Haustferðin langþráða.

Loksins er komið að haustferðinni langþráðu.  Guja og Raggi ætla að skella sér í Gamlann um helgina og vera það alveeeeeg þangað til á mánudag LoL   Vonandi tekst þeim að lokka einhver barnabörn með.  Eins og veðurfræðingarnir tala í kvöld á að vera alveg bongóblíða um helgina, ekki amalegt.  En, eins og allir vita, þá er pláss fyrir fleiri Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

öööööfund.. góða ferð og hafið það gott í blíðunni. Kv. Magga

Ps. Ída Guðrún er komin með bloggsíðu idafr.blogcentral.is

________________________________________________________, 9.9.2009 kl. 13:15

2 identicon

Ohhh, við vorum einmitt að fylgjast með veðurspánni fyrir austurland í gærkvöldi og hún var svo lokkandi :) Svakalegt með þessa vinnudaga... hvað þeir slíta í sundur helgarfríin :)

Bestu kveðjur í veðurblíðuna.

Akraselir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:04

3 identicon

hmm.. viljið þið bara barnabörnin.. ekki börn eða tengdabörn... ?

annars hlakkar okkur rooosalega mikið til að komast á Borgarfjörð, ekki farið síðan 2006 og það má segja að Daníel Skíði sé að upplifa hann nokkurn vegin í fyrsta sinn

Sjáum vonandi sem flesta,

Dagný & Óli H.

Dagný (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:38

4 Smámynd: ________________________________________________________

Ég væri alveg til í að mæta (frændbarn) en:

Ian Anderson, stofnandi og leiðtogi bresku rokksveitarinnar Jethro Tull, ætlar að efna til tónleika í Háskólabíói í Reykjavík föstudaginn 11. september næstkomandi.......

....og ég verð þar. Gvööööð, hvað ég hlakka til Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 10.9.2009 kl. 20:46

5 identicon

Það mætti halda að börnin hefðu verið í heilan mánuð með ykkur miðað við öll ævintýrin sem þau lentu í.  Réttir, gönguferðir, fjöruferðir, músagildrur, feitupungar (beitukóngar), Álfaborgin og aaaallllllt hitt. Vá hvað þetta hefur verið skemmtilegt. Kærar þakkir til ömmu og afa

Lilja (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 22:15

6 Smámynd: ________________________________________________________

Guja/Raggi/Dagný/Óli! Mér persónulega finnst alveg sjálfsagt að við sem heima sátum fáum að njóta ævintýranna með ykkur - hvernig væri að setja inn slatta af myndum eftir Borgarfjarðardvölina?

En þetta finnst mér bara....maður á að segja það sem manni finnst, eða það sagði mamma mína allavega....

________________________________________________________, 17.9.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband