27.7.2008 | 22:39
Ættarmótsmyndir!
Halló öllsömul og takk fyrir síðast!
Ég er búinn að setja inn slatta af myndum frá ættarmótinu. Þær eru í tveimur albúmum Ættarmót 2008/1 og 2 (virðist vera einhver hámarks fjöldi sem hægt er að setja í albúm). Og að sjálfsögðu fá fánaberarnir að vera hér á forsíðunni!
Þetta var aldeilis frábært ættarmót og ekki skilst mér að nýliðin helgi á Borgarfirði hafi verið síðri. Spurning hvort Gamli-Jörfi verður tómur á Álfarborgarsjensinum.
Bestu kveðjur, Gústi.
21.7.2008 | 20:43
Ógleymanlegt
Takk fyrir stórkostlegar samverustundir um helgina. Maður getur ekki tekið eitt framyfir annað. Eitt er samt víst, við verðum að hittast oftar
Hjartans kveðjur, Fjóla Ásg.
PS. Ég var myndavélarlaus í trausti þess að Guðný myndi ausa myndum....plíííísssssssssssss.....
12.7.2008 | 23:22
Golfmeistarar Jörfaliðsins!!
Örugglega satt....en samt er þetta pínu "feikuð" mynd. Vorum að ljúka fjögurra daga meistaramóti í golfi og erum ótrúlega góð, jafnvel þótt við höfum fengið bikarana lánaða í smástund
!
Reyndar komum við Siggi heim með bikara, ég fyrir annað sætið í mínum flokki og Siggi þriðja í meistaraflokki - Raggi var rosa góður líka og varð fjórði í sínum flokki, erfiðustu andstæðingarnir þar !
Dagskrá ættarmótsins er virkilega flott og ég hlakka einhver ósköp til. Sérstaklega heillar mig setningin að hætti Hóllendinga - sé fyrir mér Ós-ættarlið í lange baner standa hljóð í þrjár mínútur ! Svo er ég líka svolítið spennt fyrir jarðarberjunum, þó við þurfum að borga sérstaklega fyrir þau.
Gústi systir, ertu ekki tilbúinn fyrir ratleikinn?
kv. Guðný golfari.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.7.2008 | 10:22
Ósættarmót - endanleg dagskrá, allt orðið klárt :)
Jæja, hér kemur dagskráin í endanlegri mynd. Ég vil vekja athygli á örlítilli breytingu á mótsgjaldinu, þar sem teygt var á aldursmörkunun, sem vonandi kemur sér vel fyrir einhverja, svo og á því að hægt er að gera upp áður en lagt er af stað. Svo verður bara ótrúlega gaman
Guja syss/frænka.
ÓS ÆTTARMÓT - 2008
Föstudagskvöldið 18. júlí.
Kl: 17:00. Skráning í Fjarðarborg - Afhending (nátt)gagna. Posi á staðnum í boði bræðranna frá Merki.
Kl: 19:30. Skrúðganga frá Fjarðarborg á tjaldsvæði, fánaberar fara fyrir göngunni ásamt lúðrasveit útbæinga
Kl: 20:00. Hátíðin sett að hætti Hóllendinga (3 mín þögn)
Kl: 20:03. Fjöldasöngur, allir sem hljóðfæri geta valdið taki með sér píanó eða flygil
Kl 22:00. Nú færist ró yfir tjaldsvæðið, við færum okkur yfir í bræðsluna og höldum áfram spjalli og léttum söng yfir kertaljósum fram eftir kveldi, kveðnar verða rímur - í bland við skyggnilýsingar Gumma frá Ósi Sérhver ættleggur er beðinn að vera sem skrautlegastur í skrúðgöngunni, veitt verða verðlaun fyrir athyglisverðasta ættlegginn að ættarmóti loknu.
Laugardagur 19. júlí.
Kl: 10:00. Ratleikur í boði Jörfasystra, jafnt fyrir unga sem aldna, lagt verður af stað frá Bræðslunni þar sem Gústi í Jörfa (hann er smáfríðastur þeirra systra) fer yfir leikreglurnar
Kl: 14:00. Heyvagnaferð, lagt verður af stað frá Bræðslunni, ekið verður í gegnum Bakkagerði og endað inn við Brandsbalarétt, þar verður sannkölluð karnival stemmning, söngur, grín, leiksýningar og úlfaklifur. - Ási leiðir aksturinn. Fyrir þá sem ekki vilja í heyvagnaferð verða í boði siglingar um fjörðinn fagra á vægu verði með honum Kára og gönguferðir við allra hæfi um hóla og hæðir með Árna Áskels
Kl: 18:00. Veislan í Bræðslunni Fjöldasöngur, ættliðagrín, spakmæli, leyniatriði og fjöldi annarra stórskemmtilegra atriða. Við skemmtum hvort öðru þetta kvöld, ætlast er til að hver ættleggur leggi til ca. 10 mín atriði, það má vera allt frá söngleik að ljóðalestri, veitt verða verðlaun, gullpeningar og farandbikarar, fyrir skrautlegheit, skemmtun og allt það annað sem fær okkur hin til að brosa
Sunnudagur 20. júlí
Kl: 11:00. Hátíðarmessa. Við endum hátíðina með guðjónustu þar sem Séra Jóhanna Sigmarsdóttir þjónar fyrir altari. Minningarorð verða tileinkuð Jóa afa og Beggu ömmu. Við hvetjum til góðrar mætingar í messuna. Búið verður að útbúa söngtexta til að gera þetta sem hátíðlegast
--------------------------------------------------------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR.
Hátíðargjald verður i boði á þessu ættarmóti, er það eftirfarandi:
Börn frá 0-6 ára frítt , innifalið allt það sem í boði er nema jarðaber
Börn frá 7-14 ára 2000 kr. - matur, grín, glens og hárteygjur
Börn frá 15 99 ára 5500 kr. - matur,grín, glens og raksápa
Innifalið í miðaverði er auk allra skemmtiatriða, tvíréttuð máltíð í bræðslunni sem Fjarðarborg framreiðir og eitt Niðjatal ásamt einni Söngbók til hverrar fjölskyldu. Við skráningu fá allir barmmerki sem gildir sem kvittun fyrir kvöldverði. Til að lágmarka lausafé í umferð viljum við biðja alla sem tök hafa á að greiða sitt þátttökugjald inn á reikning 0175-05-71487 kennitala 640204-3030 áður en mætt er á staðinn. Sjáumst hress kæru vinir.
Ós - Ættarmótsnefndin 2008.
Vinir og fjölskylda | Breytt 13.7.2008 kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2008 | 11:26
Einn miði á Bræðsluna?
Góðan daginn gott fólk. Hann Stebbi minn ætlaði að fara að kaupa sér miða á Bræðsluna en þá er bara allt uppselt. Hann bað mig að skrifa hér og spyrja hvort einhver ætti miða afgangs að selja sér. Hann bauð meira að segja 7000 kall fyrir . Damien Rice er uppáhaldstónlistamaðurinn hans. Kveðja - Ása Björk
29.6.2008 | 14:07
Ósættarmót - húfuframleiðsla


25.6.2008 | 22:32
Drengur fæddur!!
Klukkan 10:03 í morgun barst mér eftirfarandi skeyti frá Hjörleifi bróður:
Hraustur og gegn Mýramaður. 10 fingur, 10 tær.
Kv-Ása Björk
19.6.2008 | 10:57
Stuð í pottinum
Ég fékk ákaflega skemmtilega heimsókn á þjóðhátíðardaginn; systkinin Palli og Lára í miklu þjóðhátíðarstuði. Þau voru búin að taka þátt í öllu þessu helsta sem maður gerir á 17. júní; fara í andlitsmálun, taka þátt í skrúðgöngu, fara á hestbak, slást um karamellur úr flugvél, skreppa á rúntinn með slökkviliðinu - Palli fór reyndar tvær ferðir þar af því hann var fastur í öryggisbeltinu!
Það var ekki slæmt að enda svo daginn í heita pottinum í Ásveginum með sleikjó
kv. Guðný.
13.6.2008 | 14:03
Júní afmæli
Grétar Njáll Helguson má tjalda í dag - orðinn tuttuguogfimm. Til hamingju með það,
Kv. Fjóla Ásg
10.6.2008 | 09:44
38 dagar í ættarmót....
Mig langar svo til að hlera hvort það eru ekki allir á leiðinni á ættarmót. Það lítur út fyrir að ég komi með allt mitt. Guja er búin að segja mér að það verði dýrðlegt veður. Hún hefur sko alltaf sagt mér satt. Tralalala.....ég hlakka til.
Kv. Fjóla