11.5.2007 | 11:39
Vill einhver...

8.5.2007 | 23:12
Við settum met!
Bloggið um Dag Atla og Dag Harmó hefur fengið flestar athugasemdir allra blogga frá upphafi Jörfabloggsins! (17 athugasemdir þegar þetta er skrifað) Þetta er skemmtileg staðreynd og hver segir að bloggið okkar sé ekki líflegt! Þarna hafa nokkrir Jörfaliðar skrifað, sem ekki skrifa oft, það er líka skemmtilegt. Meira af svo góðu og ég legg til að nú verði aukin breidd í blogginu og fleiri fari að spjalla. T.d. milliriðillinn, eins og Óli kallar það!
Þessi mynd er efninu alveg óviðkomandi...og þó.
Kveðja, Gústi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.5.2007 | 17:46
HarmonikkuDagur
Harmonikkuleikarinn knái, Dagur Atlason var í viðtali í dag við Elínu Unu fréttamann hjá RÚV á Akureyri. Tilefni var Dagur harmonikkunnar sem er á næstunni. Að sögn stóð Dagur (ekki harmonikkunnar) sig afar vel í viðtalinu, var skeleggur að vanda og spilaði svo nokkur lög á nikkuna. Viðtalið verður að öllum líkindum birt í Ríkissjónvarpinu á fréttatíma, í kvöld eða annaðkvöld. Allir að horfa á fréttirnar!!
ATH. Þetta er ekki grín!! Kv. Guðný ömmusystir.
30.4.2007 | 20:47
Þrútið var loft og þungur sjór
Þeir eru alvörugefnir á svip nafnarnir þegar lagt er af stað. Enda eru siglingar á opnum bát um Faxaflóa ekkert gamanmál. Það fór líka þannig að við snérum við áður en við komumst á veiðislóð svartfugls, suð-austan belgingur og miklir straumar. Tókum púlsinn á æðarvarpinu á heimleiðinni og virtist kollan ekkert vera farin að spá í hreiðurgerð
Haförninn í Árhólmanum virðist orpinn og settu þau hjón upp mikla sýningu fyrir okkur.
Kær kveðja - Óli Stef
26.4.2007 | 01:18
Ánægjuleg frétt.
Hann Gústi okkar, sem hefur verið forstöðumaður svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Egilsstöðum síðastliðin tvö ár, hefur verið ráðinn stöðvarstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri og tekur hann við starfinu á Akureyri næsta haust.
Við óskum honum og öllum í Miðgarði innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Með kveðju úr Akraseli.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2007 | 20:21
Kötturinn Ketill
Jú. þetta er garmurinn hann Ketill. Ég held að hann og Magga eigi í einhverju andlegu sambandi, allavega virðist hún þekkja hann betur en ég hélt. Svo þykist hún vera með ofnæmi fyrir þessari elsku! Dásamleg kommentin frá ykkur. En kötturinn Ketill er sumsé arftaki Tigers sem var arftaki Jóakims. Okkur helst heldur illa á köttum, þeir hafa ekki enst lengur en í tvö ár (Jóakim drapst úr krabbameini, það var keyrt á Tiger) - nema þessi elska sem er kominn á fjórða ár. Trúlega af því að flestum er heldur illa við hann? Hann leggur fólk með ofnæmi eða sem er illa við ketti í einelti, Rögnvaldur og Magga eru í miklu uppáhaldi hjá honum. Mikill veiðiköttur, stendur sig eins og hetja í að bera og draga fugla, mýs og annað sem kettir veiða hér inn í hús, oftast vel á lífi, húsráðendum til mikillar gleði og yndisauka Hann fór þó yfir strikið í fyrravor þegar ég fann dauða heiðlóu inni í stofu! Hefur trúlega bara ætlað að skjóta yfir hana skjólshúsi eftir flugið langa yfir hafið....og tekið full harkalega á henni....
Annars er hann ósköp ljúfur og góður þessi elska. Sérvitur með eindæmum og ætlast til þess að allt heimilisfólk snúist í kringum hann. Við "tölum saman" á morgnana, hann svarar mér ævinlega þegar ég tala við hann.
Ekki meira um Ketil - eigið þið gæludýr? Kv. Guðný kattarkona.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2007 | 22:52
Í helgarlok
17.4.2007 | 11:29
Undir þrýstingi....
Sæl öll.
Sit hér sveitt í lófunum að blogga svo að Guðný missi ekki móðinn og gefist upp á okkur.
Hjá mér er það helst í fréttum að um helgina stóðu hjónin í Brekkubæ allt í einu á tröppunum hjá mér. Þau stoppuðu alveg í hálftíma - ferlega gaman að sjá þau. Ástæðan fyrir því að ég tjái mig um þetta hér er sú að þau áttu leið hjá og datt í hug að kíkja. Ég var nýkomin utan úr búð og kaffisopa hjá vinkonu minni. Ég hugsaði um það eftirá, með skelfingu... EF að ég hefði nú ekki verið heima - kannski bara í næsta húsi.
Ég er nefnilega oft á einhverju óþarfa snatti. Ég fengi áfall ef að ég missti af svona heimsókn fyrir vikið. Maður er farinn að treysta meira og minna á gemsann - endilega hringið ef þið komið að "tómum kofanum" hjá mér. Líklega er ég þá bara hjá Helgu systur. Guðný hr. stundum sérstaklega til að tilkynna þegar hún keyrir FRAMHJÁ
Kv. Fjóla Ásg
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.4.2007 | 00:14
Síðbúið páskablogg
Það hafði heldur betur breytt um veður þegar við komum á Borgarfjörð á skírdag. Eftir suðurhafsblíðuna hjá Guðnýju fengum við norðanátt, brim og snjókomu. En mikið svakalega var það gott veður. Og Guðný, þú pantaðir myndir af briminu og það eru nokkrar komnar í myndaalbúmið. Verst að við gleymdum að skrifa í gestabókina, þannig að sá sem fer næstur í Gamla-Jörfa, vinsamlegast skilji eftir eina auða síðu!
Kveðja, Gústi.
11.4.2007 | 20:00