8.11.2011 | 19:44
Haustferð á heimaslóðir
Við hjónakornin fórum í stutta haustferð austur um síðustu helgi. Vöknuðum í unaðslegu veðri á laugardagsmorguninn, þannig að ég var komin út með myndavélina fyrir allar aldir og náði að festa morgunroðann og ýmislegt annað á "filmu".
Gamli Jörfi tók á móti okkur hlýr og notalegur, Eiki hafði tæmt músagildrurnar deginum áður og fékk þrjár, eina í búrinu og tvær í skúrnum. Það var afar erfitt að yfirgefa sælureitinn, ætlum að reyna að komast aftur austur í vetur.
Sendi pistil og myndir á Borgarfjarðarvefinn og má sjá það hér:
http://www.borgarfjordureystri.is/heim/moya/news/gudny-ola-a-heimaslodum-5.-6.-nov-2011/
Guðný.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Dásamlegar myndir! kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 14.11.2011 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.