Áramót Norðurlandsdeildarinnar

ÁramótaskaupiðHér á Dalvíkinni draumabláu var veðrið til mikillar fyrirmyndar um áramótin. Eins og síðastliðin 23 ár vorum við í Sunnubrautinni á gamlárskvöld og var óvenju fjölmennt í ár og veislan fjölbreytt og maturinn afar ljúffengur að vanda. Matargestir voru 23 Jörfaliðar, aldursforsetinn amma Lilja og Björn Snær Atlason frá Hóli. Flestir lögðu eitthvað til veislunnar og hljómaði matseðillinn eitthvað á þessa lund:

Forréttir:  Grafin gæsabringa með Cumberlandsósu úr Þrastarhóli og sushi ala Dagný og Óli.

Aðalréttir: Hreindýr, villigæs, aligæs, aliendur (og smá hamborgarahryggur og kjúklingur fyrir þá sem ekki eru hrifnir af villibráð, gæs eða öndum;). Meðlæti voru waldorfsalat, Beggusalat, heimalagað rauðkál ala Lilja, maísbaunir og fleira.

Eftirréttir: Sherrydeserinn hennar Guju, ísterta og rjómi.

Miðnætur"snarl":  Grafin bleikja ala Úlfar Eysteinsson, grafinn lax ala Óli Gústa, ristað brauð og tilheyrandi sósur ásamt forréttaafgöngum.

Með þessu öllu voru borin fram eðalvín fyrir fullorðna og gos fyrir bílstjóra og börn.

Eftir matinn og áramótaskaupið færðu flestir sig út á tröppur og fylgdust með flugeldum og tertum fyrir marga tugi þúsunda springa í loft upp, en í Sunnubrautinni er alltaf sérstaklega mikið skotið upp, enda margar fjölskyldur samankomnar í mörgum húsanna í götunni. Páll Hlíðar stóð sig með sérstakri prýði þar sem hann tók að sér hlutverk Hjörvars Óla og aðstoðaði Sigga við að kveikja í sprengiþræðinum og fannst það ekki leiðinlegt. Rögnvaldur húsbóndi og annar karlpeningur sáu um sprengingar á meðan við stelpurnar dáðust að þeim, yngsta fólkinu fannst bara þægilegra að fylgjast með í gegnum gluggann Joyful.

Ég var dulítið upptekin við myndatökur eins og stundum áður og smellti einu myndbandi á youtube fyrir Hjörvar Óla, það gefur smá innsýn í ástandið í götunni á þessum árstíma: http://www.youtube.com/watch?v=TV0jJa5Rl-M.

 Eftir miðnættið fjölgaði í partíinu þegar systkini Ragga, þau Dúdda og Atli ásamt afkomendum kíktu inn. Dregin voru fram spil og var afar erfitt að slíta sig lausan þegar skynsemin sagði að nú væri kannski ráð að fara að koma sér í bólið, http://spilavinir.is/islensk-spil-1/island-opoly.html er sniðugt spil sem auðvelt er að gleyma sér í. Whistling

Að loknum þessum pistli vil ég óska öllum Jörfaliðum og öðrum vinum og ættingjum nær og fjær gleðilegs nýs árs með von um að það verði  hamingjuríkt í alla staði. Margt spennandi í farvatninu hjá okkur; utanlandsferð, námsleyfi, háskólanám o.fl.  

Ég skora á aðrar "deildir" Jörfaliðsins að skella inn smá bloggi og myndum - t.d. Skagafólk, Brekkuliðar, Hólmarar...koma svo!!

Guðný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Haaaallllóóóó......

Hvar eru aaaaallir....

ég er hér, kv. Magga - sem var í áramótaveislunni hjá Guju með Guðnýju og Gústa og Lilju og Óla og öllum hinum

________________________________________________________, 6.1.2012 kl. 14:53

2 Smámynd: ________________________________________________________

Hér er ég...á sunnudagsmorgni í roki og rigningu. Jólaskrautið komið í haug - lítið skraut í því.

Áramótin hér voru í rólegri kantinum. Venjulega hefur verið strollan inn hjá okkur og nokkrir tugir rúllað í gegn á gamlárskvöld. Nú erum við komin ,,úrleiðis" en við systur hér á Skaganum hittumst ásamt okkar fólki og örlítið fleirum. Það var bara fínt. Litlu ormarnir voru í formi og fóru á kostum.

Best að standa upp og lækna letina með kaffibolla. Kær kveðja, Fjóla Ásg

________________________________________________________, 8.1.2012 kl. 10:40

3 Smámynd: ________________________________________________________

Æ, matseðillinn, ég ætlaði að setja hann inn: Humarsúpa, nautalund með svepparagúi, piparsósu og smjörsteiktum kartöflum - heimalagaður ís með súkkulaðimús og jarðarberjum í eftirrétt. Afgangurinn af nautinu var svo með frönskum og bernais...það var óþægilega gott. Og nú er það kaffibollinn, kv. FÁ

________________________________________________________, 8.1.2012 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband