6.2.2011 | 11:21
Handhafar dagatals Jörfaliðsins 2011 athugið!!
Ég komst að því í gær mér til mikillar skelfingar, að af einhverjum ástæðum hefur nafn Ingu, minnar yndislegu systur dottið út í dagatalinu góða. Því langar mig að biðja þá (lesist skipa þeim) sem fengu dagatalið í jólagjöf að bæta nafni Árnýjar Ingibjargar í reitinn 24. febrúar.
Helst strax svo það gleymist ekki!
Guðný syss.
3.2.2011 | 21:12
Af gömlu fólki.
Kannske ekki í frásögu færandi, en gamlingjarnir í Hólabrekku eru að mála stofu og eldhús.
Gamla syss er farin að gefa sig, dauðuppgefin eftir daginn.....Geiri, jú... líka að eldast (byrjar daginn kl. 6.3o). Ég er ekki að biðja um samúð, þetta er neflega býsna gaman ! Lagast allt þegar málningu lýkur og gönguferðir hefjast á ný. Kv. Gunna syss, ekki klár á tölvuna
29.1.2011 | 22:36
Páskar í Gamla Jörfa
Halló Jörfalið!
Ég er sjaldan mjög skipulagður og hugsa ekki oft langt fram í tímann, en það kemur fyrir. Stórfjölskyldan okkar (hmmm já...8 manns) stefnir á Borgarfjörð um páskana. Þetta eru dagarnir 21.-25. apríl. Við pössum sjálfsagt nokkurnveginn í öll rúm í Gamla Jörfa, en lengi má nú troða! En það er rétt að láta vita, kannski verður dásemdar vorblíða og vel sofandi í tjaldi við lækinn!
Bestu kveðjur, Gústi & co.
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.1.2011 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.1.2011 | 21:33
Meira Skessuhorn:)
19.1.2011 | 20:47
Spennandi Skessuhorn
Var að fá nýjasta tölublaðið. Mjög spennt fyrir þessu eintaki. Myndir af Gamla og allt. Best að fara og ná blaðinu af ,,húsbóndanum" og lesa um heimsókn blaðamannsins til Stebba frænda (á mörgum blaðsíðum)
Kv. Fjóla Ásg
17.1.2011 | 19:40
Þorrinn nálgast.
Sælt veri fólkið.
Hér sit ég við tölvuna og er að drepa tímann þar til ég get horft á ,,okkur" vinna Japan. Þið hafið mig afsakaða ef við gerum eitthvað annað.
Annars er maður aðeins farinn að gefa súrmatnum auga og bíður eftir að komast á þorrablót. Það gæti rætst úr því um helgina. Hér á að gera tilraun með að hafa svona alvöru þorrablót í íþróttahúsi. Ég missti af viðtali frá Borgarfirði sem var í útvarpinu á dögunum. Mér var sagt að þar hefði komið fram að undirbúningur stæði frá sumri fram að blóti. Það er ,,keppnis".
Góðar stundir, Fjóla Ásg
Vinir og fjölskylda | Breytt 18.1.2011 kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.1.2011 | 19:58
Inga frænka 90 ára
24.12.2010 | 11:16
Jólakveðja frá Noregi
Elsku Jörfalið!!!! Bestu óskir um gleðileg jól og gott og farsælt nýtt ár, þakka innilega yndislega helgi i Ensku húsunum í haust. Hér hjá okkur er allt eins jólalegt og hægt er allt orðið puntað inni og svo hefur náttúran séð um það úti glampandi sól 17 st frost og allt hrýmað. Tómas Jóhann og Luna eru farin til Einars en Ari og Mína eru hjá foreldum hennar i Tönsberg. Verð að viðurkenna að það er hálf tómlegt hér en ég fer i vinnuna á eftir og verð þar til 2230. Viðar kemur til min þegar ég verð búin að vinna og við ætlum að opna pakkana saman
Jólakveðja Helga
19.12.2010 | 23:39
Jú, það er kominn tími á nýja færslu...
Sæl verið þið.
Hér eru allir nokkuð hressir. Börnin eru að vísu á taugum út af jólasveinum, en þannig á það að vera. Ég er búin að fá mér jólakjól og kaupa sokka á eiginmanninn. Aumingja jólakötturinn verður að leita annað þessi jólin.
Sömuleiðis er ég búin að kaupa hamborgarhrygginn. Ég fékk ekki hljómgrunn fyrir tilbreytingu með jólamatinn þessi jólin frekar en hin jólin sem ég stakk upp á á úthýsa svíninu. Svínið fær félagsskap af léttreyktum lambahrygg, sem ég held endilega að sé betri. Húsavíkurhangikjöt, endur og nautalundir bíða ,,á kantinum".
Hér með lýkur þessari nýju færslu.
Kær kveðja, Fjóla Ásg.
3.12.2010 | 09:13
Er ekki kominn tími á nýja færslu?
Mér finnst það allavega.
Norðurlandsdeildin er búin að gera laufabrauð, Guðný og Dagný tóku fullt af myndum og ég veit að þær koma til með að setja þær hér inn. Gunna er orðin sjötug, Guðný er orðin fimmtug, Sindri Már og Stefán Bjartur orðnir 22. ára - allt að gerast!!
Á Dalvík verður jólalegra og jólalegra með hverjum deginum sem líður. Þrastarhóll er með sína 20 ljósa seríu og húsbóndanum þar þykir það nóg og stefnir ekki á að setja upp stærri seríu. Hann fullyrðir að restinni af famelíunni sé greinilega alveg sama þó svo að hann myndi örkumlast við að hengja upp seríur (því að af sjálsögðu myndi hann detta niður úr stiga ef hann færi uppí hann) bara ef að þær komast upp. Meiri dramatíkin í honum.... það er svo gott sjúkrahús á Akureyri og þeir eru vanir að gera við hann svo grær hann alltaf svo vel þessi elska. Þeir segja það meira að segja læknarnir.
Svo óska ég ykkur ánægjuríkrar aðventu - þetta er svo yndislegur tími. Enda þetta með textabroti frá Baggalút "gefðu mér jólaknús, vertu nú knúsfús"...
Kv. Magga Ásgeirsd.