Gleðilegt sumar

Ég óska ykkur öllum góðs og gleðilegs sumars.

Örsaga með sumarkveðjunni; 

Við systur (ég og Helga Sess) vorum að koma úr árlegri vorferð með saumaklúbbnum okkar.  Ég segi ykkur frá því vegna þess að Helga rústaði "ljótugjafakeppninni" þetta árið. Hún gaf uppsagnarbréfið sem hún fékk frá HB-Granda. Þetta kemur ykkur kannski ekki á óvart.

Kv. Fjóla Ásg  


Óli Gústa í víking.

Þegar þessir stafir eru pikkaðir inn er Óli Gústa í loftinu á leiðinni til Kaupmannahafnar.  Þar verður hann næstu fimm vikurnar á Restaurant Geranium (http://www.restaurantgeranium.dk/) að kynna sér nýjustu strauma og stefnur í hágæða matreiðslu.

Gott hjá Óla Gústa. 

ÓA


Viðtal við Stefán Ólafsson

Í dag var pabbi í viðtali við Lísu Pálsdóttur. Viðtalið verður flutt á morgunn. Fylgist með á rás 1.
Kv. Ása Björk.

Hvað ert þú að gera ??

Í Stykkishólmi er gefinn út pési sem heitir Stykkishólmspósturinn.  Þar er fastur dálkur sem heitir "Áskorandinn".  Í nýjasta tölublaðinu var viðtal við einn Jörfalinginn.  Gefum honum orðið:

15.07.07 302Hvað ert þú búinn að vera að gera í Danmörku? Þessa spurningu fæ ég oft þegar ég er heima, stundum frá fólki sem ég varla þekki og vissi ekki að þekkti mig... Fyrir þá sem ekki vita hver ég er þá heiti ég Sigurður Grétar, og er ég sonur Jónasar, á Gullhólmanum og Ingu á spító.  Nú er ég búinn að vera í Danmörku í eitt og hálft ár. Ég var einn af þeim sem þoldi ekki dönsku, og skildi ekki tilganginn í að læra hana. En tímarnir breytast víst, og eftir að hafa heyrt margt gott um lýðháskóla ákvað ég að skella mér til Danmerkur. Það er ákvörðun sem ég sé ekki eftir! Ég fór út í ágúst 2006 og ætlaði að vera fram að jólum. Skólinn sem ég valdi heitir Uldum højskole (uldum-hojskole.dk), og er í 1100 manna bæ rétt hjá Vejle á Jótlandi. Þegar ég kom talaði ég enga dönsku, en komst fljótt að því að við vorum 7 Íslendingar, sem gerði þetta auðveldara. Skólinn hafði enga sérstaka „linje„ sem þýðir að maður gat valið mjög mismunandi fög. Ég talaði bara ensku, þannig að ég þurfti að velja fög eftir því. Byrjaði á að taka allt sem tengdist tónlist, hljómsveit, kór, stúdíó, og svo dönsku og film (horfa á bíómynd einu sinni í viku!), sem þýddi að ég komst upp með að tala enga dönsku! En ég þyki nú frekar fljótur að byrja að röfla eitthvað í fólki, þannig að ég var fljótt búinn að eignast fullt af dönskum vinum sem nenntu að tala ensku við mig. Eftir u.þ.b. einn og hálfan mánuð ákváðu þessir „vinir“ mínir að hætta að tala ensku við mig og tala bara dönsku. Ég varð frekar fúll við þau, en mánuði seinna var ég allt í einu byrjaður að tala dönsku! Þetta gerði lífið mun aðveldara, og ég gat valið þau fög sem ég vildi, án þess að þurfa að hugsa um dönskuna. Ég ákvað meira að segja að fara með hóp úr skólanum til Tanzaníu, þar sem skólinn er búinn að byggja skóla fyrir krakka sem litið er á sem „frávik“ í bænum sem þau búa í. Áður fyrr voru þessir krakkar læstir inni í kofa eða búri á meðan foreldrarnir voru að vinna, og fengu ekki að fara út, vegna þess að litið var á þau sem refsingu frá guði. Þessu hefur einn af kennurunum í Uldum breytt. Fyrir 5 árum var hann í þessum bæ og spurði bæjarstjórann hversu margir í bænum hefðu einhverja fötlun, og var svarið að það væri enginn! Nú eru um 15-20 krakkar í skólanum sem hefur verið byggður frá grunni fyrir peninga sem hafa safnast á uppboðum nemenda á barnum í Uldum højskole! Ég fór til Tanzaníu í byrjun janúar og var í einn mánuð. Síðan ætlaði ég að vera mánuð í viðbót í Uldum, en það breyttist og ég fór heim í maí. Á þeim tíma gat ég tekið fög sem ég treysti mér ekki í þegar ég byrjaði, og þegar ég fór heim var ég t.d. búinn að vera í kór, hljómsveitum, hljóðveri, pólitík, pædagogik, musikledelse (þessi seinustu tvö gáfu mér svo meðmæli til að sækja um á leikskóla), matreiðslu, draumalesningu, jóga/hugleiðslu, sálfræði, blaki, fótbolta, og turnereband, þar sem við æfðum um 30 lög og fórum svo í viku ferðalag þar sem við spiluðum svo í öðrum lýðháskólum og í tvennum fangelsum, sem var mjög gaman. Því fagi lauk svo á „gamle eleve weekend“ þar sem um 200 gamlir nemendur úr skólanum komu til Uldum yfir helgi og hittu gamla félaga. Þessi helgi var seinasta helgin mín í skólanum. Þessir 9 mánuðir sem ég var í Uldum voru eitthvað sem ég bjóst aldrei við að upplifa þegar ég var sofandi í dönskutíma hjá Jenný í denn! Nú bý ég í Kaupmannahöfn og vinn sem supervisor hjá „Museum selskabet“ sem rekur „Guinness world records“ og „Ripley's belive it or not!“ söfnin á strikinu og ég kann bara nokkuð vel við mig hérna, en heima er best! vh. Sigurður Grétar

Það er gaman að fylgjast með Sigurði Grétari.  Bestu kveðjur að heiman.  En..... hvað ert þú að gera ???????

ÓA.


Til hamingju, Dagur.

Svona flýgur tíminn hratt - Til hamingju með afmælið, kæri frændi Smile

Kv. Fjóla Ásg.

PS. Eyrún Helgudóttir er dansari í atriðinu frá FVA í söngkeppni framhaldsskólanna á morgun - verst að þetta er ekki danskeppni...Wink


Maður fer nú bara að verða hræddur.....

....veit ekki hvort ég þori að koma heim aftur!  Níu ára krakkagemlingar að ræna kennaranum sínum!  Það er eins og ef bekkurinn minn tæki sig til Bandit!!

En krílin mín eru svo miklir englar að ég á von á betri mótttökum en þetta þegar ég kem heim frá Barcelona. Þessi vika hérna er búin að vera aldeilis frábær og ekkert spennandi að koma heim í slabbið og hríðina sem mér sýnist vera á Dalvíkinni draumabláu þegar vefmyndavélin góða er skoðuð.
 Við erum búin að vera mjög heppin með veðrið, gott íslenskt sumarveður alla daga, hitinn 17-24 gráður yfir daginn og um 15° á kvöldin. Búið að taka út alla helstu ferðamannastaðina í Barcelona, La sagrada familia, Gaudigarðinn, Montjüic hæðina með kastalanum, enska þorpinu o.fl. Dýragarðurinn skannaður, Gotneska hverfið tekið í nefið og aðeins kíkt í búðirCool

En nú er að tæma íbúðina og klára pakkann, eigum flug heim um miðnætti.

Guðný og gaurar. 


mbl.is Ætluðu að ræna kennaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr því að Guðný er að biðja um nýlegar upplýsingar...

 ...þá langar mig að setja hér inn gamlar upplýsingar í staðinn.

Ég hef, væntanlega líkt og flestir aðrir sem kynnst hafa, velt því fyrir mér  af hverju við í Jörfaliðinu erum eins og raun ber mjög glöggt vitni um. Ég hef loks fundið svar og er það hér fyrir neðan:

"Árni hét maðr Bjarnason, Grímsonar smiðs í Viðvík, hann bjó í Keldunesi norðr, hann var bróðir Ingibjargar, konu Jóns prests Gíslasonar í Saurbæ, og gat hann barn við þeirri konu, er Kristín hét Halldórsdóttir, og var systir konu hans,en af því at líf lá við, ok annar maður fékkst til að játa faðernið, þá gekk sá undir; fékk Halldór sýslumaður grun, ok gekk fast á Árna; hann neitti fyrst, þar til sýslumaður hét hönum frelsi, þá meðgekk hann, ok reið síðan með hönum viljugr til þíngs; var þing fjölmennt, ok mörg stórmæli...."

Svo ritar Espólín í VIII deild Íslands Árbóka útgefin árið 1829.

Skemst er frá því að segja að Árni þessi var leiddur í Lögréttu og spurður um faðerni barns þessa. Hann bað um frest til næsta dags og var hann honum veittur og er tekið er fram í annálum að hann fékk að ganga laus.

Morguninn eftir[...]"kom hann at ákvedinni stundu, ok kvaðst vera með sönnu fadir; þá buðu sumir yfirmenn hönum, at mæla fyrir hann við konúng, en hann neitti því, ok kvadst heldr vilja deyja fyrir synd sína enn lifa, mælti hann þat með allri stillingu ok óklökkvandi, ok furdadi menn hugprýdi hans."

Aðrir annálar m.a. Mælifellsannáll segja reyndar að hann hafi þegar þingmenn buðu honum að taka málið upp við kóng mælt ódauðleg orð: "Hafi eg med synd minni lífid forbrotid, skal eg á lífinu straffast" Það er miklu flottara og skal haft fyrir satt hér eftir.

En áfram heldur saga Espólín..."Þriggja bæna mun eg beida, sagði hann: er þat fyrst að eg sé frjáls og járnalaus, mun ek ei um hlaupast; þat annat, at snaudir menn fái klædi mín, en eigi bödullinn; ok hid þriðja, at líkami minn fái leg at kyrkju; var hönum því heitid; síðan gekk hann af lögréttu at heyrdum dómi, ok lagði sig á höggstökkinn, ok vard vid sem bezt, ok fannst mönnum mikid um. "

Þannig endar saga Árna Grímssonar. Þetta hlýtur að teljast hin fullkomna útganga, æðruleysið og karlmannleg viðbrögð við örlögum þeim sem honum eru ráðin af Stóradómi, eru til eftirbreytni.

Stundum er sagt að hlutur kvenna í íslandssögunni sé rýr, en hér koma lokaorð frásagnar Jóns Espólín:  "Kristín, barnsmódir hans, var ei þíngfær, ok var henni drekkt seinna í héradi."

Margir voru höggnir og mörgum drekkt á þessu eina þingi árið 1705. Tveim stúlkum um tvítugt var t.d. drekkt fyrir barnsgetnað með mun eldri mönnum, og getur maður bara ímyndað sér hvernig sá getnaður kom til. En réttlæti þessa tíma var víst fullnægt.

Einnig var auglýstur héraðsdómur......."um þann stórilla kynnta þjóf Jón Þórarinsson".....Nú til dags eigum við sem betur fer bara stórvel kynnta þjófa eins og Lalla Johns!

En aftur að Árna sáluga. Áður en þessi ósköp dundu yfir átti hann börn með konu sinni. Árið 1701 fæddist honum sonurinn Arngrímur, sem eignaðist dótturina Þorbjörgu árið 1731. Hún átti soninn Jón Vigfússon árið 1760 sem árið 1804 eignaðist Víglund. Sonur hans var Bergur fæddur árið 1826 og hans sonur var Ólafur Júlíus fæddur árið  1854. 1880 fæddist Ólafi sonurinn Ágúst Ólafsson sem árið 1912 eignaðist Ólaf. Hann eignaðist Stefán árið 1942 og árið 1970 eignaðist hann, þann sem hér ritar.

Árni Bjarnason, Grímsonar smiðs var sem sagt langa, langa, langa, langa, langa, langa, langaafi minn, því sem næst í beinann karllegg. Einhverra hluta vegna finn ég samt fyrir miklum skyldleika við hann. Líklega er það aðeins óskhyggja enda er atitjútið hjá honum; úr því að þið viljið drepa mig þá skuluð þið bara gera það, það er ykkar tjón. Það er dáldið kúl. Kannski eru líkindi með þessu og og því, þegar Þorgeir hékk í graðhvannarnjólanum í Hornbjargi og reiddist lífgjafa sínum. Það var líka kúl. Hugsanlega hefur Árni metið stöðuna þannig að jafnvel þó málinu yrði skotið til konungs þá yrði niðurstaðan hin sama, þess vegna væri betra að ljúka þessu af strax með reisn. Það tókst og er saga þessa óbreytta bónda sem annars væri öllum gleymdur, skráð í marga annála, og einhver afkomandi hans er að velta þessu fyrir sér rúmun þrjúhundruð árum síðar. Annar möguleiki er að hann hafi verið túradrykkjumaður kominn á 10. dag og því ekki vitað hvað hann sagði eða gerði. Ég vona þó ekki, þá færi glansinn af þessu. Hafa skal það sem betur hljómar

Ég geri mér reyndar grein fyrir því að níu ættliðir gera það að verkum að nokkrir tugir eða hundruð annara forfeðra "spilla" verulega hetjugeninu sem ég var að vona að ég hefði erft frá Árna afa. Svona gen hlýtur að geta fleytt hverjum sem er til æðstu metorða, ef það kemur ekki viðkomandi lóðbeint í gröfina eins og ofangreind saga vitnar um.

Með kveðju úr Borgarfirði syðri

JFS


Niðjatal

Kæra frændfólk.  Nú fer ættarmótið að nálgast. Jón Þór frændi Jóhannsson hafði samband við mig fyrir margt löngu og bað mig um að sjá um uppfærslu Jörfaliðsins í niðjatalinu. Við Magga skoðuðum þetta á dögunum og komumst fljótlega að því að MARGT hafði breyst síðan 2003. Ný börn, nýir makar, aukin menntun, ný störf og flutningar.... alltaf eitthvað að gerast.

Mér féllust eiginlega hendur þegar ég fór að skoða þetta og langar því að biðja ykkur að skoða ykkar legg og senda mér breytingar í tölvupósti sem allra fyrst, það er eiginlega svolítið langt síðan ég ætlaði að vera búin að þessu.....Pinch

Netfangið er gudnyo@simnet.is.

Kveðja,  Guðný. 

 


Tónlistarhátíðir

Nú er hátíðin Aldrei fór ég suður í gangi fyrir vestan. Nokkrir gárungar hafa ákveðið að halda hátíðina Aldrei át ég kruður í miðbæ Reykjavíkur að ári.... mér finnst það skemmtileg hugmynd.  Kv - Ása Björk


Gamli Jörfi og páskarnir

Gamli JörfiHeil og sæl. 

Hvernig er það, haldið þið að það verði traffík í Gamlanum um (og fyrir) páskahátíðina?  Bara að forvitnast, erum aðeins að spá í austurferð, allt opið og ekkert ákveðið enn.

 Kv. Guðný


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband