17.1.2010 | 19:01
Þorrinn nálgast...6/2
Ætlar einhver úr Jörfaliðinu á Reykjavíkurþorrablótið? Eins og útlitið er í dag, þá er ég að fara í annan gleðskap.....en maður hefur nú svo sem reynt að vera á tveimur stöðum í einu.
Kv. Fjóla Ásg
12.1.2010 | 11:11
Myndir frá Noregi. Jólin 2009.
Sæl.
Ég setti inn myndir sem teknar voru um jólin. Einnig eru nokkrar myndir frá áramótaferð Ara til Marokkó. Hann fór ásamt nokkrum vinum til að leika sér á brimbrettum. Öldurnar sjást reyndar ekki en við verðum að ímynda okkur risaháar öldur og Ara á brettinu.
Ég vona að þið hafið gaman að.
Kveðja,
Helga.
11.1.2010 | 16:48
Mikil fundarhöld vegna Jörfagleði 2010
Kæru ættingjar, gleðilegt ár!
Steini litli ðífíðháð, Jói litli á (í...?) Ánabrekku og Magga minnsta, eru sem kunnugt er í Jörfagleðisnefnd 2010. Við vildum bara láta ykkur vita að það eru stíf fundarhöld alla daga og mikið pælt og spegúlerað. Það eina sem við eigum eftir að ákveða er, hvar við ætlum að hafa þetta og hvenær.... annað er klárt!
Við höldum ykkur upplýstum, kv. nefndin
24.12.2009 | 15:06
JÓLAKVEÐJA TIL YKKAR ALLRA
20.12.2009 | 20:24
Hvernig er staðan?

29.11.2009 | 22:29
Aldrei neitt að gerast....jú annars! Lubbinn 09!!
Jæja, haldið þið ekki að það sé kominn tími á nýtt blogg? Allir lööööngu hættir að nenna að kíkja hér inn, það gerist aldrei neitt fréttnæmt hjá þessu Jörfaliði....
Jú, einhverjir áttu afmæli, það þykir stundum fréttnæmt....barn var skírt Viðar Jarl, annað eins hefur nú einhvern tíma þótt fréttnæmt....menn fóru til útlanda og ekkert fréttist af því....engar nýjar myndir og ekkert að gerast. Ída Guðrún í Frakklandi, Helga Öra í Noregi og allir hinir útttlendingarnir okkar gá og gá, en ekkert gerist hjá þessu Jörfaliði.....
Nei, nú gengur þetta sko ekki lengur og skal bætt úr þessu, því það er allavega fréttaefni þegar nánast öll Norðurlandsdeild Jörfaliðsins kemur saman og undirbýr jólin, en það gerðist einmitt í gær.
Í ár vorum við í Sunnubrautinni; Gunna og Geiri, Magga, Atli og Dagur, Gústi, Magga, Steinar, Karítas og Bjarki, Guðný, Siggi, Óskar og Hjörvar Óli, Lilja, Lára Hlín og Hildur Gauja, Óli, Dagný, Daníel Skíði og Emil.....held ég gleymi engum. Skornar voru út og steiktar fleiri kökur en nokkru sinni; hveiti, heilhveiti, heilhveiti með kúmeni, rúgmjöls... allar hugsanlegar sortir af laufabrauði og fóru menn á kostum með hnífinn. Birtust hin ýmsustu mynstur listilega út skorin, heilu húsin undir stjörnubjörtum himni, flestir bókstafirnir í stafrófinu og jafnvel orð og ártöl. Meðfram þessu drukku menn ljúffengan og ilmandi aðventudrykk a la Guðný og mauluðu piparkökur, sachertertu, súkkulaðirúsínur, mandarínur og fleira góðgæti. Mandarínumetið setti Danni, borðaði einar sjö mandarínur á einu bretti! Jólalögin ómuðu og kættu hlustir okkar og jólaandinn sveif yfir vötnunum, Magga fékk meira að segja að hlusta á Eddukórinn sinn og allt var í plús. Reglulega hljómaði Heims um ból af geisladiski og brást ekki að einhver stökk á fætur með það sama og skipti um lag, enda fullsnemmt að hlusta á það - aðventan ekki einu sinni byrjuð!
Um steikinguna sáu Guja, Rögnvaldur og Gústi framan af, síðan tóku Guðný og Magga við og hefðu þær örugglega aldrei getað það nema fyrir snaggaralega og ómetanlega aðstoð Láru Hlínar, sem taldi kökurnar í stafla, reif niður eldhúsþurrkur, rétti og pressaði - allt í senn. Síðan stytti hún þeim stundir við steikinguna með söng, dansi og frásögnum af bekkjarsystkinum sínum - bara dásamleg.
Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum skemmtu unglingarnir sér vel við skurðinn og mátti heyra hlátrasköll úr sófanum þar sem þeirra vinnustöð var. Hildur Gauja reyndi að slökkva á kerti með berum höndum, en mistókst, það er ekki reiknað með því að hún reyni það aftur. Guju ömmu fannst Emil orðinn svo duglegur að labba að hún sleppti fullsnemma af honum hendinni þannig að hann fékk smá byltu, við vonum að hann sé búinn að fyrirgefa ömmu sinni það. Geiri stóð sig eins og hetja í skyrtunni hans tengdapabba og Gunna sá unglingunum fyrir kökum á meðan hún skar sjálf út á við þrjá.
Ólafur Helgi gerði sér lítið fyrir og skaut nokkrar rjúpur áður en hann mætti í lubbann, redda jólamatnum, ekki má það klikka!
Ekki fleira að sinni....jú annars, ég lofaði að setja inn blogg og nokkrar myndir, allir hinir sem voru með myndavél lofuðu að bæta svo við fleiri myndum, sjáum til hvað gerist..... Albúmið heitir Lubbinn 09.
Dalvík, fyrsta sunnudag í aðventu 2009
Guðný.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.10.2009 | 22:28
Jörfagleðinefnd!!
Engir sjálfboðaliðar eru komnir fram í Jörfagleðinefnd, en nú er komin áskorun. Magga litla skorar á Steina litla ðífíháð og Jóa litla í Ánabrekku að vera með í nefnd. Aðeins eitt skilyrði, hún vill fá að ráða öllu. Baðmyndin góða verður lógó þessarar Jörfagleði. Svar óskast strax, hér á þessum vettvangi. Helst fyrir mánaðamót.
Feisið er greinilega ekkert að virka!
28.10.2009 | 11:23
Nýr strákur
Bergþór og Berglind eignuðust dreng í morgun. 14 merkur og 51 sm. Allt gekk vel. Myndir væntanlegar hjá foreldrunum síðar í dag.
Mestu montkveðjur, frá föðurömmunni (Fjóla Ásg)
25.10.2009 | 11:43
Jónas Bjartur 1 árs
Litli tætipúkinn sendir góðar kveðjur til ykkar allra.
Nú er mikið að gerast hjá JB, aðlögun á leikskólanum,
alltaf að uppgötva eitthvað nýtt, byrjaður að brjóta styttur hjá
ömmu Ingu og blómin hennar í stórhættu. Glaður og kátur strákur. annars er allt gott að frétta úr Hólminum.
Bestu kveðjur. Steini og fjölsk.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)