8.3.2008 | 17:49
Halló frændfólk! Ég er komin í heiminn!!
Í gærkvöldi um hálfsjö mætti í þennan heim lítil Lilju- og Svavarsdóttir. Ég fékk að fljóta með í dag þegar amman og afinn fóru í heimsókn með "stóru" systkinin. Mikil gleði, enda nýja systirin stórmyndarleg. Mjög öflugur kvenmaður, sýgur brjóstið af krafti og lætur í sér heyra. Tók gestunum af yfirvegun, hleypti í brýrnar og fylgdist með af athygli. Flott stelpa, dökkhærð með heilmikinn lubba og krúttlegt pétursspor í hökunni. Glæsileg viðbót við Jörfaliðið
!!
kv. Guðný ömmusystir.
Ps. Fleiri myndir í albúmi!
26.2.2008 | 19:38
Ég þori nú varla að spyrja....
... en spyr samt. Óli Stef. fékkstu dýr?
Kv. Magga Á.
22.2.2008 | 14:44
Fréttir frá Danmörku
Kæru vinir nær og fjær.
Hérna í Danmörku gengur lífið sinn vanagang, litla fjöskyldan í Tilst á Jótlandi hefur það prýðilegt í vorveðrinu. Við vildum hinsvegar koma skilaboðum til ykkar og fannst við hæfi að gera það hérna á síðunni. Ef að þið farið inn á síðuna hans Danna, www.reykjalin.com/daniel, þá eru skilaboðin þar efst á síðunni.
Kveðja,
Óli Helgi.
21.2.2008 | 10:48
Ættarmót - framhald .....

21.2.2008 | 10:39
LOKSINS ! LOKSINS ! ÆTTARMÓT ÓSÆTTAR 2008
Kæru systkini, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Loksins er búið að staðfesta það, að Ósættarmót verður haldið helgina 18. - 20. júlí næstkomandi, þ.e. helgina fyrir tónleikahelgina, sem er haldin helgina fyrir verslunarmannahelgina
Vonandi hentar þetta öllum í Jörfaliðinu einstaklega vel og þarf ég að fá upplýsingar fyrir 15. mars n.k. um áætlaða þátttöku frá okkar armi. Sennilega best að gömlu systkinin fái upplýsingar frá sínu fólki og láti síðan mig vita (vá hvað þetta er gaman, nú fæ ég fréttir frá öllum )
Nánari dagskrá verður svo birt síðar, en ljóst er nú þegar að hver fjölskylda verður að koma með sitt eigið skemmtiatriði (Jörfaliðið = ein fjölskylda) svo að nú hefst tími mikillar samkeppni innan Jörfaliðsins. Takið nú fram skriffærin, leikrit-söngleikir-óperur - hvað sem er, bara skemmtilegt. Eina vandamálið er að við fáum víst ekki meira en 10 mínútur til flutnings, Torfi benti á að ef reiknað væri með 5-10 mín. á fjölskyldu væri þetta skemmtidagskrá upp á c.a. 90 mínútur, sem mér finnst sko alveg frábært. ÞETTA VERÐUR BARA GAMAN.
Kærar kveðjur frá Guju, sem kom frá Kanarí í nótt, svört eins og syndin
20.2.2008 | 09:46
Heima er bezt - þjóðlegt heimilisrit
Ég fékk ábendingu um að í nýjasta tölublaði þessa ágæta tímarits (1. tbl. 58. árg. 2008) væri að finna endurútgáfu á greininni (var skrifuð í janúar 1962) eftir Halldór Ármannsson, um langafa á Ósi. Mér fannst gaman að lesa þetta aftur, en hefði gjarna viljað að myndin sem var á forsíðunni á gamla blaðinu hefði líka verið með greininni. Svona er maður - aldrei ánægður
Bless, Fjóla Ásg
13.2.2008 | 09:43
Þegar fátt er um skemmtanir....
...þá skuluð þið endilega drífa ykkur á svona heimakynningar. Þetta er ákaflega vanmetið og sumt fólk (konur) stynur ef boð berst á slíka. Ég var á einni hreingerningarvörukynningu í gærkvöldi og skemmti mér alveg konunglega. Ég komst að því að það er til fólk (konur) sem þvær hjá sér gluggana a.m.k. einu sinni í mánuði - utan og innan -, burstar í sér tennurnar með eldavélarhelluhreinsi og hreinsar sturtuklefann á meðan það er í sturtu.
Kv. Fjóla Ásg - alveg að fara að þvo gluggana, veit ekki um hitt.
9.2.2008 | 16:24
Hvernig væri að skella sér á skíði til Dalvíkur?
Nei, ég bara spyr. Það var ekki laust við að mig langaði á skíði í morgun þegar ég fór út að ganga með myndavélina og leit upp í fjall.......en sú löngun rann fljótt af mér aftur
.
Annars þyrfti maður nú að fara að þurrka rykið af skíðagræjunum, sérstaklega ef veðurguðunum þóknast að leyfa okkur að hafa þennan indæla skíðasnjó eitthvað áfram.
Hvernig er stemmningin eftir óveðrið?
kv. Guðný.
6.2.2008 | 14:11
Tómas Berg á afmæli í dag.
Til hamingju með 17 ára afmælið Tómas.
Bestu kveðjur til mömmu og Ara.
Akraselir.
2.2.2008 | 18:38
Nýja húsið okkar!!
Já, haldið þið ekki bara að við höfum verið að kaupa okkur hús!! Ég veit ekki hvort þetta fylgi því að verða fimmtugur, en allavega ákváðum við hratt og örugglega að skella okkur á þetta hús að Ásvegi 1, í næstu götu norðan við okkur. Gerðum tilboð sem húseigendur samþykktu, skrifum undir eftir helgina.
Nú þurfum við bara að selja íbúðina okkar jafn hratt og örugglega - vitið þið um kaupanda?
Hún er hérna:
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=283665
kv. Guðný og Siggi, Ásvegi 1.