9.1.2007 | 14:57
Áramótaheit
Var áramótaheitið hjá Jörfaliðinu nokkuð að leggja bloggsíðuna niður? Nei, ég bara spyr.....
Ég hét sjálfri mér því að reyna að auka obbolítið hreyfingu hjá konunni, fara úr þessari kyrrstöðu sem ég hef verið í allan vetur með tilheyrandi söfnun á fituforða og skella mér í leikfimi, en konan er í sögulegu hámarki hvað forðann snertir. Nú, þar sem ég stend yfirleitt við það sem ég heiti einhverjum, dreif ég mig í leikfimi í gær og nú er ég smám saman að finna fyrir nánast hverjum vöðva líkamans, svei mér þá!!
En, ég SKAL halda áfram...............
Kv. Guðný
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
jebb... setti líka áramótaheit og það er það að leggja af um tuttugu kíló!!! og þar sem er frekar ólíklegt að ég geti lagt af um tuttugu kíló, er þetta áramótaheit nú þegar ónýtt.... þannig að.... ég bara styð Guðnýju í sínu áramótaheiti og dreg mitt alfarið til baka. Kv. Magga
________________________________________________________, 9.1.2007 kl. 17:55
Magga, koma svo!! Ekki hætta áður en þú byrjar!!
G.Ól.
________________________________________________________, 9.1.2007 kl. 20:01
Eigum við ekki bara að fá okkur kaffisopa og slaaaaaaaaaaka.
Kv- Ása pjása
________________________________________________________, 10.1.2007 kl. 09:19
já og konfekt meððí.....
________________________________________________________, 11.1.2007 kl. 08:30
Sælt veri fólkið
Áramótaheit....best að hreyfa fingurna á lyklaborðinu. Jú, Ása mig langar í kaffi með þér (og hinum líka). Væri ekki ráð að við förum að láta verkin tala.
Við höfum verið í smá önnum undanfarið við að aðstoða frumburðinn og fjölskyldu við að standsetja (það heitir "að sansa" á Akranesi) íbúð sem þau festu kaup á í haust og eru núna að flytja í.
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 14.1.2007 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.