8.9.2009 | 22:57
Haustferðin langþráða.


6.9.2009 | 13:52
Þrítugur.
Sæl öll.
Minni á að þann 19. september næstkomandi stendur til að halda upp á 30 ára afmæli húsbóndans í Kvíaholti -í Kvíaholti- með prump og pragt. Lifandi tónlist, ketsúpa, öl, rautt og hvítt - líflegri drykkir verða að fá að fylgja neytendum með í veisluna. Engin boðskort, komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja. Skál.
HHS
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2009 | 22:56
Hreindýraferðin mikla
Setti inn nokkrar myndir í albúm sem teknar voru í hreindýraferð okkar feðga.
Kveðja - Óli Stef.
22.8.2009 | 20:39
Varúð...


Kv. Magga Ásgeir- og Gunnu
Vinir og fjölskylda | Breytt 24.8.2009 kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.8.2009 | 15:39
Begga amma hefði orðið sjötíu ára í dag.
10.8.2009 | 23:04
Veiðimenn í vígahug
Nú er komið að því!
Til stendur að dvelja í Gamla Jörfa næstu helgi og viku. Í hópnum verða Óli og Tedda, Ragnheiður og tveir Stefánar. Veiðimenn hópsins skreppa til héraðs og fella hreindýr. Læri verður stungið í pott þegar heim kemur og hækkað á Sóló. Ekki væri verra ef fleiri Jörfaliðar létu sjá sig.
Kveðja, Stebbi elsti.
10.8.2009 | 16:51
Takk fyrir komuna!
Fiskisúpukvöldið mikla tókst með miklum ágætum. Um 700 manns borðuðu súpu hérna hjá okkur í Ásvegi 1, sirka 90 lítra af dýrindis fiskisúpu. Það voru margir höfðingjar á ferðinni, s.s. Sveinn og Geira, Gummi Sveinn, Gestur, Addi Magg og fylgifiskar, Helga Björg og Kári, Tóta frænka og Doddi, Grétar frændi í Vinaminni svo einhverjir séu taldir. Gústi og tökuliðið hans fengu að koma inn bakdyramegin, ekki hægt að láta vinnandi fólk standa í biðröð!
Það er ekki nokkur leið að taka á móti svona mörgu fólki nema með aðstoð góðra manna og vil ég hér með þakka þeim fyrir alla aðstoðina. Skúli aðstoðarkokkur og Linda rækjudrottning Hafnfirðingar, Stjáni gítarleikari og Lára ræstitæknir Hólmvíkingar, Geiri harmonikkuleikari og Gunna systir hjálparhönd og Magga litla frænka súpuskammtari stóðu sig öll eins og hetjur. Allt miklir snillingar og vonast ég til að sjá þau öll að ári, í fantaformi fyrir súpukvöldið. Auk þeirra voru allir notaðir sem hægt var að nýta til aðstoðar, enda allir boðnir og búnir.
Það verður sko boðið upp á súpu hér aftur 2010, ef þú misstir af henni í ár! Eins og sjá má á myndinni hérna neðan við, var biðröð yfir götuna allan tímann frá því kveikt var á kyndlunum og þar til öll súpa var búin.
Takk fyrir hjálpina, aðstoðarmenn og komuna, gestir!
Guðný og Siggi.
10.8.2009 | 13:06
Fréttir af noregsförum.
Nú fer að styttast í heimferð hjá okkur Óla, Sigrúnu og Ými. Við erum búin að vera hjá Helgu og Jóhanni og Vidar í tvær vikur og sú síðasta að hefjast. Hér er búið að rigna sem aldrei fyrr, en góðir dagar með sól og hita upp að 27 gráðum á milli. Þá daga höfum við notað til skoðunarferða og hefur dagskráin verið skipulögð af Helgu og Vidar. Þau hafa farið með okkur víða m.a. til Svíþjóðar. Áhugaverðir bæir og staðir hafa verið heimsóttir og söfn skoðuð. Dagurinn í gær var tekinn rólega og var foreldrum Vidar boðið til veislu að íslenskum sið; lambalæri með rauðkáli og grænum baunum í bland. Frændurnir Jóhann og Ýmir eru nánast sem einn og hundurinn fær að þvælast með.
Þetta hafa verið yndislegir dagar sem seint gleymast. Við systkinin höfum ekki verið svo marga daga saman í fríi síðan 1974 og er allt eins og áður, nema hvað við höfum ekki slegist þessa dagana.
Kv/ÓA
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2009 | 15:09
Þú ert boðin/n í fiskisúpu að Ufsavegi/Ásvegi 1 á Dalvík í kvöld!!
Það eru tilbúnir um 80 lítrar af dýrindis fiskisúpu a la húsmóðirin í Ásvegi 1. Bærinn er orðinn fullur af fólki og hús og garðar skreytt í tilefni dagsins. Veðrið leikur við okkur, léttskýjað, smá gola og hiti um 20 gráður.
Verið velkomin!!
Húsráðendur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.8.2009 | 22:09
Gleymd myndavél
Kæru vinir
Svo virðist sem ég hafi gleymt myndavélinni minni í Gamla Jörfa um daginn. Það væri ágætt ef sá sem næstur fer líti eftir henni. Hún er annaðhvort uppá ískáp, á saumavélinni eða í eldhúsglugganum
Þetta er lítil grá Cannon vél. Síminn minn er 6959998.
Annars þakka ég enn og aftur samferðafólki mínu öllu í sumarfríinu fyrir dásamlegar stundir. - Ása Björk
P.S. Fór í bíó í gær og hitti þar sætann frænda, Ara Helguson. Það var svo gaman að spjalla við hann.