Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hólmarar á austurleið.

Sælt veri fólkið.  Stefnan sett á Gamla Jörfa á sunnudag, fengum okkur K.Í íbúð á Akureyri

frá Sunnudegi til þriðjudags og stefnum á að vera á Borgarfirði á þriðjudagskvöld.

Kv. S+B+JB

P.S verðum bara þrjú á ferð, Dagný og Bryndís verða að vinna.


Skessuhorn:)

Skessuhorn:

 

Jón Eggert skipaður skólameistari FSN

 
20. júní 2011

Jón Eggert Bragason hefur verið skipaður í starf skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga til fimm ára. Hann hefur frá 1. apríl 2010 gegnt starfi skólameistara við FSN, var settur í það embætti við brotthvarf fyrrv. skólameistara. Þar á undan var hann aðstoðarskólameistari Framhaldsskóla Mosfellsbæjar frá 2009.

Jón Eggert hefur yfir 20 ára kennslureynslu, fjórtán ár í grunnskóla og átta ára ár sem framhaldsskólakennari, þar af aðstoðarskólameistari Menntaskólanum í Kópavogi í eitt ár. Jón Eggert hefur yfir fjölbreyttri menntun að ráða, þar á meðal M.Ed. próf í stærðfræði og kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistarabréf í húsgagnasmíði að auki.

 

 

 


FermingarDagur Atlason

Fermingarforeldrar- og barnMikið óskaplega er þetta búin að vera skemmtileg helgi. Fullt hús af gestum, nóg að borða og drekka, heiti potturinn vel nýttur og allt eins og það á að vera. Allt er þetta þeim Þresti, Bíbí og yngsta unganum að þakka - en Dagur (fermingarDagur, hvítasunnuDagur og bara góður Dagur yfirleitt Tounge!) var einmitt að staðfesta skírnarheit sitt í gær.  Eins og Jörfaliðinu er lagið mættu nánast allir sem vettlingi gátu valdið og fyrir vikið var þetta hálfgert fjölskyldumót í leiðinni. Að sjálfsögðu tók ég fullt af myndum sem fylgja hér með í albúmi sem heitir Hvítasunnuhelgin 2011 Kissing.

Guðný ömmusystir.

P.s. Í albúminu koma síðustu myndirnar fyrst og þær fyrstu síðastar - sniðugt að opna albúmið og byrja neðst og fletta tilbaka Errm


Um miðjan júní :)

Sæl verið þið öll sömul Smile   Það er gaman að sjá að það er að lifan yfir traffíkinni í Gamlanum, vonandi fær Steinilitliðífíháð gott  veður í byrjun júlí.  Ég er að plana nokkra daga um miðjan júní og er að reyna að fá Ragga minn með mér og vonandi "einhver" börn og barnabörn.  En það er alltaf pláss, eins og við vitum.  Sjáumst, Guja systir og frænka.

1-7 Júlí.

Sælt veri fólkið. Gamla settið í Péturshúsi ásamt litla tittinum JB stefna á Gamla Jörfa í byrjun júlí og panta Stebbastofu ef mögulegt er. Ef fleiri stefna á sama tíma yrði það bara frábært.

Kv. Steinilitlirífihár, blessaður kallinn.


Maí.

Sælt veri fólkið.

Það er víst allt í lagi að skíra færslurnar bara eftir mánuðunum:)

Hér er allt brúklegt. Ekki þarf að moka tröppur og eldgosið það langt í burtu að öskufall er óverulegt. Helstu fréttir (og skemmtilegustu) eru af barnabörnunum. Sú elsta (5 ára) benti afa sínum á að  sandkassinn - lítill plastkassi- væri ,,alltof barnalegur". Afinn kom að sjálfsögðu daginn eftir með stóran sandkassa sem feður barnabarnanna settu saman. Þarna eru þau svo alsæl og krókloppin að moka. Enda allt annað líf að hafa ekki lengur þennan barnalega sandkassa. 

Fleira var það ekki að sinni. Ég geri ekki kröfu um einkaleyfi á maí-færslu.

Bestu kveðjur af Skaganum, Fjóla Ásg


Kæru Jörfaliðar

Litlubrekkuhjónin þykjast ætla að vera í Gamla Jörfa fyrstu vikuna í maí.

Þau nota aðeins tvö rúm, (gætu komist af með eitt), svo það verður nóg pláss og nóg að borða ef fleiri ætla að koma.

 


Kæru Jorfaliðar

Gleðilegt   sumar  og  gleðilega  páska 

kveðja  frá  Kløfta 


Jólin

Það eru 264 dagar til jóla. Kv.Gunna syss. Smile

Harðfiskur til sölu.

Ýmir Ólafsson hefur fengið smjörþefinn af útlöndum.  Í sumar stefnir hann til Guatemala á vegum CISV - alþóðlegra sumarbúða barna.  Þetta eru sömu samtökin og voru með sumarbúðirnar sem hann fór í til Noregs fyrir tveimur árum.

Það er dýrt að fara til útlanda og til að fjármagna ferðina er Ýmir að selja harðfisk.  Harðfiskurinn er frá Grenivík og er hann í 400 gr. pokum.  Pokinn kostar 3.500 kr.

Harðfiskur er bæði holl og góð fæða. Tvípund af honum jafngildir rúmum þrem tvípundum af keti að næringargildi, en vel verkaður harðfiskur er ekki dýrari en saltket; er þá harðfiskurinn þrefalt ódýrari en ket, eftir notagildi.  Harðfiskur geymist mjög vel og á hann leggst jafnan mjög lítill milliliðakostnaður.

Ýmir sendir um allt land og þeir sem áhuga hafa að styrkja hann með því að kaupa harðfisk vinsamlegast látið Akraseli vita.

 P.s.

Inga á afmæli 24. febrúar.

P.s p.s.

Það eru 304 dagar til jóla.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband