25.6.2009 | 23:32
Gamlinn um helgina
Ef einhver hefur hugsað sér að eiga náðuga daga í Gamla Jörfa um helgina er sá hinn sami beðinn um að hringja strax og stöðva húsvíska skæruliða sem eru að plana austurferð um helgina.
Amma Guja verður með í för ! Bestu kveðjur, Lilja.
23.6.2009 | 16:50
Strákarnir hennar Beggu ömmu.
16.6.2009 | 11:07
Greifarnir á golfbílnum
Já, svona geta hlutirnir gerst. Ein lítil villa og búið að gera Gústa bróður að golfara! Ég held þetta hljóti að vera vísbending um að Gústi fari að gerast golfari!
En semsagt, auðvitað voru þetta SIGGI og Raggi á golfbílnum. Erum búin að eiga yndislega daga hérna á Flúðum, spilað golf á hverjum degi, búin að spila alla helstu vellina í nágrenninu; Flúðavöll, Ásatúnsvöll, Geysisvöll og Kiðjaberg. Síðan er það góður matur og heiti potturinn á kvöldin og kaldur á kantinum. Mikið sældarlíf! En sælan tekur enda eins og alltaf, heimferð áætluð á morgun, miðvikudag, stefnum að golfhring í Borgarnesi á heimleiðinni.
Kveðja úr heita pottinum á Flúðum! Guðný, Guja og hinir golfararnir.
Myndir í albúmi "Golffrí á Flúðum"
15.6.2009 | 10:48
Vor við lækinn
Sæl öll!
Lækjarbakkinn okkar á Borgarfirði er orðinn fallegur, sóleyjar og hvönn hafa tekið völdin og skarta sínu fegursta!
Ég setti nokkrar borgfirskar vormyndir í safnið. Svo eru loksins komnar inn myndir úr tveimur ferðum í dúklagningu. Þeim framkvæmdum er semsagt lokið, búið að leggja nýjan gólfdúk á stofu, eldhús og gang og setja eikarlista meðfram veggjum.
Kv. Gústi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.6.2009 | 00:25
Gamli Jörfi, 3-ca 8 júlí
Hér er sjálfsagt best að athuga hvort það er pláss fyrir 5 manna fjölskyldu úr Hólminum í Gamla Jörfa 3-8 júlí, þ.e. hvort margir ætla að vera fyrir austan á þeim tíma? Gríðaleg pressa frá stelpunum að fara austur og ekki seinna vænna að kynna Jónasi Bjarti dýrðina ;-)
Kv .SteiniJ
p.s. Dagný Lára systir mín er búin að eignast nöfnu. Elísabet dóttir Viðars og Stínu eignaðist litla stelpu sem á að heita Dagný Lára :-))))))))))
26.5.2009 | 13:44
Framkvæmdafréttir úr Gamla-Jörfa
Í síðustu viku fóru Gunna, Geiri, Guja, Raggi og Gústi í Gamla-Jörfa, en erindið var að leggja nýjan dúk á gólf o.fl. Semsagt gólfdúkinn sem Hjörleifur ætlaði að leggja um daginn, en Húsasmiðjan týndi!
Karlpeningurinn lagði dúk á meðan konur þrifu....og þrifu. Tóku búrið og framloftið í gegn! Dúklagningin gekk vel og lagt var á stofu og eldhús. Það á eftir að setja gólflista á eldhúsið og leggja dúk á litla ganginn. Búið er að skipuleggja ferð í kringum miðjan júní til að klára það. Eftir á að hyggja var kannski ágætt að dúkurinn skilaði sér ekki í tæka tíð í ferð Hjörleifs! Því það var alveg bráðnauðsynlegt að klæða neðan á súðina á framloftinu. Þar er nú mikið þrifalegra og betra loftslag. Og verður eflaust enn betra þegar framkvæmdum á loftinu lýkur og búið verður að mála!
Bestu kveðjur, Gústi.
P.s. Ég set fleiri myndir úr ferðinni í safnið fljótlega.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.5.2009 | 21:39
Stefán Bjartur stúdent.
19.5.2009 | 17:54
Afmælishrina !
Ja hér - elsku Óli Ara. hann átti afmæli þann 16. maí, til hamingu Á morgun þann 20. maí eiga svo afmæli; Ari Berg, Óskar Jökull, Óttar Jörgen og Ída Guðrún .... ef ég er að gleyma einhverjum eða rugla með afmæli þá endilega leiðréttið. Allavega... TIL HAMINGJU ÖLL
Þrastarhólskveðja góð.
13.5.2009 | 00:08
Fann þessa mynd um daginn
10.5.2009 | 21:37
Okkar maður vann!!
Ojá, haldiði að hann Óli hafi ekki gert sér lítið fyrir og unnið matreiðslukeppni landshlutanna í Laugardalshöllinni í dag, þar sem hann keppti fyrir Austurland.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum var hann með geitakjöt í aðalrétt og með þvi dýrindis sósu, þar sem þurrkaðir villisveppir frá henni Beggu systur komu við sögu!
Óli minn, þú smellir kannski inn matseðlinum, okkur til yndisauka! Til hamingju með þetta!!
Guðný.