Flutt til Akureyrar!

Holtagata 4Jæja, þá erum við flutt í Holtagötu 4 á Akureyri! Þ.e.a.s. sá hluti fjölskyldunnar sem flytur norður núna. Óli og Steinar verða svo vonandi hér með annan fótinn.

Á sunnudaginn kom fríður flokkur Dalvíkinga, ásamt fleirum, og bar allt okkar hafurtask inn úr gámi sem kom að austan um helgina. Við Magga og Bjarki höfum síðan dundað við að tína upp úr kössum!

Okkur lýst mjög vel á okkur hérna. Gatan okkar er rétt ofan við Grófargilið, við Magga vinnum bæði í miðbænum og erum 5-10 mínútur að labba í vinnuna!

Verið velkomin í heimsókn! Gústi & co.


Eivör Páls en ekki Emilíana Torrini í Bræðslunni í sumar!

braedslanJæja, ætli maður láti sig ekki hafa það.....GetLost Annars er Eivör frábær og passar pottþétt vel í Bræðsluna með Magna og Damien Rice.

Annars allt fínt að frétta. Nennti ekki að spila golf í rigningu í morgun, fyrsta mót sumarsins. Byrjar ekki vel.......kemur allt!  Ég er að fara til Ungverjalands á þriðjudagsmorguninn og hlakka einhver býsn til. Starfsfólk Dalvíkurskóla er að fara í vikuferð, rúmlega 50 manns, m.a. til að kynnast ungverska skólakerfinu og pöbbamenningu Ungverja, fáum líka tíma til að kíkja aðeins í búðir Cool. Endum á færeyska sjómannaheimilinu Hólabrekkusystra í kóngsins Kaupmannahöfn í tvo daga.

Skólaslit í Dalvíkurskóla í gær. Hjörvar Óli fermingardrengur tók fyrsta samræmda prófið með glans, fékk 8,5 í ensku (mont mont mont.... ), aðrar einkunnir líka ljómandi góðar. Ég fékk enga einkunn eftir veturinn, enda bara í vinnunni Woundering

Sumarið verður vonandi gott. Planið er að njóta þess að þurfa ekki að gera neitt nema það sem mig langar til; spila golf, lesa góðar bækur(ekki námsbækur!), fara oft austur, ganga á fjöll og fiðrildi og damla í heita pottinum mínum!   Einhver plön í gangi hjá ykkur?

Kv. Guðný - í letikasti Tounge

 


mbl.is Eivör í stað Emilíönu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott amma

Ef þið opnið linkinn eru myndir af ömmu- og afa kaffi sem haldið var á leikskólanum þeirra Ragnheiðar Guðrúnar og Jóhannesar Þórs. Þar eru þessir englar með ömmu sinni. Ég gat ekki kóperað myndina (hún er eitthvað varin) svo ég sendi bara linkinn.  Ása Björk

http://www.borgarbyggd.is/ 


Fleiri afmæli....

Dalvíkurgengið, Ída Guðrún, Óskar og Óttar, þau eiga afmæli í dag. Sjálfsagt verður ekki haldið upp á afmæli fyrir greyin þar sem á Dalvík standa víst yfir Júróvísondagarnir miklu. Bestu afmæliskveðjur af Skaganum - við verðum bara með popp og kók yfir júró.....

Fjóla Ásg


Hann á afmæli í dag!

Safnaradrengurinn Óli Ara á afmæli í dag! Wizard

Ég man alltaf eftir því þegar Ólara var pínupons, örugglega ekki nema 4 ára þegar einhver var að tala um að eitthvað ætti að gerast um miðjan maí. Þá segir okkar maður spekingslega:"Er það kannski 16. maí?" Þá var ég ekki búin að fatta að hann ætti afmæli þá og varð barasta svona steinhissa yfir því hvað drengurinn var spakur!Joyful

Til hamingju með afmælið og öll hljóðfærin á sýningunni Óli minn!

Guðný móðursystir.  


Stefnumót við safnara í Gerðubergi.

Undanfarin ár hafa verið haldndar sýningar í menningarmiðstöðinni Gerðubergi sem kallast "Stefnumót við safnara".  Í ár er stefnumót við hljóðfærasafnara og vil ég vekja athygli á því að þar eru m.a. til sýnis 65 málmblásturshljóðfæri sem ég hef verið að safna að mér undanfarin ár.

 Ef þið eigið erindi í bæinn þá er ekki úr vegi að kíkja á sýninguna en hún stendur til 7. september.

ÓA

 


Loksins komið samband!

ferming 2008Jæja, þá er lífið að mjakast hægt og hægt í einhverjar skorður á þessu heimili, nettengingin kom í dag og síminn líka. Frá því við fengum afhenta lykla að Ásvegi 1 þann 1. maí og fram yfir hvítasunnuhelgina er lífið hjá okkur búið að vera heljarinnar rússíbani; fyrst skafið, skrapað, spaslað og pússað, síðan nánast allt húsið málað með aðstoð dásamlega fólksins í Sunnubraut 8 og Þrastarhóli - ég er hrædd um að við værum ekki komin svona langt ef þeirra hefði ekki notið við.  Flutningar gengu hratt fyrir sig, hraðvirkar vinnuvélar, pólverjar og taílendingar komu þar við sögu. Síðan í beinu framhaldi var Hjörvar Óli fermdur með pompi og pragt.  Mér fannst meiriháttar hvað ættingjar og vinir voru dugleg að mæta í fermingu, öll móður- og föðursystkin fermingardrengsins, einn ömmubróðir að ónefndum öllum öðrum. Rúmlega 100 manns og bara örfáir Dalvíkingar.  Hjörvar Óli sigldi í gegnum ferminguna yfirvegaður og rólegur að vanda, en alsæll með allt. Hann sendir góðar kveðjur og þakklæti til allra sem sendu honum kveðju og/eða gjöf í tilefni dagsins.

Nýja húsið að Ásvegi 1 er dásamlegt, að ekki sé minnst á pallinn, heita pottinn og gestahúsið Cool

Kveðja, Guðný. 

P.s. Tíni inn myndir í nýtt albúm næstu daga..... 


Leiðin liggur norður til Dallas..

Þrátt fyrir norðaustan rigningu og slyddu með hita rétt yfir frostmarki hefur straumurinn legið til Dallas.  Hefur einhver ástæðu til að sitja heima ?  Ef svo er, vinsamlegast gerið ítarlega grein fyrir ástæðum fjarvista.

 


Og allir komu þeir aftur...

..eða allavega held ég það örugglega. En í gær lögðu Rögnvaldur, Atli og Dagur A. upp í ferð austur í Gamla til að setja upp hitakútinn ógurlega, fyrir voru í Jörfa Gunna og Geiri. Áður en þeir lögðu af stað voru skeytin að sjálfsögðu tekin og niðurstaðan varð að best væri að drífa sig strax af stað því veðurspáin væri síðan bara versnandi og hitakúturinn sá arna yrði hreinlega að fara að komast upp.

Þeir héldu því af stað en fregnuðu það svo á miðri leið að Vatnsskarðið væri nú ófært, áfram héldu þeir nú samt því þeir eru á jeppa! Begga var svo tekin með á Egilsstöðum, líklega hafa þeir ætlað að nota hana til að troða slóð yfir skarðið. En hún dugði ekki til, jeppinn komst ekki nema rétt upp fyrir Unaós (held ég), þar snarar Atli heljarmenni og göngugarpur sér út úr jeppanum og heldur fótgangandi yfir Vatnsskarðið með verkfæratöskuna en Rögnvaldur og Dagur snúa til baka með Beggu með sér.

Niðri á Borgarfirði var Geira farin að leiðast biðin eftir "hitakútsuppsetningarmönnunum" þannig að hann hóar á hjálp frá alvöru jeppamanni, Kára Borgari og þeir leggja upp í björgunarleiðangur. Eftir langa leit ákveða þeir að "hitakútsuppsetningarmennirnir" hljóti að hafa snúið við því að ekkert bólar á þeim og ákveða því sjálfir að snú við. Sem betur fer fengu þeir boð um það rétt í því að þeir voru að fara að snúa til baka, að á Vatnsskarðinu væri fótgangandi maður með verkfæratösku ógurlega og þeir beðinir í guðs bænum að finna hann áður en þeir fari til baka, sem þeir og gerðu.

Á teljaranum á Vatnsskarið er hægt að sjá að um hálffimmleitið í gær fóru þrír bílar um Vatnsskarð, þetta var í raun og veru bara einn bíll...

En eftir því sem ég best veit eru Raggi, Dagur og Begga núna á leið onyfir - það er búið að moka skarðið.

Magga Á (sem fór ekki með)


Dagný Reykjalín þrítug.

  Dagný Reykjalín

 

Til hamingju með afmælið Dagný. 

Vonum að þið hafið það gott. 

Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband