Já loksins kominn heim!!

Já ég er kominn heim frá Ecuador eftir rúma ársdvöl þar úti. Var það mikið vandamál fyrir mig að koma mér heim svona vegna vegabréfsleysis, seinkunna á flugvélum og margt fleira en ég komst heim á endanum "þó svo að það hafi verið tæft á tímabili" svo að ég vitni nú í Jóhannes Frey. Svo skelli ég mér með mömmu og bræðrunum austur á Borgarfjörð á tónleika næstu helgi.
Ég er farinn að hlakka mikið til næstu helgar, hitta alla og hlusta á Megas og fleiri.

En ég kveð að sinni Stefán Bjartur.

P.S. Bið að heilsa öllum þeim sem að komast ekki austur þá helgi og hittumst við þá síðar. 


Láttu Hólminn heilla þig :-)

Nei ég segi nú bara svona. 

Verður einhver á Borgarfirði helgina fyrir eða eftir tónleikahelgina?

Erum að hugsa um að kíkja aðra hvora helgina. Kv. Steini og co


Sefur Óleee....?

30.06.07 121Jæja, eitthvað er lítið að gerast í Jörfaliðinu þessa dagana, eða hvað?  Varla neitt í frásögur færandi, fyrst enginn bloggar.... Woundering 

En það er samt heilmikið búið að gerast hjá fjölskyldunni Sigurdsson undanfarið. Fórum austur á Fáskrúðsfjörð á ættarmót um Jónsmessuhelgina, ósköp gaman, en ég verð að segja að Jörfaliðshittingur er yfirleitt muuun líflegri, það var nebblega bara ekkert sungið!  Shocking

Við fengum tvo gesti frá Svíþjóð sem stoppuðu í fjóra daga og við Hjörvar Óli fórum í túristaleik með þeim. Fórum á hestbak, í hvalaskoðun, í Jarðböðin við Mývatn, borðuðum á Hótel Gíg, skoðuðum leirhverina í Námaskarði, fórum í Jólagarðinn, á kaffihús og ég veit ekki hvað og hvað.  Það var ekkert að þessu, gestirnir okkar í sjöunda himni. Sænski maðurinn reyndi að kenna Rögnvaldi og Sigga að taka í vörina, þeir reyndu báðir en gáfust fljótlega upp sem betur fer, voru óskaplega bjánalegir svona með vörina út í loftið! LoL

Siggi fór síðan og keppti í golfi á Landsmóti Ungmennafélaganna, en við Hjörvar spændumst austur í Gamlann á fimmtudagskvöldi og fórum svo í brúðkaup til Fáskrúðsfjarðar á laugardaginn. Komum heim um kvöldið, þá var fullt hús og lóð af gestum og var stefnt í fjallgöngur, en blessuð þokan bjargaði mér fyrir horn, veit ekki hvursu langt ég hebbði komist....!  Við fórum samt og gengum gamla Múlaveginn yfir til Ólafsfjarðar, það var bara gaman og lítið mál.

Framundan er meistaramótið í golfi, fjögurra daga mót og ég er mjög líkleg með vinning, allavega eru bara þrjár búnar að skrá sig í mínum flokki! Joyful

 Hvernig er staðan á Sunn- og Vestlendingum?  Eru menn ekki orðnir illa farnir af sólbruna og þurrki?  Það er lítil hætta á því hérna fyrir norðan núna...... Angry  En þetta er víst ósköp gott fyrir gróðurinn, segja bændur.


Grillveisla hjá Beggu

grillBegga bauð í heljarins grillveislu í kvöld (laugardagskvöld 30. júní).  Inga, Jónas og Ótta voru fyrir austan og heimagangarnir úr Miðgarði 7a voru hjá Beggu eins og venjulega. 

Þessi mynd af sytrum og mágkonu er fín, 22 stiga hiti á pallinum, lærið í nýja grillinu og allt að byrja. Þarna voru veislugestir ennþá þokkalega allsgáðir og þess vegna eru ekki birtar fleiri myndir úr veislunni!

Kv. Gústi.


NanaNanaBúbú...

Jæja góurnar, þá er maður búinn að tryggja sér 3 miða í Bræðsluna, nanananabúbú Joyful

Einhverjir fleiri búnir að tryggja sér miða?  Lát heyra...

kv/Akraselir


Meistari Megas í bræðslunni.

Í fréttum núna kl. 16:00 var Gústi að segja frá því að Megas ætli að kynna efni á nýrri plötu í Bræðslunni 28. júlí.    Miðasala á www.midi.is

Kv./ÓA.


SÓ húsbyggingar

Það er spurning hvort útrás sé á næsta leyti hjá SÓ húsbyggingum Smile Kv- Ása Björk

http://www.skessuhorn.is/Default.asp?Sid_Id=24825&tId=99&Tre_Rod=&qsr 


"Allt hitt..."

RK fashion a´la HolabrekkaÞetta "allt hitt" sem Lilja var að gera á Borgarfirði, var m.a. að pósa í vefmyndavélina við Hafnarhólma.... auðvitað að beiðni Hólabrekkusystra sem höfðu sent frænku sinni þetta dýrindis dress úr RK-Gallery.

Ferming í Stykkishólmi!!

Já, haldið þið ekki að konan sé búin að koma inn myndunumfrá hvítasunnu þegar Dagný Elísafermingarbarnið og foreldrar fermdist. Þetta var dýrðardagur í Hólminum, við Hjörvar fengum okkur göngutúr og fundum sólarströnd með skeljum (ekki sandi!) í góða veðrinu á meðan fermingarbarnið var blessað í kirkjunni á hæðinni. Óskar og Óttar sáu alltaf grænlenskan sleðahund út úr kirkjunni - síðan sé ég ekki annað!  Hann liggur fram á lappir sínar með sperrt eyru og hringað skott!  Falleg kirkja. 

Hvernig væri nú að vera dugleg að kommenta á myndirnar - metið er 17 komment!

Kv. Guðný. 


Sláttur í Gamla-Jörfa

hey_vefGuja og Raggi stýrðu slætti í Gamla-Jörfa um síðustu helgi.

Raggi mundaði sláttuvélina á milli þess sem hann bætti á hana bensíni.  Við giskuðum á að hún eyddi svona 45 á hundraðið!  Guja "fíniseraði" með rafmagnsorfinu, það eyddi ekki svo miklu.

Svavar, Palli og Lára rökuðu.  Gústi líka á milli þess sem hann tók myndir.  Lilja gerði allt hitt!

Ætli þetta hafi ekki verið sláttur númer tvö, kannski þrjú?  Ég er ekki viss, það var allavega mikið gras!

Kv. Gústi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband