100 ár í haust!

Allgóðu jörfaliðar.

Nú í haust stendur til, eins og liðsmenn vonandi vita, að halda með pomp og prakt upp á 100 árin sem liðin eru frá fæðingu Óla í Jörfa, þess merkis og heiðursmanns. Nefndin (lunginn af henni, Helga, viltu snáfa á feisbúkk) hefur tekið þá gerræðislegu ákvörðun að halda upp á herlegheitin á Borgarfirði helgina 7. - 9. september næstkomandi, enda hvergi hægt, finnst okkur, að minnast afa heitins jafn vel og á sjálfum höfuðstaðnum okkar. Nefndin er samansett af óvenju skemmtilegu fólki og því er nokkuð sennilegt að skemmtilegt verði þessa helgina á Borgarfirði, einnig vegna þess hve skemmtilegt fólk er væntanlegt til hátíðahaldanna. Takið því helgina þessa frá ágætu jörfaliðsmenn og fjölmennum nú austur til að minnast og fagna lífshlaupi gömlu hjónanna sem gerðu okkur öllum kleift að vera jafn ágæt og við erum.

Nánar auglýst síðar,

Nefndin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Dásamlegt! Set stefnuna á að mæta með sem flesta af þeim sem ég tel mig ráða yfir...jafnvel líka af hinum (sem segja að ég ráði ekki...).

Frábær dagsetning.

Ég kíkti hér inn af því að ég var stödd á fésbókinni þegar kom ábending um færslu frá Hjörleifi.

Gat ekki ímyndað mér hvað væri í gangi og næstum öskraði uppyfir mig - alein heima.

Allra bestu kveðjur, Fjóla Ásg

________________________________________________________, 22.2.2012 kl. 10:44

2 Smámynd: ________________________________________________________

jibbííí - tek helgina strax frá og sjanghæja sem flesta með mér af mínu liði (hugsa að ég láti annara manna lið í friði)

kv. Magga - í syngjandi sveiflu....., búin að hlusta á jólalög, 17. júní dags lög, þessi dagur er bara fyndinn.

________________________________________________________, 22.2.2012 kl. 11:21

3 identicon

Helgi frátekin - vuhúúú!! Mætum öll.

Óli Gústa og Lára Björg

Óli Gústa (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 13:48

4 Smámynd: ________________________________________________________

Smá ábending til Hjörleifs.
Þegar mikið liggur við þá er það: ,,Helga Sesselja...!"

kv. FÁ

________________________________________________________, 22.2.2012 kl. 13:48

5 Smámynd: ________________________________________________________

Mikið djö... líst mér vel á svona framtakssemi! Mæti vonandi með alla mína menn!

Guðný.

________________________________________________________, 22.2.2012 kl. 15:57

6 Smámynd: ________________________________________________________

Frábært athuga  málið  Kv  Helga  B

________________________________________________________, 22.2.2012 kl. 20:57

7 Smámynd: ________________________________________________________

Alveg stórfínt og skemmtilegt! Við vorum auðvitað fyrir löngu búin að taka stefnuna í Gamla Jörfa þessa helgi, en aldeilis fínt að nefndin góða taki af skarið!

Kv. Gústi og Magga.

________________________________________________________, 22.2.2012 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband