20.12.2009 | 20:24
Hvernig er staðan?
Nú eru rúmir þrír dagar til jóla og undirbúningurinn í hámarki á flestum bæjum. Hér í Ásveginum er allt á góðu róli og svolítil Þorláksmessustemmning í loftinu, verið að skúra og þurrka af, jóladúkarnir straujaðir og eftir að skrifa á síðustu jólakortin. Allt eins og það á að vera. Hvernig gengur hjá þér?

Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
jújú... í Þrastarhóli er nú svo komið að allt er á "undan áætlun". Allt orðið spikk og span og tilbúið fyrir skötuveilsuna miklu á morgun. Ég vinn til fjögur á Þorláksmessu, en þá verður farið að strauja og hlusta á jólakveðjurnar, farið í Síldarveislu í Ásveginn og allt eftir hefðinni. Sindri og Katrín eru hjá okkur, Katrín fer heim á Þorláksmessu en Sindri stoppar eitthvað. Auðvitað dálítið skrýtið að hafa ekki Ídu heima.... en hún spjarar sig
Dagur býr nú ennþá heima sem betur fer og mamma og pabbi og tengdamamma verða hjá okkur á aðfangadagskvöld sem er náttúrulega bara yndislegt. kv. Magga Ásg. algjörlega í jólagírnum.
________________________________________________________, 21.12.2009 kl. 11:31
Halló, hvernig er þetta, hafið þið ekkert að gera annað en að vera á "undan áætlun". Það er hebbð hjá mér að vera á síðustu stundu, fara síðust að sofa á Þorláksmessu og svoleiðis.... Jæja, en samt er ég nú búin að ákveða að skreyta jólatréð í kvöld og hef þungar áhyggjur af því að ég sé að fara eitthvað fram úr mér
En þessir þrír dagar fram að jólum eru svo skemmtilega skipulagðir að jólatréð verður skreytt í kvöld. Gleðileg jól öllsömul, njótum helginnar og borðum vel. 
________________________________________________________, 21.12.2009 kl. 12:33
Hver svaraði no 2 ?? Helga
________________________________________________________, 21.12.2009 kl. 12:52
nei ekki ég.......En hjá mér er allt á réttum stað búin að útskrifa Eyrúni veisla upp á 40 manns . Hún stóð sig frábærlega var hæðst í uppeldis og sálfræði og fékk bókina um Vigdísi í verðlaun.Unnur var líka með frábærar einkannir úr sínum skóla.'Eg er bara svona að dunda mér eru ekki allar húsmæður bara svona dunda sér fyrir jólin mér heyrist það .Að vísu verður stór breyting að jólunum í ár það sem móðirin á heimilinu verður í kirkju fyrst kl 6 og síðan 23:3o en ég á svo frábæra fjölskyldu að þau ætla bara að koma með mér , ég er voðalega ánægð í nýja starfinu mínu. Sem allt það besta kv Helga sess í jólaskapi......
________________________________________________________, 21.12.2009 kl. 19:42
Staðan er fín hjá okkur og allt á réttu róli held ég. Reyndar á eftir að kaupa jólatréð, en það tekur ekki langan tíma;) Síðustu jólakortin fóru í póst á laugardaginn. Þá á bara eftir að afhenda það sem tilheyrir Dalvíkurdeildinni, það gerist á morgun á leið í Skötuveisluna miklu hjá Möggu! Óli kemur norður á Þorláksmessu og þá geta jólin komið hjá okkur!
Kv. Gústi & co.
________________________________________________________, 21.12.2009 kl. 22:50
Gleymdi einu.....! Hér er mynd af aðventuljósinu í glugganum í Gamla Jörfa!!
http://www.borgarfjordureystri.is/index.php?pid=3&icid=3106
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 21.12.2009 kl. 22:52
aawwww...... kv. Magga. (aaww... var sko yfir jólaljósunum í Gamla-Jörfa.)
________________________________________________________, 22.12.2009 kl. 08:05
Æi Helga mín Ara, það var ég sem skrifaði þarna í gær, ég gleymdi að kvitta. Jú, jólatréð var skreytt í gær, en síðan hefur ekkert gerst. Var sko í skötuveislunni hjá Möggu áðan og hún var svo mögnuð að ég hef varla náð andanum síðan, en það er að lagast
Kær kveðja frá Guju.
________________________________________________________, 22.12.2009 kl. 23:11
Allt gott að frétta frá Litlu Brekku, jólaandinn kominn í húsið og jólakveðjurnar í útvarpið.Stundum er þó eins og jólin séu ekki alveg á réttum stað, allavega hittist býsna oft þannnig á að húsbóndinn er einmitt þá á kafi í húsaviðgerðum sem ættu kannske að tilheyra öðrum tímum ársins. Að þessu sinni var það stofugluggi á suðurstafni og parket á stofugólfi. Með harðfylgi kláraðist það aðfaranótt Þorláks svo að í dag var næg vinna í að hreinsa "karpenterdust" eins og erlendu stúlkurnar okkar í Ensku húsunum kalla það. Eins og stundum áður kom það í hlut húsmóðurinnar að pakka og ganga frá jólagjöfum. Til stóð að hafa hefðbundna skötuveislu í Ensku húsunum í dag, þar sem stórfjölskyldan mætir ásamt nágrönnum og vinum, en af ýmsum ástæðum varð ekki af henni í þetta sinn.Þess í stað var skötuveisla hér á bæ þar sem íbúar Brekkutorfunnar mættu ásamt Ásusonum úr Reykjavík. Herleg veisla.
Bestu jólakveðjur frá Litlu Brekku.
Stefán Ólafsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.