Færsluflokkur: Bloggar
11.5.2006 | 20:01
Skemmtileg helgi framundan!
Það verður nú svei mér gaman hjá mér og Degi syni mínum um helgina. Við erum nefnilega að fara saman á LANDSMÓT UNGMENNA Í HARMÓNIKULEIK sem er haldið að Hrafnagili í Eyjafjarðasveit. Þar verðum við frá því klukkan 18:00 stundvíslega á morgun og fram yfir hádegi á sunnudag. Það verður ýmislegt skemmtilegt þar í boði. T.d ratleikur, skyndihjálparnámskeið í gömludönsunum og margt fleira..... ég hreinlega get ekki beðið. Svo fáum við að gista í skólastofu, með fullt af ókunngu fólki og svo fáum við að kynnast fullt af nýju og skemmtilegu fólki. Ég segi það enn og aftur.... ég hreinlega get ekki beðið....
Kv. Margrét ofurjákvæða á leið á LANDSMÓT UNGMENNA Í HARMONIKULEIK
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.5.2006 | 19:02
Gömul hús með hlutverk.
Hafið þið séð kálfinn sem fylgdi Morgunblaðinu í dag ? Þar er viðtal við Stebba um varðveilsu og endurgerð gamalla húsa.
ÓA.
Heimasíða ensku húsanna er hér: http://www.aknet.is/enskuhusin/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2006 | 13:23
sól úti sól inni
Halló ! Er í sólbað langaði bara að láta ikkur vita KV Helga Sess sól óða....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2006 | 23:52
Kveðja úr Garðastrætinu
Hæ hó.
Hér erum við Stefán Bjartur að skoða þetta fyrirbæri og okkur lýst vel á. Strákar á fullu í prófalestri og skemmtilegheitum. Heyrið meira frá okkur síðar.
Kveðja
Ása Björk og strákar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2006 | 13:28
Steinar Pálmi í pólitíkinni.
Ég sá í frétt frá Fljótsdalshéraði að Steinar Pálmi er kominn í pólitíkina. Hann skipar 19. sætið á lista Framsóknarflokks fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 27. maí næst komandi.
Fréttina er að finna hérna: http://www.egilsstadir.is/frettir/?sida=birta&frett=1806
Merkið við X-B. Áfram Steinar Pálmi.
Óli Ara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.5.2006 | 21:32
Jahér



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2006 | 17:35
Halló kanski er ég hér...
Halló já ég er hér . Þetta er svaka flott vona bara að fleiri finni þetta og fari að skrifa bless í bili Kv Helga Sess
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2006 | 23:40
Aldrei heima hjá mér...
Hæ alles!
Alltaf sami þvælingurinn á okkur; haldiði að hann tengdapabbi hafi ekki orðið 75 ára í gær og búið að melda okkur austur í veisluhöld á morgun! Og hvað gerir maður? Nú, pakkar niður og slær í fákinn.... !
Dásamlegt veður hér eins og annarsstaðar undanfarið, sól og hlýtt, frekar erfitt að halda ungunum við námsefnið í skólanum þessa dagana. Styttist í sumarfríið, tíminn líður ótrúlega hratt. Fjóla getur bráðum farið að tína tómatana af plöntunni sem hún er að hugsa um að fara að rækta, sanniði til!!
Kv. Guðný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2006 | 14:10
Aðallega að prófa
Sæl öll.
Mátti til með að prófa þetta líka fyrst að ég var búin að koma inn athugasemd. Svo til að segja eitthvað þá upplýsi ég það að ekki mun ég setja niður kartöflur í ár (frekar en hin árin...). Langar samt að fá mér tómatplöntur. Hafið þið ræktað svoleiðis?
kv. Fjóla Ásg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2006 | 20:32
Gott framtak
Hæ allir!!
Þetta verður gaman. Nú er málið að reyna að blogga sem oftast og vera dugleg að setja inn komment!
Áfram Jörfaliðið !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)