Gleðileg jól, elskurnar

Hjörvar og jólatréðJæja, þá er þetta allt að bresta á.  Skötuveislan hjá Möggu í fyrrakvöld klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og síldin hans Sigga var hið mesta hnossgæti í ár. Sex tegundir af síld í boði, allt heimalagað og borið fram með rúgbrauði sem húsfrúin í Þrastarhóli bakaði.  Nú er rjúpnalyktin um allt hús, beinin steikt og komin í pott og verið að brugga sósuseyð.   Framundan skreppiferð í kirkjugarðinn, þar er góður minnisvarði, "minning um líf" og mér finnst alltaf gott að fara með kerti þangað á aðfangadag og hugsa aðeins til mömmu og pabba í leiðinni.

Á myndinni er Hjörvar Óli að skreyta jólatréð, svarfdælska furu, ljómandi falleg í ár sem endranær.

 Við óskum ykkur öllum gleðilegra og endurnærandi jóla, vonandi fer jólamaturinn vel í magann og þið hafið það sem allra best. Vonandi verður nýtt ár gott bloggár, það er gaman að sjá hvað margir eru farnir að "láta sjá sig" á síðunni okkar.

Góðar kveðjur frá Guðnýju, Sigga, Hjörvari Óla, Óskari, Óttari og jólakettinum Katli Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Gleðileg jól kæra Jörfalið! Takk fyrir okkur; góðar gjafir og hlýjar kveðjur. Aðfangadagskvöldið var vel lukkað og rjúpan var frábær! Allir því vel mettir af mat og góðum jólaanda.

Kær kveðja, frá Gústa, Möggu, Óla, Steinari og Bjarka. 

________________________________________________________, 25.12.2006 kl. 00:26

2 identicon

Halló fólkið mitt og gleðileg jól! Hér eru allir í fínu jólaskapi .Er að hugsa um að fá mér göngutúr nnei.Vorum í hangikjöti hjá Fjólu syss í gær og erum að fara í kaffi til teingdó í dag ,voða lítið að borða ,jæja heirumst KV Helga SESS 

Helga sess (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 11:55

3 Smámynd: ________________________________________________________

Þessi fyrripartur lýsir heimilisfólkinu í Hjarðarslóðinni ágætlega núna. Vill einhver botna? 

"Ligg ég á meltunni, lesandi í bók

langar bar´ekkert á fætur"

Kv. Guðný 

________________________________________________________, 27.12.2006 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband