Laugardalsbræðsla

Daginn.

Nú er maður að taka sig á í menningunni. Við systur (ég og Helga - Magga er alltaf útundan) fórum að sjá Veðramót á mánudagskvöldið. Í gærkvöldi fórum við niður á Jaðarsbakka, horfðum yfir Flóann og sáum þegar kveikt var á friðarsúlunni fínu. Í kvöld er ég að hugsa um að lesa blöðin.

Laugardagskvöldið verður alvöru. Þá eru það Megas og senuþjófarinir í Laugardalshöllinni.

Fara einhverjir þá, eða er það sem mig minnir......að það hafi allir farið í sumar?

 Kv. Fjóla Ásg


Haustbörnin okkar

Já, þau eru falleg og fín þessi afmælisbörn okkar. Til hamingju litla Katrín Fjóla.

Eyvindur minn varð 12 ára í gær. Það var haldið uppá fyrsta afmælið á nýju heimili. Við erum flutt í mjög fallega íbúð við Ljósvallagötu 12. Út um eldhúsgluggan horfi ég yfir Hólavallakirkjugarð og bak við hús er fallegur bakgarður og port líkt og í útlöndum. Ekki slæmt Smile. Rólegt og gott. Ég ætla aldrei að flytja, fer bara á Grund sem er við endann á götunni og síðan út í garð. Við eigum frábæra nágranna sem kíkja í kaffi og tékka hvort allt sé nú ekki eins og það á að vera. Strákarnir eru í góðum gír. Stóru vinna með skóla sem þjónar á veitingastöðum og Eyvindur heldur áfram sínu vesturbæjarlífi. Skarphéðinn útskrifast núna um jólin og ætlar að fara til Frakklands að vinna ásamt Susan, kærustu sinni. Susan er frábær tengdadóttir, ljúf og góð. Skemmtilegt þegar þær fara að týnast inn þessar tengdadætur....

Nóg í bili

Ása Björk 

 


og enn eru afmæli

Skottan hún Katrín Fjóla er tveggja ára í dag. Hún er með efnilegri börnum (að sjálfsögðu) sem lýsir sér best í því að hún bað ömmu sína hæversklega "að loka munninum" þegar henni fannst hún vera farin að tala full mikið. Viss um að margir hefðu viljað taka undir þetta LoL 

Kv. Magga ömmó


Afmælisbarn dagsins

só Hann Stefán Óli er mikill veiðimaður og það vill svo til að hann á afmæli í dag, 7 ára takk fyrir kærlega. Hann óskaði eftir haglabyssu í afmælisgjöf, en fékk bílabraut og Ipod.

Ef myndin væri aðeins víðari kæmi í ljós að veiðimaðurinn er í handprjónuðum sokkum úr Þingeyjarsýslu.

Kær kveðja - Óli Stef.


Langaði bara að deila því með ykkur...

... að hún Helga systir mín er FJÖRUTÍUOGFIMM ÁRA í dag. Til hamingju elsku systir, ég kem í afmæliskaffi og mat og veislu og partý bráðum. Wizard

Kv. Magga.


Spurning dagsins.

Hvar var fjóshaugurinn í Gamla Jörfa ?



Segið mér eitthvað skemmtilegt............ Kv Ása Björk Smile 


Lottó...

Í dag fékk ég hugskeyti. Ég var svo handviss um að í kvöld væri komið að því, ég myndi fá lottóvinning. Til að fá lottóvinning þarf að eiga miða, ég keypti hann, 5 raðir með jóker, sjálfval. Kostar 700, næstum hægt að kaupa hvítvínsflösku fyrir 700 kall. Ok. svo settist ég og beið eftir tölunum, gegnum huga mér runnu myndir af sjálfri mér hringa í alla og segja þeim frá að ég hafi unnið stóra pottinn í Lottó (drullulottó) ég hét meira að segja á kirkjuna, svo komu tölurnar.... ég fékk eina rétta! Crying Ég ætla aldrei aftur að taka mark á hugskeytum, aldrei og bara kaupa mér hvítvín í staðinn af því ef að ég drekk hvítvín verð ég glöð, ef ég lotta verð ég fúl og þegar ég er fúl er ég leiðinlegust af öllum í geiminum.

Kv. Magga


Afmæli Gamla Jörfa sumarið 2007.

Sænlú.

 Ég  setti nokkrar myndir í albúmið undir Afmæli Gamla Jörfa 2007.

Ég veit að það voru mun fleiri myndavélar á lofti á sama tíma.  Gaman væri að fá fleiri myndir í albúmið.

Kv./ÓA.


7. september 1912...

...fæddist hann pabbi minn, og hefði því orðið 95 ára í dag, hefði hann lifað. Mundi þetta strax í morgun og í dag hafa flogið í gegnum hugann margar myndir af honum, mér til ánægju og yndisauka. 

Skora á ykkur að skála fyrir pabba í kvöld, honum hefði nú aldeilis líkað það! Wink

Gústi er fluttur á Norðurlandið fimm daga vikunnar, hokrast einn í íbúð á Eyrinni, Gústi, hvernig gengur?

Guðný. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband