Þetta er til Beggu frænku í Noregi :)

Elsku Begga frænka. Þar sem kortið þitt fór í póst í átt að Egilsstöðum langar mig að senda þér jólakveðju hér. Gleðileg jól og farsælt komandi ár - þakka alla snúninga við okkur á liðnu ári, dekur við hreindýraskyttur og fleira Kissing  njóttu hátíðarinnar í Noregi. Kær kveðja til Helgu og strákanna. Nú og svo óska ég að sjálfsögðu öllu Jörfaliðinu gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Hátíðarkveðja Magga og allt hennar lið.

Og barnið hefur fengið nafn!

Fjóla systir var að hringja og tilkynna nafnið á litla stúf. Hann fékk nafnið Ágúst Óðinn - fallegt nafn það. Eins og við vitum jú þá á barnið langömmu sem heitir Guðrún Ágústa, en það sem þið vissuð líklega ekki er að svo á hann aðra langömmu og sú heitir Ágústa Guðrún - sniðugt! Wink

Kv. góð og jólaleg frá Möggu.


Jólatréð komið í hús!

Hjörvar með jólatréð í ár!Fórum í skógarreit frammi í Svarfaðardal í morgun í yndislegu veðri, ásamt vinum okkar og völdum okkur jólatré. Fyrir valinu varð falleg fura, en fyrst varð að sjálfsögðu að handfjatla nokkra tugi trjáa, rétt svona til að gleðja karlpeninginn í hópnum, sem vildu stökkva á fyrsta tréð og saga Shocking!

Á eftir fylgdi síðan heitt súkkulaði og smurt brauð heima hjá okkur.  Þetta er ein af jólahefðunum sem við höfum búið okkur til og er þetta í fjórða árið sem sami hópurinn fer í jólatrjáaleiðangur og endar í súkkulaði hjá okkur.  Gaman að þessu!    Fleiri jólahefðir?  Hvernig er þetta hjá ykkur?

kv. Guðný jólastelpa. 


Hann er mættur...

Sæl öll.

Það er fæddur drengur hjá Ásgeir og Helenu. Hann er 54 sm og 16 merkur. Yndislegur. Þau fóru á sjúkrahúsið eftir kvöldmat og hann fæddist kl. 00.19. Allt gekk vel.

Stóra systir er hér í nótt og við förum í heimsókn á morgun. Það verður fróðlegt.

Bestu kveðjur.

Fjóla föðuramma - í loftköstum 


Fyrsta aðventumyndin á Borgarfjarðarvefnum!

Aðventuljósið í eldhúsglugganumÞá er aðventuljósið okkar komið í gluggann í Gamla-Jörfa, mörgum til mikillar ánægju.

Þetta skrifar Helgi Arngríms. á Borgarfjarðarvefinn: „Undanfarin ár hefur aðventuljósið í Gamla-Jörfa verið ein fyrsta myndin sem sést á vefnum okkar fyrir jólin og í þetta skipti er þar engin undantekning."

Er þetta ekki alveg dásamlegt! Happy

Kv. Gústi.


Tónleikar í Árósum

Óskar á bassanumÉg fékk upphringingu í dag frá Óskari og hann sagðist vera staddur í Árósum í Danmörku, ætlaði að spila á tónleikum í kvöld, í Pakkhúsinu niðri við höfn.  Ekki vildi ég nú missa af því og dreif mig af stað eftir kvöldmatinn og sá hann troða upp með samnemendum sínum frá Musik og Teaterhøjskolen í Toftlund. Þetta voru stórgóðir tónleikar og Óskar stóð sig eins og hetja á bassanum. Þau spiluðu allskonar tónlist, jazz, soul, ballöðu, jólalag og enduðu svo á rokkslagara. Ég tók nokkrar myndir af kauða og þær eru í myndaalbúminu.
Kveðja frá Danmörku,
Óli Helgi. 


Engar kaloríur í jólasmákökunum!!

Margir hafa áhyggjur af kaloríunum sem þeir innbyrða yfir jól og áramót en nú er hægt að gleðjast á ný. Þessar skemmtilegu kaloríureglur hafa gengið manna á milli með tölvupósti undanfarnar vikur og er alveg tilvalið að hafa þær til hliðsjónar í kaloríuátinu yfir hátíðarnar. 

1. Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur.
2. Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þá.
3. Matur, sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum til dæmis jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín og fleira, inniheldur aldrei kaloríur því hann er góður fyrir hjartað. Að minnsta kosti í hófi.
4. Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú.
5. Matur á borð við poppkorn, kartöfluflögur, hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur, sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband, er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.
6. Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.
7. Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.
8. Matur sem hefur sams konar lit hefur sama kaloríufjölda til dæmis tómatar = jarðarberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði.
9. Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar.

 

Mikið óskaplega létti mér þegar ég las þetta!!

Guðný. 


......eða kannski þessar?

Þessar voru á svipuðu róli og hinar......LoL 15.07.07 289

Þekkir einhver þessar konur?

15.07.07 282

Það sást til þeirra á Borgarfirði eystra sl. sumar, dansandi úti á túni við harmonikkuundirleik.

Önnur í dulargervi, með dökk gleraugu og klút um sig miðja, hin meira casual.  Báðar virðast skemmta sér mjög vel....

Allar upplýsingar vel þegnar!  Cool


Mamma, kemur laugabrauðið kannski frá Laugum?

Ungu konurnarmikil gleði....eða hvað?Norðurlandsdeild Jörfaliðsins fór á kostum í árlegri laufabrauðsgerð í dag. Skornar voru út hátt á annað hundrað kökur.....allavega fleiri en hundrað! Mörg listaverkin litu dagsins ljós og fór nýliðinn í hópnum, Unnur Jóns á kostum í útskurði.  Strákarnir fengu að vera afsíðis í ár, í eldhúsinu, og afköstuðu sem aldrei fyrr, við höldum að Atli verði búinn að hanna færiband úr eldhúsi í búrið fyrir næsta ár. Hann reyndi að skera tvær kökur í einu, en var ekkert fljótari að því Woundering!

Guja og Gunna voru búnar að eyða dágóðum tíma í að ná afskurðinum í sundur fyrir steikingu þegar Palli laumaðist svo lítið bæri á fram í eldhús og hnoðaði það allt saman í myndarlega kúlu....amma hans var næstum dauð úr hlátri þegar hún komst að því! 

Lára Hlín sá um snyrtingu og förðun á kvenfólkinu þegar búið var að skera og steikja, eins og myndirnar bera með sér. Henni áskotnaðist dýrindis gloss- og augnskuggasett fyrr um daginn og var himinsæl með það.

Sjáið þið hvað Rögnvaldur er glaður með okkur frænkurnar á myndinni! Grin

kv. Guðný. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband