Prik vikunnar!

Magga altmuligmanneskja og handhafi priks vikunnar :)Í okkar ágæta bæjarblaði sem heitir Bæjarpósturinn og kemur út vikulega, er m.a. haldið út einum þætti sem nefnist "Prik vikunnar". Júlli Júl (fiskidags...) sér þar um að veita viðurkenningu þeim sem honum finnst skara fram úr á einhvern hátt í bæjarfélaginu eða hefur unnið einhverskonar afrek sem honum þykir tilefni til að hrósa sérstaklega fyrir og þykir það þónokkur heiður að komast á blað hjá Júlla. Stundum úthlutar hann nokkrum "prikum" í senn, en í síðasta Bæjarpósti var greinin hans svohljóðandi:

"Prik vikunnar hlýtur að þessu sinni hress, jákvæð og bóngóð ung kona sem vinnur hjá Dalvíkurbyggð. Hún svarar hress í síma, tekur vel á móti viðskiptavinum og öll mál eru leyst með bros á vör. Já, þetta er hún Margrét Ásgeirsdóttir símadama og altmuligmanneskja á skrifstofu Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsinu. Að þessu sinni ætla ég að leyfa ljóma priks vikunnar að skína á Margréti eina og geyma önnur prik til næsta blaðs. "

Svo mörg voru þau orð.  Vildi bara láta ykkur vita að ég þekki hana!!  Tounge

Kv. Guðný, ömmusystir barnanna hennar Margrétar.


Afmæli

Hún Helga Sess á afmæli í dag - hún bíður í kökur og kruðerí í allan dag á heimilinu sínu, allavega þeim sem koma með stóra pakka - helst mjúka Wizard

Kær kveðja frá Möggu systir


Áskorun til FJÓLU!!

Meiriháttar hvað okkur fjölgar ört í Jörfaliðinu - bara flottust!  Bíð spennt eftir næsta kríli.

Hinsvegar langar mig ROSALEGA að frétta eitthvað af sólarlandaferð Gunnu systur og frumburðarins. Fjóla, ég skora á þig að koma með nýtt blogg með frétt og myndum úr ferðinni! Sideways

Kv. Guðný


Auður Vilhelmína

er komin í hendurnar á foreldrum sínum úti í Kína og er hraust, falleg og glöð og tengist Ástu og Jóa betur með hverjum deginum sem líður. Ragnheiði Guðrúnu finnst hún flottust en Auði finnst Ragnheiður alflottust. Tóm bullandi hamingja, vika í þau.

 

HHS


7. september!

oligustaSæl öllsömul!

7. september er fæðingardagur pabba okkar, afa, langafa og langalangafa, Óla Gústa í Gamla Jörfa. Hann var fæddur þennan dag árið 1912 og hefði því orðið 96 ára!

Það er sjálfsagt fyrir okkur öll að minnast hans á þessum degi, þar sem ég veit að hann skiptir okkur svo miklu máli.

Við sem munum eftir pabba, minnumst hans með miklu þakklæti! Þau okkar sem yngst eru hittu hann að sjálfsögðu ekki, en þekkja hann vonandi af frásögnum þeirra sem eldri eru.

Blessu sé minning pabba!

Kv. Gústi. 


Ójá, enn fjölgar í Jörfaliðinu :0)

dullan.jpgLitli stubbur Óla- og Dagnýjarson mætti í heiminn um 01:24, sunnudaginn 31. ágúst.  Yndislegur eins og hann á kyn til, mér finnst hann mjög líkur stóra bróður sínum - enda ekki leiðum að líkjast Smile!

Fullt af myndum af stubb og stóra bróður á síðunni hans Danna: http://www.reykjalin.com/daniel/

Velkominn í heiminn, frændi sæll!!

Daníel Skíði stóri bróðir var í góðum gír þegar guðmóðirin kíkti í heimsókn í dag.

Danni stóri bróðir Kv.Guðný.


Haustið læðist að

Sælinú. Fer svo oft hér inn og sé að nú er einhver lágdeyða yfir blogginu. Allir að snudda í sínu geri ég ráð fyrir. Það örlar á hausti hér í höfuðborginni ekki síst vegna rigningar sem fellur á skólabörn stór og smá. Á Ljósó er rútínan tekin við sumarslugsi, allir glaðir með það. Þrjú okkar af fjórum eru að byrja í nýjum skóla svo það er í mörg horn að líta og margt nýtt að fást við. Eyvindur er að byrja í 8. bekk í Hagaskóla. Þar lenti hann í góðum bekk að eigin sögn. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að hann sé meðal 550 annara unglinga á aldrinum 13-16 ára. En það láta allir vel af þessum skóla og starfsliðið virðist vera mjög gott. Skarphéðinn er að byrja í stjórnmálafræði og heimspeki í Háskóla Íslands. Gott að vita að fólk fari ennþá í þann gróna skóla. Ef ég þekki son minn rétt þá á það við hann að rökræða málin við kennara sína og samstúdenta. Mamman byrjaði líka í nýjum skóla, reyndar frá aðeins öðrum vinkli. Mér lýst afar vel á mig í HR, vel tekið á móti mér og fullt fullt af skemmtilegum verkefnum sem bíða mín. Stebbi minn klárar sinn Ármúla í vor. Þannig að það er allt í góðu á Ljósó.

 Set inn eina litla sumarmynd frá því á ættarmóti. Getum yljað okkur við þær minngar svo um munar.

born_i_jorfa.jpgNú eiga allir að koma með haustfréttir Smile Kv- Ása Björk


Gestir, skógarmessa og berjamór

Jói spói og Ketill vinur hansVið fengum góða gesti í "bröns" á pallinn í morgun. Hjörleifur Helgi og fjölskylda litu við eftir helgardvöl í Ytri-Vík, hress og kát að vanda.  Þegar gestirnir höfðu yfirgefið okkur, fór mín og söng við skógarmessu í Hánefsstaðareit, glampandi sól og hiti, greinilega himnaföðurnum í vil að messað sé svona úti undir beru lofti. Talandi um ber, við enduðum daginn í berjamó, fundum mikið af góðum aðalbláberjum, lyngið svignar undan stórum og flottum berjum, reyndar lítil innanum, en þetta lítur afar vel út. Vantar bara góðan regnskúr.....

Sumarfríið á enda - mæting í skólann í fyrramálið.  Æi, það er bara gott, kominn tími á smá reglusemi..

FootinMouth

kv. Guðný


Mögnuð helgi

smakk.jpgFiskidagshelgin tókst frábærlega vel.  Við buðum gestum og gangandi uppá ca 60 lítra af fiskisúpu sem Óli Gústa galdraði í potta og kvittuðu rétt um 450 manns í gestabókina. Við tókum sérstaklega eftir því hvað allir voru kurteisir og þakklátir, fyrirmyndargestir! Boðið var uppá kaffi og súkkulaði á pallinum og vakti það mikla lukku, og ekki spillti harmonikkuleikurinn fyrir! Meðal annarra frægra komu Magga frænka og Siggi úr Bláskógum í Breiðdal í súpu til okkar, að ekki sé talað um þau systkini Kjalla frænda og Þóru, Rúnu Dóru og Óla ásamt Helgu Björgu og Kára svo einhverjir séu nefndir. 

Her manns stóð að súpunni í Ásvegi 1: Auk húsráðenda voru það Magga og Atli, Guja og Raggi, Skúli og Linda, Jónína og Halldór, Gústi og Óli, Gunna og Geiri og vil ég biðja lesendur að hrópa ferfalt húrra fyrir þessu magnaða fólki - án þeirra hefði allt farið í vitleysu! Óli Gústa fór á kostum í eldamennskunni og vildu margir meina að besta súpan hefði verið hér Wink

Þeir sem misstu af súpunni hans Óla í þetta sinn (t.d. þeir sem fóru á Clapton ;) geta látið sig hlakka til næsta fiskisúpukvölds, en stefnt er að því að bjóða aftur upp á súpu þá, reynslunni ríkari.

Fiskidagurinn sjálfur var frábær að vanda, kaldur en bjartur og gekk allt eins og best varð á kosið. Partý á pallinum að Ásvegi 1 að lokinni flugeldasýningu þar sem Breiðanesbræður voru með atriði og hálfur Hundur í óskilum og annar á gítar héldu gleðinni gangandi langt fram á nótt.

Semsagt; aldeilis frábær helgi með frábæru fólki! Happy

 

Kíkið á nýtt myndaalbúm - fiskidagshelgin 2008 Smile

 


Fiskidagurinn ógurlegi nálgast!

fiskur.jpgJæja, nú er að koma að því. Fiskidagurinn mikli næsta laugardag og allt á útopnu í undirbúningi.

Við höfum ákveðið að ganga alla leið og opna húsið okkar fyrir gestum og gangandi á föstudagskvöldið - eins og reyndar 50 aðrar fjölskyldur á DalvíkTounge

Sumsé, ykkur er boðið í dýrindis fiskisúpu "a la Jörfaliðið" að Ásvegi 1, kl. 20:15 á föstudagskvöldið! 

Sjáumst!

Húsráðendur að Ásvegi 1, Dalvík. 

---------------------

P.s. Óskum eftir skemmtilegum gítarsnillingi til að halda uppi fjörinu á pallinum Whistling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband