjár í gildrur í skúrnum og eina í búri, enda veiðimaður mikill.
Kv. Gunna
4.10.2010 | 01:35
"Tveir trillubátar farast" - Sagnaslóð á Rás1
Síðastliðinn föstudag 1. október, las Birgir Sveinbjörnsson, í Sagnaslóð á Rás1, frásögn af því þegar tveir trillubátar fórust í sjóferð með vistir frá Borgarfirði til Húsavíkur í febrúar árið 1955. Þeir sem þarna komu við sögu voru pabbi, Ingi Jóns., Fúsi í Vinaminni og Goggi.
Hér er slóð á þáttinn: http://dagskra.ruv.is/ras1/4546891/2010/10/01/
Þessi frásögn birtist reyndar hér á Jörfablogginu fyrir nákvæmlega ári síðan: http://jorfalidid.blog.is/blog/jorfalidid/entry/959508/
Kv. Gústi.
8.9.2010 | 22:30
Myndir frá Jörfagleðinni
7.9.2010 | 21:05
Ættfaðirinn 98 ára í dag
Já, gamli maðurinn Óli Gústa hefði orðið 98 ára í dag. Mikið rosalega verður gaman eftir tvö ár, ég er smeyk um að við þurfum að búa til nefnd í kringum aldarafmælið!! Hvernig væri til dæmis að fjölmenna á VOX og fá nafnann til að kokka ofaní þá Jörfaliða sem mæta 7. september? Nei, bara hugmynd....
Afmæliskveðja,
Guðný - yngst og minnst...og frekust?
Ps. Inga svaf og Stebbi var úti
6.9.2010 | 21:05
Elsku Jörfaliðar
30.8.2010 | 21:37
Komin í spreng...
Ég bíð spennt eftir ,,millimóti". Held að þetta verði svakalega gaman. Eru ekki ALLIR að æfa atriði? Við verðum með sjónleik í sjö þáttum (hóst...) Svo hlakka ég líka mjög mikið til að fá hangikjet.
Bless á meðan, Fjóla Ásg
PS Anna Dröfn, ég/við komum með náttföt - þarftu að vita eitthvað meira? Ég get nú örugglega verið nákvæmari, en sennilega verðum það bara við hjónin sem verðum á náttfötunum
16.8.2010 | 20:54
Hittingurinn :o)
Jæja - tíminn líður og líður og senn kemur að hittings-helginni. Eins og þið munið varð nefndin sammála um að hafa þetta fyrstu helgina í september, þ.e. 3. - 5. sept. Við urðum líka sammála um eins og þið munið að þetta yrði í Ensku-húsunum svo urðum við sammála um að hafa sameiginlega kvöldmáltíð á laugardagskvöldinu og að allir kæmu bara með hangikjöt og pótur fyrir sig og sína en nefndin sæi um að gera uppstúf (jafning...). Já og þeir sem vilja ora-grænar eða eitthvað slíkt kippi því með sér. Öðrum máltíðum hagar fólk eins og það vill - gæti verið sniðugt að taka með sér bakkelsi og setja á hlaðborð og eitthvað þannig.
Í boði eru 26 rúm, slatti af aukadýnum og einhverjum aukarúmum. Eins eru rúm í boði í (á?).. Litlu-Brekku og einhverju öðru húsi. Anna Dröfn gekk til liðs við nefndina og hún ætlar að taka á móti bókunum um þáttöku á netfangið enskuhusin@simnet.is
Við fáum húsin fyrir 50.000 þessa daga og þrífum áður en við förum - góður díll það og svo finnur bara nefndin út úr því hvað hver greiðir. Fer líklega eftir við hvaða aðbúnað hver gistir.... finnum út úr því síðar.
Endilega sendið línu á Önnu sem fyrst, við (hún...) reynum eins og við getum að koma öllum fyrir og þröngt mega sáttir sitja og allt það.
Nefndin hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá sem enginn má missa af (Steini og Jói... þið finnið út úr þessu) en að sjálfsögðu eru allir kvattir til að troða upp með atriði. T.d. gætu Svava, Unnur, Eyrún og Ída endurflutt Margarena dansinn ógleymanlega :o)
Komið í bili - NEFNDIN
ps. Það væri heldur ekki úr vegi að setja færslu hér inn um hverjir ætla að koma og svona. kv. - N
25.7.2010 | 14:10
gamli 4-8 ágúst?
Hæhæ.
Verda eitthverjir í gamla jørfa tessa daga?
Er ad koma med tengdafjøskylduna til Íslands og ég verd nú ad sýna teim ódalid! :)
Kv.
Sigurdur Grétar
14.7.2010 | 20:31
Hjartans þakkir!
