Haustferð til höfuðborgarinnar

reykjavik.jpgVið hjónakornin ásamt Hjörvari Óla bruggðum okkur í menningarferð til höfuðborgarinnar í síðustu viku. Afar vel lukkuð ferð, þar sem við náðum að vísitera nokkra í innsta hring, þótt alltaf verði einhverjir útundan. Við náðum að viðra StórÓla og Sigrúnu, drógum þau með okkur í Kolaportið og síðan á kaffihús, það kom í ljós að Sigrún hafði ekki farið þangað síðan Ástþór nokkur var í forsetaframboði! Greinilega afar þarft að viðra þau hjónin reglulega.....Tounge

Ása Björk fékk slæmt norðan áhlaup á sig, við hittumst í miðbænum þar sem Skarphéðinn Án ásamt hljómsveit sinni var að hita upp fyrir Iceland Airwaves og var virkilega gaman að horfa/hlusta á þau, flott  hljómsveit. Við fórum síðan heim með Ásu og skoðuðum fallegu íbúðina hennar og fengum okkur að borða áður en við fórum í bíó. Dagur Atlason kom síðan í heimsókn til Eyvindar, þeir aðstoðuðu við slátrun á Litlu-Brekkusvæðinu og fóru síðan í bíó á laugardagskvöldið og buðu Hjörvari Óla síðan í partý og gistingu. Hann fór til þeirra eftir leikhúsferð, við sáum Harry og Heimi í Borgarleikhúsinu. Ef menn eru orðnir þreyttir á bölsýnisfréttum og krepputali mæli ég með því leikriti, maður situr og hlær í tvo tíma og kemur út hress og kátur - hinsvegar situr afar lítið eftir! Joyful

Ása bar sig ótrúlega vel eftir þetta norðanáhlaup.

Á sunnudeginum buðu Skúli og Linda í bröns áður en við lögðum af stað norður, ég kíkti líka til Bínu minnar á leiðinni þangað. Nú, síðast en ekki síst var komið við á Skaganum hjá Fjólu og fjölskyldu - við gerum það ALLTAF þegar við förum til Reykjavíkur....Undecided  Þar beið okkar dýrindis terta og skonsur, alltaf afar notalegt að koma við hjá Fjólu og Viðari eins og við gerum ALLTAF þegar við eigum leið suður.Sideways  Hinsvegar kemur Helga Sess ALLTAF til Fjólu þegar við komum við, núna var hún að meðhjálpa prestinum og komst ekki, við fyrirgefum henni það alveg.....Kissing

Semsagt, afar vel lukkuð ferð, hittum fullt af frábæru fólki og afrekuðum ótrúlega mikið á stuttum tíma!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Þetta hefur greinilega verið hin besta ferð. Dagur í skýjunum með þetta allt saman og við þökkum Ásu Björku og Eyvindi fyrir góðar móttökur og þjónustu, hann á sko örugglega eftir að mæta sem fyrst aftur
Já... það er sko alltaf gott og gaman að koma til Fjólu syss já og Helgu líka - verð að fara að komast til þeirra....

Kv. MÁ.

________________________________________________________, 20.10.2009 kl. 09:00

2 Smámynd: ________________________________________________________

Ó - það var svo gaman að fá þetta norðanáhlaup

________________________________________________________, 20.10.2009 kl. 13:07

3 Smámynd: ________________________________________________________

Já, nú voruð þið góð. Fer ekki að verða stemmari fyrir ,,milliættarmóti"? Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 21.10.2009 kl. 09:20

4 Smámynd: ________________________________________________________

Takk fyrir komuna Guðný, Siggi og Hjörvar Óli.

Við tökum undir hugmyndina um "milliættarmót". 

Kveðja úr Akraselinu.

________________________________________________________, 21.10.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: ________________________________________________________

já endilega, svona Skorradals eða eitthvað

Kv. Magga Ásg.

________________________________________________________, 21.10.2009 kl. 14:38

6 Smámynd: ________________________________________________________

Ég styð "milliættarmót"!  Gæti heitið Jörfadalur 2010!

Kv. Gústi.

________________________________________________________, 21.10.2009 kl. 16:34

7 Smámynd: ________________________________________________________

Kannast einhver við þetta? Þarna er allur pakkinn, hús, kofi, kamar, höll....og er nokkuð miðsvæðis.

http://www.daeli.is/

Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 22.10.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband