4.9.2007 | 22:13
Sælt veri fólkið.
Maður er búinn að vera í hálfgerðum vandræðum með færslu eftir innleggið hennar Fjólu um ljótu systurina í Hólabrekku. Á einhver mynd af henni ??
Mér finnst viðtökurnar vegna hugmyndar minnar um söfnun fyrir hitakút í Gamla Jörfa frekar dræmar. Mín skoðun er sú að þetta sé ekki bara innlegg vegna hitakútsins heldur stuðningur okkar sem viljum nota Jörfa á komandi árum vegna viðhalds og endurbóta á Gamla Jörfa.
Reikningurinn er 0175-05-71398 kt. 110839-4649
Kv/ÓA
Vinir og fjölskylda | Breytt 5.9.2007 kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.9.2007 | 13:52
September
Sælt veri fólkið.
Maður er búinn að vera í hálfgerðum vandræðum með færslu eftir ljóðið úr Akraselinu. Ég ætla bara að skella inn einni á gamla mátann.
Fréttir eru hvorki margar né merkilegar. Helstar þær að ég er að fara í sumarfrí, jibbý . Ekki slæm tilhugsun í rigningunni að verða á Ítalíu eftir viku
Við vorum í Skorradalnum með tengdafjölskyldunni um síðustu helgi ..... og það rigndi. Síðan við vorum þar síðast er kominn heitur pottur, uppþvottavél o. fl. (að vísu hvort tveggja bilað eftir sumarið). Svo er búið að saga af trjánum fyrir framan pallinn þannig að maður sér vel yfir. Þarna var allt með hefðbundnum hætti, lækurinn fullur af bjór (dósum) og alltaf verið að borða. Afslöppunin var svo mikil að Helga systir var ómáluð heilan dag....það var allt í lagi, hún er nefnilega ekki ófríða systirin.
Ekki meira að sinni,
Fjóla Ásg - ekki heldur ófríða systirin
22.8.2007 | 00:37
Sigrún fertug og þér er boðið.
B O Ð S K O R T
Eins og við geggjaðan galdur,
nálgast ég fullorðinsaldur,
og bjóða vil þér
að samgleðjast mér
og upplifa afmælisskvaldur.
Garðpartý gott verður haldið,
fyrir alla sem vel geta valdið
vettlingi og/eða krukku
laugardagur til lukku
og búið að setja upp tjaldið.
Númeraromsu upp ég tel
muna máttu þetta vel
ágúst tuttuguogfimm
gleði klukkan fimm
hús þrjátíuogsjö við Akrasel.
Veðurútlit meira grátt en svart,
frábið þó allt kvein og kvart,
eftir samningaþref
ég pappíra hef
upp á tveggja tíma uppstyttu og bjart.
Ef upptekin ert eða veik (eða bomm?)
ég lofa að verð ekkert ferlega domm
bara eitt lítið hóst
og sendu mér póst
á sigrun@atlantis-ltd.com
19.8.2007 | 15:45
Ós-ættarmót næsta sumar?
Held það sé ekki spurning: Þetta er í fimmta sinn sem ættarmótið er haldið....held ég...allavega er komið að Guju fyrir okkar hönd í nefndinni. Begga, Gunna, Stebbi og Inga búin. Það væri nú bara frábært að fá dagsetningar sem allra fyrst í loftið, hver veit eitthvað? Kjalli, Torfi....uuu.....Heimir, Polli....eða ég veit ekki hvaða form er notað þegar hringurinn er búinn.
kv. Guðný skýra :-)
15.8.2007 | 12:57
Guðný - koma svo....
Þó seint sé langar mig að þakka ykkur öllum sem voru á Borgarfirði fyrir samveruna tónleikahelgina góðu í júlí. Mikið var gaman . Guðný mín... það væri fræábært að fá myndir hér - svona til að deila með þér. Sérstaklega úr göngunni góðu, aðallega mér til sönnunar.... Ég hlakka til að hitta ykkur aftur næsta sumar undir svipuðum kringumstæðum. Kv - Ása Björk
9.8.2007 | 08:50
Hitakútur í Gamla Jörfa.
Æðstaráðið samþykkti fyrir skömmu kaup á hitakút fyrir Gamla Jörfa.
Ég vil hvetja okkur sem erfa munu landið að taka þátt í kostnaði við kaup og uppsetningu á kútnum.
Frjáls framlög eru vel þegin. Reikningur vegna framkvæmdarinnar hefur verið stofnaður og er númerið 0175-05-71398 kt. 110839-4649
Kv./ÓA
28.7.2007 | 14:10
MEGAS sjálfur í Gamla Jörfa!!
Já, hann kom í heimsókn þessi elska. Ása Björk færði honum kjötsúpu fyrr um kvöldið og þeir snillingarnir úr Hjálmum komu svo í heimsókn seinna um nóttina.
Meiriháttar dagar liðnir og gleðin rétt að byrja!!
kv. Guðný og Magga mágkona, sitjandi í Álfakaffi í hóglífi
(Aaaaj Fjóla mín - þú verður bara að koma næst!!! )
25.7.2007 | 23:49
Lausir miðar á tónleika
Ef þið eruð enn að velta því fyrir ykkur að fara austur og kannski á tónleika, þá eru tveir lausir miðar á Bræðsluna til sölu hjá Ásu Björk.... Ekki fara á miði.is- kaupa kaupa hjá Ásu....
24.7.2007 | 20:49
Grill og kjötsúpa
Var beðin um að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.
Fyrirhugað er að hafa sameiginlegt grill á föstudagskvöldið þar sem allir koma bara með það sem þeim finnst best og hentugast að grilla. Á laugardagskvöldið er aftur á móti ætlunin að elda kjötsúpu í tröllapotti, Guðný sér um að versla (og elda, hehe) og svo bara borga allir eitthvað smáræði í púkkið. Er þetta ekki bara sniðugt og frábært fyrir komulag? Það finnst mér.
Kv. Magga skilaboðaskjóða
23.7.2007 | 23:04
Kveðja frá Lilló
Afi og amma boða forföll um helgina, allt á fullu í ferðaþjónustunni og hjá SÓ húsbyggingum.
Ég er byrjaður að vinna hjá afa í byggingarvinnu og frekar erfitt að byrja að hnykkla vöðva eftir árs slökun í Suður Ameríkunni.
Ég hlakka mikið til samt að komast austur um helgina.
Kveðja Stefán Bjartur.