31.1.2008 | 17:37
Norðlenski víkingurinn!
Halló!
Ég sá þessa bráðskemmtilegu mynd á bloggi um þorrablót Svarfdælinga 26. jan. síðastliðinn. Það er ekki að sjá að formanni þorrablótsnefndar leiðist neitt sérstaklega í þessum félagsskap. Þó hann sé „vitlausu megin“ við barinn!
Kv. Gústi.
27.1.2008 | 17:54
Óli og Dorrit
Varð að leyfa ykkur að fá smá sýnishorn úr afmælinu hans Sigga á föstudagskvöldið. Obbolítið partý með örfáum vinum haldið í Ytri-Vík var alveg stórkostlegt. Ótrúlegasta fólk birtist þar, ber þar fyrst að nefna hr. Ólaf Ragnar forseta lýðveldisins og hans ektakvinnu, en þau birtust í lögreglufylgd og var erindið að óska Sigga til hamingju með afmælið og veita honum fálkaorðuna, fyrir að vera til, held ég!
BARA gamanaðessu!
22.1.2008 | 23:47
Eldra fólk.....
18.1.2008 | 21:26
Ylur í kroppinn
Hvernig væri nú að fara að láta heyra aðeins í sér? Allir komnir á kaf í snjó eða hvað? Vonandi fer nú að bresta á hér á norðurhjara, við viljum alveg fá meiri snjó. Smelli þessari mynd frá síðasta sumri inná vefinn, aðeins að fá yl í kroppinn, eða sálina allavega! Þessi dagur fannst mér alveg meiriháttar - jafnvel toppurinn á sumrinu! ......ókey, fyrir utan tónleikakvöldið :)
Látiði heyra í ykkur, smellið inn bloggi eða eitthvað!
Hvernig gengur með nýjasta Jörfaliðann á Skaganum? Fleiri á leiðinni? Jú, einn hjá Lilju og Svavari og annar á Mýrunum....... magnað.....
9.1.2008 | 20:52
Jörfalækurinn í ham!



1.1.2008 | 01:43
Gleðilegt nýtt ár!
Gleðilegt nýtt ár elskurnar og takk fyrir það liðna! Megi árið 2008 verða okkur öllum skemmtilegt, gott, blítt, árangursríkt, hagsælt og ég veit ekki hvað! Ár kartöflunnar er runnið upp og þá er gott að halda veislu.....ég veit um nokkra sem eiga merkisafmæli í ár. Er fimmtugt annars nokkuð mikið?
Kveðja úr Miðgarðinum á Egilsstöðum,
Gústi.
29.12.2007 | 18:01
Talandi um afmæli.....
.....þá hefði hún mamma okkar orðið 88 ára í dag ef hún hefði lifað. Ég man alltaf eftir jólaböllunum í gamla daga heima á Borgarfirði, jólasveinarnir sungu gjarnan afmælissönginn fyrir mömmu því jólaballið var oft 29. desember. Í minningunni var þetta "alltaf", svo þetta hlýtur að hafa gerst nokkrum sinnum!
Blessuð sé minning mömmu, hún fór ALLT OF snemma. Kv. Guðný.
28.12.2007 | 00:16
Magga litla á afmæli
Já, það hefur örugglega verið erfitt að eiga afmæli 27. desember hér áður fyrr. Vörutalning í búðum og allt lokað.....allir uppteknir við jólagjafirnar sínar.....hver man eftir afmæli 27. desember!!
En hún Magga lætur sko ekki deigan síga. Enn þann dag í dag, allt frá árinu 1968, alltaf á Magga afmæli 27. desember. Daginn eftir annan í jólum. Lætur alla vörutalningu og gleymsku vina og ættingja ekkert á sig fá, gefst ekkert upp á því að eiga afmæli 27. desember.
Elsku Magga, til hamingju með afmælið, þú ert eins og ostarnir og rauðvínið - batnar með aldrinum!!
kv. Guðný Sigga, ömmusystir barnanna þinna.
24.12.2007 | 13:31
Gleðileg jól, elsku Jörfalið og "síðugestir"
Jæja, þá eru blessuð jólin að ganga í garð. Kveikt var á jólaljósunum á himnum í morgun eins og þið getið séð á myndasíðunni minni (www.flickr.com/photos/gudnysigga). Þessir myndarlegu jólasveinar börðu hér allt utan áðan, þeir voru að færa okkur jólapóstinn af Dalvíkinni. Þessi siður er 59 ára gamall í ár, en árið 1938 fékk einn kennari þá hugmynd að krakkar í unglingadeild klæddu sig upp sem jólasveina og færu svo hús úr húsi með jólapóstinn og hefur sá siður haldist óbreyttur síðan. Að launum fá þau yfirleitt fangið fullt af sælgæti og ávöxtum eins og þið sjáið á myndinni.
Annars er allt að verða heilagt hér á heimilinu, við bíðum með möndlugrautinn eftir okkar eigin jólasveini sem er að bera út póstinn í fyrsta sinn. Spurning um hvernig matarlystin verður þegar heim kemur.....?
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að nýtt ár beri í skauti sér hamingju og gleði fyrir Jörfalið sem og aðra sem þetta lesa.
Stórt jólaknús frá Guðnýju, Sigga og strákunum.
23.12.2007 | 12:26
Útskriftarjól
Kæru vinir.
Hér er stolt mamma á ferð sem á lítinn stúdent. Skarphéðinn minn útskrifaðist frá MH á föstudaginn og við áttum frábæran dag með stórfjölskyldunni. Stúdentinn var flottur og fínn. Ég set fleiri myndir inn seinna. Kv-Ása Björk
Vinir og fjölskylda | Breytt 24.12.2007 kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)