22.10.2009 | 23:11
Milliættarmót 2010
Halló!
Ég ákvað að stofna nýtt blogg fyrir ákaflega spennandi umræðu sem Fjóla kom af stað. Semsagt ættarmót milli ættarmóta; "milliættarmót". Umræðan er að komast á flug sem er auðvitað hið besta mál! Akraselir styðja þetta, Magga Ásg. líka og ég tek undir!
Fjóla bendir á http://www.daeli.is/ sem lítur vel út og greinilega gott pláss fyrir stórfjölskyldur eins og Jörfaliðið! Svo er bar.....
Í sumar héldu afkomendur Gísla og Heiðu (tengdó) fjölskyldumót í Keldudal í Skagafirði. Þar er mjög fín aðstaða, hægt að leigja hús og gott pláss fyrir fellihýsi, tjaldvagna og tjöld. Sjá hér: http://www.keldudalur.is/.
Þá komumst við að því að svona aðstaða er oft frátekin með löngum fyrirvara og við lentum í vandræðum með að fá hentuga aðstöðu. Þannig að ef við stefnum á að hittast í sumar, þurfum við að ákveða stund og stað með góðum fyrirvara. En hvað með Skorradalinn? Er það hús ekki uppistandandi ennþá?
Kv. Gústi (51).
Ps. Svo er hann Bjarki Rafn 18 ára í dag. Við drífum alltaf í þessu í október feðgarnir!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:16 | Facebook
Athugasemdir
Frábær hugmynd hjá henni Fjólu, hún er ekki alltaf jafn vitlaus!!
Húsbóndinn í Árskógi (inni á Árskógsströnd) var að tala um að allar helgar 2010 séu pantaðar þar og hann farinn að bóka helgar 2011 og 2012, og sagðist hræddur um að það væri svona á fleiri stöðum. Mér finnst hið besta mál að fara að hringja á þessa staði sem Gústi nefndi og athuga með hvort eitthvað sé laust. Er júnímánuður ekki málið? Það eru oft svo margir uppteknir í júlí og ágúst....
Kveðja, Guðný.
________________________________________________________, 23.10.2009 kl. 13:34
Skorradalurinn er enn á sínum stað. Af minni alkunnu hógværð þá vildi ég bara koma til móts við norðanfólk. Kosturinn við Skátaskálann er gott verð - gallinn kannski örlítil þrengsli ef það þarf að sofa inni. Er ekki fólk dálítið bókað í júli? Hvernig haldið þið að síðasta helgin í júní komi út? Kv. Fjóla Ásg (hógværa)
PS Síðbúnar afmæliskveðjur til Bjarka ,,litla"
________________________________________________________, 25.10.2009 kl. 19:14
Ef Skorradalurinn er enn á sínum stað... getur þá einhver sagt mér hvar hann er. Hef ekki enn fullþakkað Viðari lífgjöfina. Kv. Lilja.
Lilja (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.