31.10.2009 | 22:28
Jörfagleðinefnd!!
Engir sjálfboðaliðar eru komnir fram í Jörfagleðinefnd, en nú er komin áskorun. Magga litla skorar á Steina litla ðífíháð og Jóa litla í Ánabrekku að vera með í nefnd. Aðeins eitt skilyrði, hún vill fá að ráða öllu. Baðmyndin góða verður lógó þessarar Jörfagleði. Svar óskast strax, hér á þessum vettvangi. Helst fyrir mánaðamót.
Feisið er greinilega ekkert að virka!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er til.
Kv,Steini litli
________________________________________________________, 1.11.2009 kl. 08:25
Jæja, ég veit ekkert hvað þið eruð að pæla en ég skal vera með.
Jói (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 23:15
Þetta er ekki spurning hvað við erum að pæla Jói, Magga pælir.
Kv.Steini
________________________________________________________, 3.11.2009 kl. 07:30
sko... Guðný lét mig samþykkja þetta. Ég var veik og ekki með fulla fimm!! En gert er gert og borðað það sem borðað er og nú bara finnum við eitthvað út úr þessu. Förum létt með það, við erum svo hugmyndarík og skemmtileg....
Kv miss Piggy.
________________________________________________________, 3.11.2009 kl. 09:39
Er fundarferð á Dalvík fljótlega eða með vorinu hjá okkur Jóa ? ;-)
Kv.Steini
________________________________________________________, 3.11.2009 kl. 11:53
Koma bara sem fyrst!! Kv. MÁ.
________________________________________________________, 3.11.2009 kl. 12:04
Steini þurfum við ekki að fara í viku "vinnuferð" norður út af þessu verkefni?
Jói
Jói (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 19:36
Já Jói, við "vinnum" svo vel saman. Heldur þú að við getum fengið Möggu til að "vinna" með okkur?
(ef Magga vill ekki "vinna" með okkur þá er fínt að "vinna" með Atla)
Kv. Steini
________________________________________________________, 4.11.2009 kl. 17:48
Já mar, ég hef "unnið" með Möggu, hún er hörkudugleg!
Kv Jói
Jói (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 22:23
Ef nefndir nefndarmenn vilja eitthvað af því vita þá erum við biðlista með Skátaskálann í Skorradal síðustu helgi í júní.Mér fannst ekki saka að kanna málið. Einhver var búinn að taka frá þá helgi en þarf að svara af eða á núna fyrir helgi.
Kv. afskiptafræðingurinn.....
________________________________________________________, 4.11.2009 kl. 23:03
og hvað segið þið um þetta "vinnu"-félagar mínir? Kv. Magga... vinnandi kona
________________________________________________________, 5.11.2009 kl. 08:36
,,við biðlista" Afsakið, við erum ekki við biðlista, heldur á honum. Kv. Afsk.fr.
________________________________________________________, 5.11.2009 kl. 12:41
Mér líst vel á þetta, nú er bara að "vinna" í þessu.
________________________________________________________, 5.11.2009 kl. 15:44
Kv. Seini litli
________________________________________________________, 5.11.2009 kl. 15:45
Það mætti halda að ég væri byrjaður að "vinna".
Kv. Steini litli
________________________________________________________, 5.11.2009 kl. 15:46
Líst mér á.
25.júní - 2. júlí verð ég skálavörður í skála Ferðafélagsins í Loðmundarfirði, er ekki hægt að hittast þar - ef síðasta helgin í júní verður fyrir valinu? Nei, ég bara spyr....gæti bókað skálann.....

________________________________________________________, 8.11.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.