Gamli Jörfi bað að heilsa


Jæja, þá erum við komin aftur heim eftir dýrðardvöl (að mestu) í Gamlanum.  Aðkoman var ekki mjög notaleg eins og flestir hafa líklega frétt, Sóló glóandi og allt vatn úr kerfinu út um öll gólf og veggi. Eeen, þetta fór allt mun betur en á horfðist, við náðum í tæka tíð svo hægt var að koma í veg fyrir stórtjón! 

Veðrið lék við hvurn sinn fingur eins og þið getið séð hér http://www.flickr.com/photos/gudnysigga/  sól og heiðskírt.  Gamlinn fékk smá upplyftingu, nú eru til dæmis ilmandi hrein gluggatjöld fyrir stofu, eldhúsi og herbergi uppi :)

Hlakka til að fara austur næst, vonandi líður ekki of langur tími. 

Guðný.
Gamli Jörfi bíður þolinmóður eftir fólkinu sínu

Fréttir úr Hólminum

Héðan er allt gott að frétta, JB braggast vel og er orðinn sannkölluð "krúttbolla", alltaf brosandi og farinn að sofa vel á næturnar þannig að hann og mamman vakna hress og kát um 9 leytið á morgnana. Mamman er því í sannkölluðu orlofi- prjónar og les bækur sem hún hafði ekki tíma (eða samvisku) til að lesa meðan hún var í náminu. Stelpurnar dýrka bróður (og ekki einar um það) og eru mjög stoltar af honum. Semsagt lífið er "draumur i dós" hér á Skólastígnum :-)

GDSC03181DSC03099

DSC03210

Skeikampen

CIMG1790CIMG1810CIMG1808CIMG1799CIMG1792CIMG1803

Luna

CIMG1821

Hvernig hafið þið það??

Hér hjá okkur er allt bara gott,   mikill snjór  og  frost  eins og á að vera þegar það er vetur.  Ég  var a  Skeikampen  um helgina   það  er skíðasvæði sem er  ekki svo langt frá Lillehammer,  mjög gamann  en er hálf stíf i kroppnum núna    það eru  átta ár siðan ég var á skíðum síðast.  Sendi nokkrar  myndir   (líka af Lunu   svo þið sjáið hvað hún hefur stækkað)  Kveðja  Helga

Strákar - muniði?

copy_of_picture_691.jpg

Góður er grauturinn...

Ég varð að setja inn þessar myndir sem ég tók í Hólabrekku um þarsíðustu helgi
Hvergi bragðast grauturinn betur Smile 

Kær kveðja Lilja.

við hádegisverðarborðiðGeiri varð fyrir pottaárás frá Hildi Gauju


Fjandans þorrinn! (þorrablót)

Hluti af Norðurlandsdeild Jörfaliðsins kom saman í Ásvegi 1 og hélt þar heljarinnar þorrablót með tilheyrandi skemmtidagskrá.  Gústi flutti stórskemmtilegan annál með miklum leikrænum tilþrifum í hlutverki Lafmóðs skokkan, Magga söng Þorraþrælinn og hin Maggan lék undir á skeiðar. Atli og Siggi sýndu íslenska glímu, Sigtryggur vann. Dagur lék Stóð ég úti í tunglsljblot3.jpgósi á harmonikku og Óskar, Óttar og Ída Guðrún stóðu úti í tunglsljósi. Guðný var kynnir skemmtidagskrárinnar. Bjarki Rafn og Hjörvar Óli hoppuðu kringum húsið í annarri brókarskálminni. Kötturinn Ketill reif hár sitt í skelfingu og fór að heiman.

Á matseðlinum var meðal annars tvísnert hangikjöt, nýlyktaður hákarl, margsúrsaðir þuklaðir pungar, þrírifinn harðfiskur, basískur hvalur, þorrasveinamalt og lífrænt ræktuð svið. Að auki voru sléttkökur og dinglukjöt með sméri.  blot1.jpg

 

Guja og Raggi komust af tilviljun yfir skemmtidagskrána og matseðilinn og kusu að mæta ekki.

 

 

 

 

not.........


Viðtal við Eyvind Ágúst Runólfsson í tilefni útkomu ferðabókar

http://www.youtube.com/watch?v=nH6iJLvYulI

 

Njótið vel !!! Kveðja stolt mamma


Þekkirðu manninn?

Hver er maðurinn?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband