5.6.2007 | 23:50
Sit og geispa.
Gott kvöld.
Kíkti bara hér inn fyrir svefninn til þess að gá hvort það væri ekki einhver búinn að segja frá einhverju skemmtilegu. Nei, það var ekki þannig.
Ég hef sjálf ekkert skemmtilegt að segja, var að enda við að horfa á hræðilega framhaldsmynd um mannsal í sjónvarpinu. Í nótt á verð ég örugglega í stöðugu stríði við einhverja aumingja sem ætla að ræna mér, vinum og ættingjum og selja í ánauð. Ég vona bara að ég hafi betur og salli drullusokkana niður.
Góða nótt, Fjóla Ásg (bíður eftir martröðinni)
PS Viljið þið svo reyna að skrifa eitthvað skemmtilegt?
29.5.2007 | 23:23
Ormarnir þeirra Lilju og Svavars
Í tilefni af fyrstu bloggfærslu Lilju á þennan dásamlega vef skelli ég inn mynd af krúttunum hennar. Yndisleg börn eins og móðurættin öll .
29.5.2007 | 20:28
Takk fyrir kaffið Magga
Það er bara allt að gerast núna! Til hamingju allir sem eru að útskrifast, eldast, fermast og ferðast. Og takk fyrir kaffið í gær Magga - voða diet eitthvað... Kv. Lilja.
29.5.2007 | 11:35
Smá suð.
Daginn.
Mig langar að óska Dagnýju Elísu og fjölskyldu til hamingju með ferminguna. Er ekki einhver svakalega góðhjartaður til í að setja inn eins og eina mynd af fermingarbarninu. Það var ekki gaman að missa af veislunni. Það var alveg svakalega, hryllilega, rosalega gaman á tónleikunum....Uriah Heep voru bara geggjaðir.
Bless, Fjóla ÁSg
26.5.2007 | 13:37
Skúffuskáld í Jörfaliðinu?
Í Jörfalidinu eru til nokkur "skúffuskáld", ég veit allavega um nokkur
Hjörvar Óli á ekki í vandræðum með að setja saman ljóð þegar þannig ber undir. Hann samdi ma. ljóð fyrir bekkinn sinn í tilefni af keppninni "Reyklaus bekkur" og langar mig að deila því með ykkur - til ánægju og yndisauka í allri reykumræðunni sem er í þjóðfélaginu í dag. Vonandi hafið þið nokkuð gaman af, það færi gaman ef önnur skúffuskáld Jörfaliðsins létu ljós sitt skína!
Reykjarbrælan burt!
Ljóð samið í tilefni átaksins Reyklaus bekkur í febrúar 2006.
Höfundur Hjörvar Óli Sigurðsson, 12 ára.
Í Ameríku fyrir þúsund árum
þá voru indjánar útataðir í sárum.
Þá fattaði einhver uppá því
að kveikja tóbakslaufum í.
Sjúga síðan reykinn inn
og blása út um allan bæinn sinn.
Síðan komu Evrópumenn
og ferðamenn
þessir byrjuðu senn
að flytja tóbaksreykinn inn
sem nú kominn er
í bæinn minn.
Smábarnið segir við pabba sinn:
Afhverju kemurðu með reykinn inn?
Pabbinn segir:Kúturinn minn,
hann er svo lítill, reykurinn!
Á veitingastöðum, pöbbum og börum
þá tóbak selst í mörgum vörum.
Sígarettum, vindlum líka,
þoli ég ei bölvun slíka.
Tóbak kemur, tóbak fer
tóbak spillir fyrir mér og þér.
Stubbur hér, stubbur þar,
þetta ógeð er beinlínis allsstaðar.
Sumum finnst mjög töff að reykja
þó lungun í sér þeir séu að steikja.
Verða eins og sinnep á puttunum,
af því að halda á sígarettunum.
Í nefið og munninn er þessu troðið
svei mér þá, nú er mér nóg boðið!
Það skemmir og mengar andlit þitt
það er nú bara að gera ætlunarverk sitt!
Þegar maður er unglingur,
þá reynir oft hóppressa á ykkur.
Þegar vinirnir segja hey, prófaðu þetta!
Þetta er nú bara ein lítil sígaretta!
Hjá mörgum þá byrjar það lítið
en endar með þvi að verða mikið.
Þá byrjar maður á því að reykja,
síðar fer eitthvað stærra áhuga manns að kveikja.
En ein er miklu meira en nóg.
Þegar maður byrjar stopper maður ekki
og þó,
ef maður reynir á sig mikið,
þá getur maður hætt fyrir vikið.
Af því að kaupa kartonin
þá byrja að léttast veskin þín.
Þú endar uppi blankur með ónýt lungu,
augun rauð og með svarta tungu.
Síðan kemur af manni fýla.
Maður lyktar eins og hún gamla Grýla.
Eins og þú hafir dottið í sull,
sem er einmitt þetta sígarettubull.
Eitt sinn söng söngkona
alveg eins og fugl, konan.
En síðan varð hún rám af því
að kveikja sígarettum í.
Við sameinuð stöndum
og verðum um kjurt,
burt með þetta ógeð,
reykjarbrælan burt!!
Hjörvar Óli, 12 ára.
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.6.2007 kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2007 | 17:10
Lítill Íslendingur í stóru landi
Jaeja hér situr madur á netkaffi í Quito og hefur thad gott med kaffibolla sér vid hlid en er lífid hérna í Ecuador bara fínt svona thegar ad madur tharf ekki ad maeta í skólann en thegar ad madur tharf ad fara í skólann gerir madur afar lítid annad en ad sofa á bordinu eda glápa útí loftid, en fékk ég engar baekur til thess ad laera neitt hérna, afs eitthvad ekki ad sinna sínu.
Spaenskan hjá mér er ordin mjog gód ég talar hana mjog vel.
Svona fyrir thá sem ad ekki vita neitt um hvada aevintýrum ég er búinn ad lenda í thá aetla ég svona adeins ad segja frá.
Ég er búinn ad fara til Galapagos eyjanna sem ad er alger paradýs, dýralífid thar er yndislegt og synti madur med saeljónum, fiskum, morgaesum og hákorlum, skodadi risaskjaldbokur og marga flotta fugla.
Sídan er madur búinn ad vera raendur tvisvar, einu sinni med byssu midad á magann á manni og hitt skiptid var bakpokinn minn tekinn med gersamlega ollu, thar á medal vegabréfinu mínu en thad er nú ástaedan fyrir thví ad ég er hérna í Quito núna vegna thess ad ég fór í gaer ad saekja um neydarvegarbréf.
Ég var vakinn upp af logreglumanni med byssu og var madur ásakadur um ad hafa stolid myndavél af herbergisfélaga á hosteli en hringdi hún á logregluna.
Vaknadi líka eitt sinn heima hjá mér vid ad 4 herthotur flugu yfir herbergid mitt og hélt madur ad thad vaeri verid ad fara ad bomba mann.
Horfdi á reykmokk frá bensínstod sem ad sprakk uppíloftu ekkert svo langt frá húsinu mínu.
Búinn ad standa á midju jardar thar sem ad er enginn skuggi mjog skondid.
Skoda thurkud mannshofud.
Eignast marga góda vini baedi hédan frá Ecuador og skiptinemavinum allstadar af úr heiminum.
Og thetta er bara brotabrot af thví sem ad ég er búinn ad lenda í hérna í Ecuador en er ég líka búinn ad lifa án ykkar íslensku fjolskyldunnar minnar og margs annars frá íslandi.
Ég kem heim á klakann fostudaginn thann 13. júlí en thad eru 49 dagar, svo í lok júlý thá laetur madur sjá sig í gamla Jorfa. En er mig farinn ad hlakka mjog mikid til thess ad hitta alla :D
Kvedja frá Stefáni Bjarti í Ecuador
P.S. Ég óska ollum til hamingju med afmaelid sem ad hafa átt og eiga eftir ad eiga afmaeli á medan ad ég er úti.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2007 | 20:29
Afmælisbörn maímánaðar

Æi Óli minn. Ekki vera sár, ég gleymdi sko ekki afmælinu þínu. Ég fylgist mjög grannt með afmælisdögum Jörfaliða og sendi afmælishugskeyti út og suður
Dagný Elísa (f. 1993), 5. maí. Lilja Berglind (f. 1975), 11. maí. Ólara (f. 1962), 16. maí. Svo er komið að stóra deginum, 20. maí, en Óskar og Óttar (f. 1987), Ari Berg (f.1985) og Ída Guðrún (f. 1992) eiga öll afmæli þann dag. Unnur Jóns (f. 1985), 24. maí og Vignir Jónasson (1971) er síðastur, 31. maí. En Jörfaliðum fjölgar ört og mig vantar nýjustu kynslóðina inní bókhaldið hjá mér. Endilega bætið við listann!
Til hamingju með afmælin öllsömul!!
Guðný gamla.
Ps. Á myndinni hefur afmælisbarn gærdagsins nýlokið við að flytja ljóð eftir Brand.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.5.2007 | 19:21
Til hamingju með afmælið mitt.
Sendi öllum innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn minn.
Óli Ara.
13.5.2007 | 15:17
Dásamlegur penni
11.5.2007 | 13:45
Kosningar
