Færsluflokkur: Bloggar

Vetrarsumar

Hæ!  Ég er í ömmuleik uppi í Sunnubraut, Guja og Raggi þurftu á kóræfingu til Akureyrar og hljóp þá ekki gamla ömmusystirin í skarðið Brosandi! Palli og Lára eru sumsé á Dalvíkinni, foreldrarnir eru að lagfæra heimilið að Hlíðarbraut, endurnýja baðherbergi o.fl.

Það er ekkert að því að fá að njóta sín í uppeldinu, rifja aðeins upp, en þó aðallega að spillaGlottandi!  Eru ekki ömmusystur annars til þess?  Helga og Magga, er þetta ekki satt?

Fórum í kaupfélagið áðan og ungarnir fengu að velja sér smá laugardagsnammi, auðvitað!  Palla leist lítið á veðrið, sagðist ekki þola svona VETRARSUMAR!! Svo hafði hann líka séð hund sem mjálmaði og kusu sem gelti!  Lára var einu sinni fiðrildi sem flaug langt, langt upp í loftið, og mamma hennar líka! Ullandi Þetta eru yndisleg kríli sem gaman er að vera með.

Kv. Guðný ömmusystir

 


Afmælisdagurinn 20 Mai

Til hamingju með daginn  Ari ,'Ida ,'Oskar og 'Ottar, frá öllum á Háholti 19 .kv Helga Sess

Til öryggis.

Við förum í Júróvíson-partí á eftir.

Annars er ég með plan-B, held með Grikklandi og Danmörku - lögum sem eru inni á laugardagskvöldið. Þá get ég verið með partí þá.

Gó - Silvía Nótt! (að vísu ætlar karl faðir minn að afsala sér ríkisborgararéttinum ef hún fer áfram, þannig að....)

kv. Fjóla Ásg.


Begga á faraldsfæti

Begga er hjá okkur í Akraseli eins og er.  Hún kom í bæinn í gær og fer til Noregs í fyrramálið til vera hjá Tómasi (og öllum hinum) sem fermist 28. maí næst komandi.

Eru fleiri úr Jörfaliðinu á þvælingi ?

 Kv./ÓA.


Gagnlegar upplýsingar.

Margir með afmæli sama dag / fæddir sama dag og Óli Ara:

Á Íslandi búa 836 sem eiga afmæli þann 16. maí

 

Á Íslandi búa 15 sem fæddust þann 16. maí 1962

Vilt þú vita með hversu mörgum þú deilir afmælisdegi þínum?

 http://www.hagstofa.is/?PageID=1679

 Kv./ÓA.

 PS. Muna að kvitta þegar þið svarið bloggfærslu.


Stór-Óli

Kæri Óli. Til hamingju með daginn.

Fjóla og fjölskylda.


Garðvinna

Allur sunnudagurinn fór í vorverkin í garðinum. Miðgarði 7a fylgdi garður sem lítið hefur verið hirtur í gegnum árin. Magga klippti limgerðið niður við jörð um daginn og í allan dag var ég að stinga upp grasrót meðfram spírunum sem skildar voru eftir. Er varla hálfnaður! Magga var að reyta og rífa upp hér og þar, á milli þess sem hún fúavarði tréverk. Ég endaði daginn með því að bera áburð á grasið. Eins gott að þetta er lítill garður!

Kv. Gústi. 

 


Já.. ég er komin heim...

... af harmonikumótinu. Ég lifði það af og vel það. Þetta var ótrúlega skemmtilegt, vel skipulagt og gaman, ég fór meira að segja á skyndihjálparnámskeiðið í gömludönsunum og held að ég hafi skemmt mér manna best.  Á laugardeginum voru tónleikar (2oo áheyrendur mættir) nemenda á aldrinum 7 - 12 ára og þar spilaði Dagur Atlason Jörfagleðina ásamt afa Geira (sem er reyndar orðinn tólf ára)  og vöktu þeir almenna lukku og athygli get ég sagt ykkur, Dagur spilaði líka tvö önnur lög og gekk mjög vel. Maður má nú alveg monta sig af börnunum sínum þegar vel gengur. Saklaus En hér segi ég og skrifa að ég verð örugglega fyrst manna til að skrá mig og barnið á næsta landsmót.... svo framarlega sem það verður ekki á Húsavík.... Kv. Magga landsmótsfari.

Ps. þess skal einnig getið að Geiri gamli lék undir á dansnámskeiðinu og stóð sig afar vel. Brosandi


Ljóskur

Ég veit ekki af hverju þær Hólabrekkusystur komu upp í kollinn á mér þegar ég sá þennan brandara. Glottandi Kannski af því að Magga reyndi einu sinni að lita hárið á sér brúnt, en sá fljótlega að það gekk ekki upp... kannski hefur hún lent í einhverju eins og þessi, sumt er bara ekki hægt að fela!! Svalur

Helga, Fjóla og Magga, ég elska ykkur allar!!Koss

 

UNG GLÆSILEG KONA MEÐ RAUTT HÁR, HITTI LÆKNINN SINN OG TJÁÐI HONUM AÐ
ALVEG SAMA HVAR HÚN SNERTI LÍKAMA SINN ÞÁ VÆRI ÞAÐ MJÖG SÁRSAUKAFULLT.

"EKKI MÖGULEGT"  SAGÐI LÆKNIRINN,   "SÝNDU MÉR." 

SÚ RAUÐHÆRÐA RÉTTI ÚT FINGURINN, ÞRÝSTI Á VINSTRI RISTINA OG ÖSKRAÐI,
SÍÐAN ÞRÝSTI HÚN Á OLNBOGANN OG ORGAÐI ENN MEIRA, HVAR SEM HÚN SNERTI SIG
ARGAÐI HÚN AF SÁRSAUKA.


 LÆKNIRINN SAGÐI:  "ÞÚ ERT EKKI RAUÐHÆRÐ Í ALVÖRUNNI??"


" NEI"  SAGÐI HÚN,  "ÉG ER LJÓSHÆRÐ"


 "ÞETTA VISSI ÉG" SAGÐI LÆKNIRINN,  "ÞÚ ERT FINGURBROTIN!"


ferð

HALLÓ, skrapp í morgunkaffi til Fjólu syss  Katrín Fjóla er í pössun hjá ommu og afa algjör rúsína.Síðan fórum við hjónin ásamt yngsta barninu rúntinn Hveragerði ,Selfoss,það er varla farandi á út úr bíl allir vilja hengja á mann nerki x eithvað síðan sprönguðu þau  um á kaffihúsun og blöðruðu eins og þau hefðu gleipt útvarp ég hef nú lúmskt gamann af þessu enda frekar mikið fyrir fólk,það er greinilega meira fjör í kosningunum það en hér. Börnin eru öll á tónleikun hljómsveitinn hans Grétars er að spila ekki fyrir fullorna Sindri kom alla leið frá Dalvík. KV Helga Sess

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband