Emil Ragnar Reykjalín Ólafsson

var skírður í gær og ég missti af því!  Crying

Til hamingju með fallegt nafn elsku frændi og foreldrar!  Mikið væri nú gaman að fá nokkrar myndir hér inn - svona uppá heimildargildið!

Ég missti sumsé af skírninni af því ég var á heimleið frá útttlöndum, skrapp til Rómar til að skoða skóla og funda með samstarfsfólki í Comeniusarverkefni sem ég er verkefnisstjóri í. Ekkert sérstaklega leiðinlegt, reyndar var Róm með blautara móti, þrumuveður og læti um nætur og miiiikil rigning alla daga!  Við sáum "bakhliðina" á Róm, skólarnir voru í hálfgerðu fátækrahverfi þar sem fólk býr við frekar þröngan kost. En ég sá líka "framhliðina", fór í Vatikanið, skoðaði Sistinsku kapelluna, það var stórkostlegt, en allt of stuttur tími.  Ef vel er að gáð má sjá grilla í undirritaða í rauðri peysu á einni myndinni hér, http://www.mahatmagandhi.it/Comenius.html  þær voru teknar í kaffiboði hjá skólastjóra skólans sem við vorum í.  Smelli kannski inn einhverjum myndum þegar ég hef tíma!Errm

Kveðja, Guðný.

 


Afmæli !

Í dag er hann Ágúst Óðinn Ásgeirsson 1. árs Wizard Til hamingju með það litli krútthaus.
Kveðja kær frá ömmusystir á Dalvík og fjölskyldu.


Óli Gústa og sveinsprófið.

Óli Gústa meistarakokkurÍ dag bauð Óli Gústa okkur á prófsýningu í Menntaskólanum í Kópavogi.  Þarna sýndu kokkanemar prófverkefni sín í köldum réttum, en það er hluti af sveinsprófsverkefnum þeirra (heitu réttirnir eru í næstu viku).  Við erum að sjálfsögðu mjög stolt af Óla okkar og ekki er annað að sjá að hann sé það einnig.  Okkur þótti verst að mega ekki smakka.  Fleiri myndir eru í myndasafninu.

Takk fyrir okkur, Akraselir.


And live goes on......komið að laufabrauðinu!

Já, Norðurlandsdeild Jörfaliðsins (sem stækkar og stækkar) kom saman að Ásvegi 1 sl. sunnudag og gerði laufabrauðið sitt. Hátt í þrjú hundruð kökur voru skornar út af mikilli list og steiktar á eftir. Dagur Atlason sá um skemmtiatriði meðan skorið var og brustu menn jafnvel í dans undir dunandi harmonikkuleik. Ljóst þykir að afi Geiri hefur eignast mjög verðugan arftaka, allavega fékk hann að halda áfram að skera sínar kökur óáreittur! Joyful Lára á þetta laufabrauð! Mágum Rögnvaldar fannst hann stoppa heldur stutt við skurðinn og voru menn jafnvel farnir að tala um að senda honum reikning, en hann bætti það allt upp með heljarinnar pizzuveislu í lok dags.

Dásamleg hefð - rosa gaman að gera laufabrauðið, en alltaf gott þegar það er búið!  Tounge

 Fullt af nýjum myndum í albúmi - laufabrauð 08!


Afmæli og afmæli

Í gær varð Sindri Már tvítugur, í dag er Stefán Bjartur tvítugur! Til hamingju strákar, haldið áfram að vera svona frábærir!! Wizard

væm-væm Magga mamma og frænka


Takk fyrir allt og allt.

Bergrún Jóhanna ÓlafsdóttirElsku Jörfaliðar, aðrir ættingjar og vinir.

Okkur langar til að senda ykkur öllum innilegar þakklætiskveðjur í kjölfar skyndilegs fráfalls, kistulagningar og jarðarfarar okkar elskulegu Beggu mömmu, tengdamömmu og ömmu.

Ykkar hlýhugur, vinátta, stuðningur, samtöl, knús, kossar, faðmlög og yndislegar hugsanir hafa verið okkur styrkur á erfiðum stundum og mun verða áfram.

Helga, Óli, Sigrún og ömmustrákarnir.


Afi á Ósi í Útvarpinu

Ós- mynd GSÓNæstkomandi föstudag, 28. nóvember, verður fjallað um Jóhann Helgason, afa okkar, langafa, langalangafa og langalangalagafa, í þættinum Sagnaslóð á Rás1.

Þar verður meðal annars sagt frá mikilli svaðilför afa, sem hann fór frá Hjarðahaga á Jökuldal til Vopnafjarðar. Í þessari ferð hreppti hann vonskuveður og varð að liggja úti. Fleira kemur við sögu í þættinum.

Kv. Gústi.

   


Hún á afmæli í dag....

 Guðrún Ágústa

....hún á afmæli í dag

hún á afmæli hún Gunna

hún á afmæli í dag. Wizard

 

Til hamingju með daginn, kæra systir!

Guðný og gaurasafnið.

 

p.s. Ég sá afmælisbarnið í afmæli bróður okkar í gærkvöldi og bar hún sig bara nokkuð vel, er bara ern gamla konan. Tounge


Jónas Bjartur útskrifaður og kominn í heim.

DSC02660DSC02663

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sælir kæru vinir.

Við viljum þakka allan stuðningin síðustu tvær vikur. Svona vinátta er ómetanleg.

En Jónas Bjartur fékk fína skoðun í dag og var útskrifaður, og þar sem næsta skoðun er ekki fyrr en eftir tvær vikur brunuðum við fljótlega í Hólminn eftir sýningu hjá ömmu og afa í rvk. Dagný, Bryndís, amma og afi tóku svo á móti okkur heima.

Bestu þakkir og kærar kveðjur. Steini ,Bogga og stelp fjölsk. Smile

 

 


Laugardagur til lukku!

fyrstiKæru Jörfaliðar og aðrir vinir!

Mig langar að minna ykkur á síðbúið afmælisboð á laugardaginn. Það verður opið hús í Félagsheimilinu Lóni, Hrísalundi 1 á Akureyri (sjá hér). Þar verður frjáls mæting í súpu og brauð á milli klukkan 18 og 22 og vonast ég auðvitað til að sjá sem flest ykkar þar!

Ég get auðvitað ekki lofað því að toppa Fiskidagssúpuna hjá Guðnýju og Sigga, en reyni það auðvitað. Allavega verð ég með sama kokkinnWink.

Bestu kveðjur, Gústi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband