Færsluflokkur: Bloggar

Skemmtileg helgi framundan!

Það verður nú svei mér gaman hjá mér og Degi syni mínum um helgina. Við erum nefnilega að fara saman á LANDSMÓT UNGMENNA Í HARMÓNIKULEIK sem er haldið að Hrafnagili í Eyjafjarðasveit. Þar verðum við frá því klukkan 18:00 stundvíslega á morgun og fram yfir hádegi á sunnudag. Það verður ýmislegt skemmtilegt þar í boði. T.d ratleikur, skyndihjálparnámskeið í gömludönsunum og margt fleira..... ég hreinlega get ekki beðið. Svo fáum við að gista í skólastofu, með fullt af ókunngu fólki og svo fáum við að kynnast fullt af nýju og skemmtilegu fólki. Ég segi það enn og aftur.... ég hreinlega get ekki beðið....

Kv. Margrét ofurjákvæða á leið á LANDSMÓT UNGMENNA Í HARMONIKULEIK Svalur


Gömul hús með hlutverk.

Hafið þið séð kálfinn sem fylgdi Morgunblaðinu í dag ?  Þar er viðtal við Stebba um varðveilsu og endurgerð gamalla húsa.

 

ÓA.

 

Heimasíða ensku húsanna er hér:  http://www.aknet.is/enskuhusin/


sól úti sól inni

 

       Halló ! Er í sólbað  langaði bara að láta ikkur vita KV Helga Sess sól óða....


Kveðja úr Garðastrætinu

Hæ hó.

Hér erum við Stefán Bjartur að skoða þetta fyrirbæri og okkur lýst vel á. Strákar á fullu í prófalestri og skemmtilegheitum. Heyrið meira frá okkur síðar.

 Kveðja

Ása Björk og strákar


Steinar Pálmi í pólitíkinni.

Ég sá í frétt frá Fljótsdalshéraði að Steinar Pálmi er kominn í pólitíkina.  Hann skipar 19. sætið á lista Framsóknarflokks fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 27. maí næst komandi.

Fréttina er að finna hérna: http://www.egilsstadir.is/frettir/?sida=birta&frett=1806 

Merkið við X-B.  Áfram Steinar Pálmi. 

Óli Ara.


Jahér

en gaman að þessu! Nú er maður aftur orðinn virkur og kominn í samband við ykkur elsku Jörfalið og nú skal sko blogga. Koss  Héðan úr Þrastarhóli er fínt að frétta, fermingarundirbúningur að byrja..... hef heyrt að nú sé úrelt að fá sér nýja eldhúsinnréttingu og so videre heldur fari mömmurnar í alsherjar yfirhalningu. Mér líst vel á það og hugsa að ég smelli mér í eitthvað pakkadæmi. T.d fitusog, lengingu, brúnkuklefa, hárlengingu, hökustyttingu og nefsíkkun. Viss um að þeir eru með svona tilboð hérna á heilsugæslustöðinni - á bara eftir að tékka á því Óákveðinn  mér finnst þetta ansi hreint sniðugt bara. Hins vegar gleymdist alveg að segja mér hve miklu meira mál væri að láta ferma stúlkubarn en dreng. Minnist þess ekki að Sindri hafi farið í prufugreiðslu og förðun t.d. eða þurft að skoða 22 litasjatteringar af servíettum, eða fara 17 ferðir í allar blómabúðir á norðurlandi til að finna rétta borðskrautið, held að það hafi ekki verið neitt borðskraut þá. Jú.... Helga systir hefur örugglega átt eitthvað sætt...Hlæjandi  En annars held ég að þetta sé bara í góðum gír hjá okkur og barnið kemur til með að fermast þó svo að finnist ekki réttu servíetturnar og hún fái ekki að fara í förðun og neglur og brúnkuklefa og ég verð nú að viðurkenna að ég hef nú dálítið gaman af þessu líka.  En..það er allur snjór farinn úr garðinum mínum og ég rakaði hann á laugardaginn í brakandi blíðu og fíneríi, að vísu var ekki þverfótað fyrir framsóknarmönnum þar sem þeir voru að opna kosningaskrifstofu hér við hliðina á mér og allt í einu þurftu þeir svo ofsalega mikið að heilsa og vera almennilegir... merkilegt hvað það getur gert fólki að fara í framboð. Kæru ættingjar, ég bið ykkur að taka það til greina að ég hef algjörlega verið "out" í grúppkerinu í heilt ár þannig að blaðurskjóðan var algjörlega orðin full, en nú er mál að linni og ég skal ekki blogga svona mikið alveg á næstunni. Takk í dag kv. Magga Ásg.

Halló kanski er ég hér...

         Halló já ég er hér . Þetta er svaka flott vona bara að fleiri finni þetta og fari að skrifa bless  í  bili Kv Helga Sess     


Aldrei heima hjá mér...

Hæ alles!

Alltaf sami þvælingurinn á okkur; haldiði að hann tengdapabbi hafi ekki orðið 75 ára í gær og búið að melda okkur austur í veisluhöld á morgun!  Og hvað gerir maður?  Nú, pakkar niður og slær í fákinn.... !

Dásamlegt veður hér eins og annarsstaðar undanfarið, sól og hlýtt, frekar erfitt að halda ungunum við námsefnið í skólanum þessa dagana.  Styttist í sumarfríið, tíminn líður ótrúlega hratt. Fjóla getur bráðum farið að tína tómatana af plöntunni sem hún er að hugsa um að fara að rækta, sanniði til!!

Kv. Guðný  


Aðallega að prófa

Sæl öll.

Mátti til með að prófa þetta líka fyrst að ég var búin að koma inn athugasemd.  Svo til að segja eitthvað þá upplýsi ég það að  ekki mun ég setja niður kartöflur í ár (frekar en hin árin...). Langar samt að fá mér tómatplöntur. Hafið þið ræktað svoleiðis?

kv. Fjóla Ásg


Gott framtak

Hæ allir!!

Þetta verður gaman. Nú er málið að reyna að blogga sem oftast og vera dugleg að setja inn komment! Hlæjandi

Áfram Jörfaliðið Svalur !!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband