Homophobic Assbleed

Bergþór

 

3. nóvember: Úrslit í tónlistarkeppni nemendafélagsins á haustönn 2008
Árleg tónlistarkeppni nemendafélagsins var haldinn í Bíóhöllinni síðasta föstudag. Að þessu sinni nefndist keppnin Stofurokk. Sex hljómsveitir stigu og svið og léku þrjú lög hver.
   Homophobic assbleed
var valin besta hljómsveitin. Hana skipa Bergþór Viðarsson sem syngur og leikur á bassa, Egill Arason á gítar og Bergur Líndal Guðnason sem slær á trommur og syngur bakraddir. Í öðru og þriðja sæti voru hljómsveitirnar Devil's train og Black sheep.
   Marinó Rafn Guðmundsson var valinn besti gítarleikari keppninnar, Bergþór Viðarsson besti bassaleikarinn, Þór Birgisson besti söngvarinn og Bergur Líndal Guðnason besti trommuleikarinn.
    Skólavefurinn óskar sigurvegurum í tónlistarkeppninni til hamingju.

(montna mamman fékk þetta að láni hjá FVA og NFFA)

Ég veit að titillinn á færslunni ef vafasamur en hann skýrir sig sjálfur. Þessi keppni er haldin á hverju hausti hér í Fjölbrautaskólanum og það er lögð mikil vinna í hana. Sindri Atlason (og Möggu) var einn að þeim sem stóðu fyrir þessu í ár. Hann var samt ekki í dómnefndinni. Hana skipa utanaðkomandi. Smile 

Kv. Fjóla Ásg, eða motna mamman....

 

 


Myndir af Jónasi Bjarti

Jónas Bjartur 2Jónas Bjartur 1

 

 

 

 

 

 

Góðan daginn, hver ert þú ?                                                             Er hægt að hækka aðeins á ofninum ?


Vertu velkominn Jónas Bjartur.

Nýr Jörfaliði fæddist í gærkvöldi, 25. október.  Það er hann Jónas Bjartur Þorsteinsson frá Stykkishólmi.  Hann vóg 11 merkur en ekki hefur tekist að mæla hann.

Til hamingju Steini, Bogga, Bryndís Inga og Dagný Elísa og Inga og Jónas.

Kær kveðja,

Begga ömmusystir.


Viðvörun frá Veðurstofunni....

 heiti potturinn í snjónum

....og hvað gerir fjölskyldan að Ásvegi 1 á Dalvík?  Jú, hún mokar sér leið í heita pottinn, lætur renna í hann og dormar þar í stórhríðinni!  Mmmmm....dásamlegt!Cool

Óli minn Gústa, til hamingju með frábæran árangur með kokkalandsliðinu og velkominn heim!

Kveðja, Guðný. 

 


Takk fyrir mig!

p1020909.jpgKæru Jörfaliðar!

Ég þakka innilega fyrir góðar kveðjur og gjafir í gær, þegar ég varð FIMMTUGUR! Ótal hringingar, sms, tölvupósta og hvaða boðskipti nú voru notuð! En FIMMTUGUR þýðir ekki að ég sé orðinn GAMALL! Því eins og Raggi mágur segir: „Það er ekki eftir sem búið er,“ þannig að nú er þessu verkefni lokið og best að snúa sér að því næsta!

p1020910_701952.jpgVið héldum lítið heimboð fyrir nærstadda ættingja, mjög skemmtilegt að fá þau í heimsókn! Það var engin stórveisla í þetta sinn....og verður ekki. Hinsvegar bið ég ykkur öll að taka frá laugardaginn 8. nóvember! Þá ætla ég að hafa opið hús í Lóni, félagsheimili karlakórsins míns. Þar verður frjáls mæting í súpu og brauð og vonast ég til að sjá sem flest ykkar þar!

Kv. Gústi.   

 

 


100/2 = 50

Öldungurinn Ágúst Ólafsson

Í dag er 16. október um allt land og aðeins 69 dagar til jóla.  Að því tilefni þá tók ég upp reiknistokkinn og setti upp dæmi.  Gefum okkur að við tökum einhverja tölu, t.d. eittþúsundníuhundruðfimmtíuogátta og drögum hana frá tvöþúsundogátta.  Mér til mikillar furðu þá kom út sama tala og í dæminu í fyrirsögninni; fimmtíu.

Gústi kokkur fær verðlaun að því tilefni.  Til hamingju gamli.

 ÓA.


Knúsvikan mikla

http://www.julli.is/knus.htm

 

Knúsumst í gegnum lífið!  Kissing


Sláturgerð og árshátíð

Húsfreyjan í Ásvegi 1 ;)Já, nú á þessum "síðustu og verstu" er málið að taka slátur. Það hefur ekki verið gert sl. þrjú ár í þessari stórfjölskyldu, en eftir léttan fjölskyldufund var ákveðið að taka slátur í ár. Þetta reyndist að sjálfsögðu hin besta skemmtan, eða finnst ykkur konan á myndinni eitthvað þunglyndisleg? Woundering

Annars erum við frænkur og "móðursystur" á leið á árshátíð Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar í kvöld, báðar í stjórn og alles og sú yngri önnur af tveimur veislustjórum!! Siggi minn og Atli sinn fá að sjálfsögðu þann heiður að vera menn kvennanna sinna í kvöld. Flottur matur og Byltingarball á eftir, get ekki beðið! 

 kv. Guðný


Föst í lyftu í borg óttans!

 

Vorum að koma heim úr ferð á sjávarréttasýn....nei, sjávarútvegssýninguna í borg óttans, Reykjavík. Mikið fróðlegt, mikið fjör. Upplifði að festast í lyftu í fyrsta sinn, þarf ekki að gera það aftur, guði sé lof fyrir það! Það bjargaði lífi mínu að ég var með símann minn, spilaði snake í símanum í um tuttugu mínútur, þangað til kom góður kall frá Securitas og skrúfaði framhliðina af lyftunni og dröslaði mér uppúr henniBlush. Mér finnst það eigi að vera símasamband í öllum lyftum landsins. Þetta var óþægileg lífsreynsla, mæli ekki með þessu við nokkurn mann. 

Það hefur verið óvenju mikil hreyfing inni á síðunni okkar í dag, tuttugu og níu gestir og 563 flettingar!

Ástæðan er þessi: http://www.borgarfjordureystri.is/index.php?pid=2 . En mikið væri spennandi að sjá einhverjar kvittanir fyrir heimsóknina, í gestabók eða komment! Wink

Kveðja, Guðný. 

ps. var að setja fleiri myndir á flickr síðuna mína, kíkið endilegaJoyful

 


Haustferð í Gamla Jörfa

fjaran.jpgÆtli sé ekki best að hlýða henni Pálínu með prikið og skjóta inn nokkrum myndum.  Við vorum semsagt í Gamlanum um síðustu helgi ásamt félögum okkar í Matarklúbbnum Aski sem hefur starfað í allnokkur ár. Í stuttu máli sagt þá var ferðin frábær, Borgarfjörður skartaði sínu fegursta, veðrið var meiriháttar og allt í plús. Við fórum út um allt; út í Merki, upp í kirkjugarð, niður í Gusu, niður í Ós, í Kerlingarfjöru og Stekkjarfjöru, upp á Álfaborg, inn í kirkjuna og út á bryggju svo eitthvað sé nefnt. Nokkrir fóru meira að segja upp á Kúahjalla og Hrafnatinda! 

Það ber helst til tíðinda úr firðinum fagra að Nýji Jörfi hefur farið í gagngera andlitslyftingu, búið að klæða hann í ný föt! Húsið sem var orðið ansi lúið er sem nýtt, algjört augnakonfekt, eins og þið getið séð á mynd í albúminu (Haustferð 2008).  

 Gamli Jörfi bað kærlega að heilsa öllum í Jörfaliðinu og bíður spenntur eftir næstu heimsókn Joyful

kv. Guðný. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband