Aldarafmælið í hnotskurn :)

Aldarafmæli Óla Gústa var haldið hátíðlegt á Borgarfirði eystra 7. september 2012. Mæting var allgóð, öll Jörfasystkinin mættu og slatti af afkomendum, alls um 35 manns, en við erum rúmlega 100 manns í dag, þegar makar eru meðtaldir.

Jörfasystkini og makar :)

Á föstudaginn fóru Guja og Guðný um þorpið og buðu í afmælið, hittu ekki marga, enda göngur og réttir um helgina og margir að heiman. Inga setti á nokkrar marengstertur, Guja bakaði ógrynni af kleinum, mánaðarbollarnir voru dregnir fram og dúkað borð – gjörið þið svo vel! Gamlir sveitungar og vinir pabba komu í kaffi, stöldruðu við góða stund og spjölluðu. Afar notaleg dagstund. Á meðan á þessu stóð var kjötsúpugerð í Sjávarborg, þar sem Guja, Raggi og afkomendur höfðu hreiðrað um sig.

Um kvöldmatarleytið var tertuafgöngum smellt í kæli og súpunni dröslað niður í Jörfa – við verðum nú að halda uppi málum! Eftir súpu flutti yngri deildin sig út í partýtjald sem nefndin hafði leigt, skreytt og hitað upp og var skrafað, sungið og hlegið þar fram eftir nóttu, Gamli-Jörfi hafði það rólegt á meðan.

Laugardagurinn rann upp með þokusúld, samt rifu hraustustu Jörfaliðarnir sig upp eldsnemma og mættu inn í Brandsbalarétt og tóku þátt í stuðinu þar. Þegar leið á daginn fóru nefndarmenn að undirbúa kvöldið, Hjörleifur eldaði fullan pott af dýrindis „kássu“ og sauð smá hrísgrjón með, Lilja græjaði fullt af dásemdar skyrtertu, Gústi bauð upp á salat og Sigrún og fleiri þrifu og vöskuðu upp.

Um kvöldið stóð nefndin síðan fyrir kvöldvöku í Hótel Álfheimum. Þar voru rifjaðar upp sögur af pabba/afa/langafa/langalangafa, afmælisbarninu Óla Gústa, og var mjög fróðlegt og skemmtilegt að hlýða á þær. Það var sungið, dansað og hlegið eins og Jörfaliðinu er lagið Tounge 

– unaðsleg kvöldstund!

Vöknuðum í rigningu og svarta þoku á sunnudagsmorgni, lítið eftir að gera nema tygja sig til ferðar, vonandi komust allir heilu og höldnu til síns heima. Stebbi og Ragna njóta þeirra forréttinda að kúra sig inni í Jörfa, hlusta á malið í Sóló og njóta sín í rólegheitum næstu dagana.

Guðný skrásetti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Takk fyrir mig.  Þetta var dásamleg samkoma  Kv. Guja.

________________________________________________________, 9.9.2012 kl. 20:58

2 Smámynd: ________________________________________________________

Takk fyrir ógleymanlega helgi! Sammála Guju, hreint dásamlegt!

Kv. Gústi og Magga.

________________________________________________________, 9.9.2012 kl. 22:43

3 Smámynd: ________________________________________________________

Bestu og bestu þakkir yfir - þetta var óumræðanlega skemmtilegt.

Nú væri gott ef Lilja skellti hér inn reikningsnúmeri svo að við getum lagt inn það sem við skuldum henni.

Kv. Magga Ás.

________________________________________________________, 10.9.2012 kl. 10:53

4 identicon

Elsku Guðný - yndislegar myndir :)

Magga Ásg (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 19:35

5 Smámynd: ________________________________________________________

Æ...af hverju get ég ekki skoðað myndirnar?...Er það af því að ég mætti ekki?...fá bara þeir sem komu að skoða?....hér hefur einhver skilt kerru...kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 11.9.2012 kl. 22:01

6 Smámynd: ________________________________________________________

Við gömlu erum komin heim úr aldarafmæli í Jörfa. Urðum neflega líka eftir eins og Stebbi og Ragna. Gerði lítið gagn í veislu undirbúningi, enda að verða gömul. 

Gamlingjarnir þakka fyrir yndislega helgi. Kv. Gunna. 

________________________________________________________, 13.9.2012 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband